Stjórn Kadeco mun ekki taka afstöðu í máli fyrrverandi framkvæmdastjóra

Ekki mun reyna á afstöðu stjórnar Kadeco gagnvart svörum fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins vegna viðskipta hans á Ásbrú þar sem hann hefur þegar sagt upp starfi sínu.

Kjartan Þór Eiríksson.
Kjartan Þór Eiríksson.
Auglýsing

Kjartan Þór Eiríks­son, sem nýverið sagði starfi sínu sem fram­kvæmda­stjóri Kadeco lausu, hefur skilað stjórn félags­ins skrif­legum svörum vegna við­skipta sinna á Ásbrú og tengslum sínum við kaup­endur eigna sem Kadeco hefur selt á síð­­­­­ustu árum á svæð­inu. Stjórn Kadeco hefur hvorki sent fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu svörin né hefur ráðu­neytið óskað eftir að fá þau send. Þar sem Kjartan Þór hefur þegar sagt starfi sínu lausu mun ekki reyna á afstöðu stjórnar Kadeco til svara hans við spurn­ingum stjórn­ar­inn­ar. Þetta kemur fram í svari fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins, sem fer með eign­ar­hald rík­is­ins í Kadeco, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Þar segir  enn fremur að ráðu­neytið fari fyrst og fremst með stefnu­mark­andi ákvarð­anir um rekstur Kadeco en skipti sér ekki af rekstr­inum frá degi til dags.

Í við­skipta­sam­bandi við við­skipta­vin Kadeco

Kadeco, sem er þró­un­ar­fé­lag Kefla­vík­ur­flug­vall­ar, sendi frá sér til­kynn­ingu 1. ágúst síð­ast­lið­inn þar sem fram kom að Kjartan Þór, sem hafði gegnt starfi fram­kvæmda­stjóra frá stofnun félags­­ins árið 2006, hefði sagt starfi sínu lausu. Hann lét sam­­stundis að störf­­um.

Auglýsing

Kjart­ani Þór var gert að gera munn­­legar skýr­ingar á við­­­skiptum sínum á Ásbrú og tengslum sínum við kaup­endur eigna sem Kadeco hefur selt á síð­­­­­ustu árum á svæð­inu á stjórn­­­­­ar­fundi sem fram fór í lok júní. Stjórn félags­­­ins ákvað í kjöl­farið að óska eftir því að Kjartan Þór geri stjórn­­­inni skrif­­­lega grein fyrir við­­­skiptum sínum á svæð­inu. Kjarn­inn hefur óskað eftir upp­­lýs­ingum frá fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­inu um hvort það hafi verið gert en ekki fengið svör við þeirri fyr­ir­­spurn.

Málið snýst um tengsl Kjart­ans Þórs við Sverri Sverr­is­­son. Félög tengd Sverri keyptu þrjár fast­­­eignir af Kadeco á und­an­­­förnum árum á sam­tals 150 millj­­­ónir króna. Síð­­­asta eignin sem félög tengd honum keyptu var seld í febr­­­úar á þessu ári, nokkrum mán­uðum eftir að Kjart­an Þór og Sverrir hófu við­­­skipta­­­sam­­­band. Þeir eiga saman félagið Air­port City á Ásbrú sem stundar fast­­­eigna­við­­­skipti, þó ekki við Kadeco.

Lagt niður í núver­andi mynd

Kjarn­inn greindi frá því í lok júní að til standi að leggja starf­­­semi Kadeco niður í núver­andi mynd. Skipt var um stjórn í félag­inu fyrir um mán­uði síðan og upp­­­runa­­­legu hlut­verki þess, að selja fast­­­eignir á Ásbrú, er nú lok­ið.  vilji taka upp við­ræður við heima­­­menn um hvernig sé hægt end­­­ur­­­skoða starf­­­sem­ina með það í huga.

Bene­dikt Jóhann­es­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði við Kjarn­ann að hann hafi lýst þess­­­ari skoðun sinni á fundum með starfs­­­fólki Kadeco í lok jún­í­mán­að­­ar. Nokkrum dögum áður var hald­inn aðal­­­fundur Kadeco og þar var kosin ný þriggja manna stjórn. Sig­­­urður Kári Krist­jáns­­­son, lög­­­­­maður og fyrr­ver­andi þing­­­maður Sjálf­­­stæð­is­­­flokks, hafði verið for­­­maður stjórn­­­­­ar­innar en vék ásamt tveimur öðrum stjórn­­­­­ar­­­mönn­­­um.  Í stað Sig­­­urðar Kára var Georg Brynjar­s­­­son, hag­fræð­ingur og stjórn­­­­­ar­­­maður í Við­reisn, kjör­inn stjórn­­­­­ar­­­for­­­mað­­­ur. Auk hans komu tveir starfs­­­menn fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráðu­­­neyt­is­ins inn í stjórn Kadeco. Bene­dikt stað­­­festi við Kjarn­ann að þessar breyt­ingar væru liður í því að leggja starf­­­semi Kadeco niður í núver­andi mynd.

Í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans kemur fram að nýskipuð stjórn Kadeco hafi verið falið að fara yfir verk­efna­stöðu félags­ins og gera til­lögur um hvernig þeim verk­efnum sem það hefur verði best fyrir komið í fram­tíð­inni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent