Scaramucci rekinn sem samskiptastjóri Hvíta hússins

Hinn umdeildi Anthony Scaramucci er ekki lengur samskiptastjóri Hvíta hússins. Hann gegndi starfinu í tíu daga.

Anthony Scaramucci
Anthony Scaramucci
Auglýsing

Ant­hony Scara­mucci, sem ráð­inn var sem sam­skipta­stjóri Hvíta húss­ins fyrir tíu dögum síð­an, hefur verið rek­inn úr starf­inu, að sögn New York Times. Í frétt blaðs­ins kemur fram að hinn lit­ríka Scara­mucci, sem gengur einnig undir nafn­inu „The Mooch“, hafi verið vikið til hliðar að beiðni John. F. Kelly, nýráð­ins starfs­manna­stjóra Hvíta húss­ins. 

Scara­mucci hafði ítrekað greint frá því opin­ber­lega að hann heyrði beint undir Don­ald Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, en ekki starfs­manna­stjóra hans. Kelly hélt hins vegar fund með starfs­fólki Hvíta húss­ins í dag þar sem hann gerði því ljóst að hann réði mál­u­m. 

New York Times segir það ekki liggja fyrir hvort Scara­mucci fái aðra stöðu innan Hvíta húss­ins eða hvort hann muni yfir­gefa það fyrir fullt og allt í kjöl­far þess­arra vend­inga. 

Auglýsing

Skraut­legir dagar

Scara­mucci var ráð­inn 21. júlí síð­ast­lið­inn. Sú ráðn­ing varð til þess að hinn umdeildi Sean Spicer sagði upp sem fjöl­miðla­­full­­trúi  for­­seta Banda­­ríkj­anna. Ástæðan var djúp­­stæður ágrein­ingur við Scara­mucci.

Síðan þá hefur Scara­mucci verið nán­ast stans­laust í fjöl­miðl­um. Hann lét hörð orð falla í garð Reince Priebus, þáver­andi skrif­­stofu­­stjóra Hvíta hús­s­ins í sím­tali sem hann átti við blaða­mann tíma­­rits­ins New Yor­ker þar sem hann sagði Priebus m.a. vera „væn­i­­sjúk­an geð­klof­a­­sjúk­l­ing“. Hann lét einnig þung orð falla um Steve Bann­on, ein­n helsta ráð­gjafa Trump.

Priebus var svo rek­inn úr starfi fyrir helgi. Trump til­kynnti um það og ráðn­ingu Kellys sem nýs starfs­manna­stjóra á Twitt­er.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hæfur til að meta hæfni þar til annað kemur í ljós
Eiríkur Tómasson, formaður dómnefndar um hæfni dómara, telur sig hæfan samkvæmt stjórnsýslulögum til að meta hæfni umsækjenda um embætti við Landsrétt, en árið 2017 var hann umsagnaraðili eins þeirra sem nú sækist eftir embættinu.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Allir ríkisstjórnarflokkarnir tapa fylgi milli mánaða
Píratar bæta verulega við sig milli mánaða í könnunum Gallup en Vinstri græn tapa umtalsverðu. Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að dala.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Frá Beirút, þar sem gríðarlega öflug sprenging olli manntjóni og gríðarlegum skemmdum síðdegis í gær.
Rauði krossinn hefur neyðarsöfnun fyrir Beirút
Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna sprenginganna sem urðu í Beirút höfuðborg Líbanons í gær. Forseti Íslands sendi forseta Líbanons samúðarkveðju sína og þjóðarinnar í dag.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Ásta Logadóttir, Jóhann Björn Jóhannsson, Kristinn Alexandersson og Ólafur Hjálmarsson
Ísland í dag – Nærri tveimur áratugum síðar
Kjarninn 5. ágúst 2020
Áhyggjur og kvíði „eðlilegar tilfinningar við óeðlilegar aðstæður“
Á upplýsingafundi almannavarna í dag fór Agnes Árnadóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu heilsugæslunnar, yfir það hvað fólk gæti gert til að takast á við kvíða. Sóttvarnalæknir sagði kúrfuna í þessari bylgju vera svipaða þeirri síðustu.
Kjarninn 5. ágúst 2020
190 þúsund símtæki með smitrakningarappið virkt
Á upplýsingafundi almannavarna biðlaði Alma D. Möller landlæknir til Íslendinga um að halda áfram að nota smitrakningarappið Rakning C-19.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent