4.856 ferkílómetrar brenna í Bresku kólumbíu

Norðlægir skógar í Bresku kólumbíu brenna nú sem aldrei fyrr og gróðureldatímabilinu er ekki nærri því lokið.

Slökkviliðsmaður í Portúgal að störfum.
Slökkviliðsmaður í Portúgal að störfum.
Auglýsing

Gróð­ur­eldar hafa farið um meira en 4.856 fer­kíló­metra um Bresku kól­umbíu á vest­ur­strönd Kanada síðan fyrsti neist­inn kveikti elda í byrjun júlí. Und­an­farnar vikur hafa eld­arnir breitt úr sér. Heitt, þurrt og vinda­samt veður kyndir undir bál­inu.

Þetta eru þegar orðnir næst skæð­ustu gróð­ur­eldar á árs­grund­velli í sögu fylk­is­ins Bresku kól­umbíu. Sögu­lega er versti mán­uður gróð­ur­elda­tíma­bils­ins í ágúst og þess vegna er lík­legt að árið 2017 raði sér ofar í sögu­bæk­urnar þegar það er úti.

Hægt er að skoða yfir­lit­skort af því hvar eld­arnir loga á vef Google. Frá þessu er greint á vef Climate Central.

Gróðureldarnir í Kanada hafa breitt hratt úr sér eins og sjá má á þessari yfirlitsmynd.

Það er ekki aðeins í Kanada sem gróð­ur­eldar loga því stór svæði brenna einnig í Rúss­landi, Ala­ska, á vest­ur­strönd Græn­lands og í Evr­ópu. Aukin tíðni gróð­ur­elda á norð­lægum slóðum er talin vera fylgi­fiskur þess að norð­ur­hvel jarðar hefur hlýnað tvisvar sinnum hraðar en restin af hnett­in­um.

Mikið magn kolefnis er bundið í þessum skógum og þess vegna er það ein­stak­lega þung­bært að þeir brenni svo hratt enda eykur það aðeins á útstreymi gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í and­rúms­loft­inu.

Miklir reyk­mekkir breið­ast jafn­framt um stóran hluta Kanada og nyrstu ríki Banda­ríkj­anna. Búast má við að mökk­ur­inn legg­ist yfir stórar borgir á borð við Vancou­ver, Edmont­on, Winnipeg og Seattle. Hægt er að skoða yfir­lit­skort af áhrifa­svæði skóg­ar­eld­anna hér.

Auglýsing

Græn­lensku eld­arnir

Eldarnir á vesturströnd Grænlands séðir úr gervihnetti NASA 3. ágúst 2017. Jafnvel þó lang stærsti hluti Grænlands sé hulinn jökli geta gróðureldar blossað upp á þurrum svæðum. Flóra Grænlands er ekki ósvipuð flóru Íslands.

Á Græn­landi loga nú eldar um það bil 150 kíló­metra norð­austur af Sisim­iut á vest­ur­strönd lands­ins. Jafn­vel þó það hafi áður gerst að svo miklir gróð­ur­eldar læsi sig í jarð­veg­inn á Græn­landi að gervi­hnettir greini þá úr lofti er það óvana­legt.

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum rann­sóknar sem unnið er að við háskóla í Hollandi hefur fjöldi gróð­ur­elda á Græn­aldi sem grein­an­legir eru frá gervi­hnöttum auk­ist gríð­ar­lega á þessu ári miðað við öll árin sem könnuð hafa verið aftur til árs­ins 2002.

Ekki er víst hvernig þessir eldar sem sjást á mynd­inni hér að ofan kvikn­uðu en lík­lega hefur hann læst sig í mór. Sisimut er næst fjöl­menn­asta þétt­býli á Græn­landi á eftir Nuuk.



Evr­ópsku eld­arnir

Miklir eldar geisa nú á Balkanskaga en í Evr­ópu er nú ein­hver mesta hita­bylgja sem um get­ur. Henni fylgja ofsa­fengin veð­ur, hvort sem það er í formi gríð­ar­legra hita og þurrka, helli rign­ingar og flóða eða hvað eina.

Gróð­ur­eldar brenna einnig á Spáni, í Portú­gal og Ítal­íu. Það hefur sum­staðar valdið því að ferða­manna­stöðum hefur verið lokað vegna slæmra loft­skil­yrða og beinnar hættu af eld­in­um.

Þegar hafa sex lát­ist vegna eld­anna.

Börn að leik í höfninni í Napólí á Ítalíu. Reykmökkur stígur úr hliðum eldfjallsins Vesúvíusar þar sem gróðureldar geisa.

Slökkvilið að störfum nærri Nice við suðurströnd Frakklands.

Gróðureldar loga í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum eins og víða annarstaðar í heiminum.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent