Al Gore vonaði að Trump myndi snúast hugur um loftslagið en viðurkennir villu

Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna segist hafa reynt að tala um fyrir Donald Trump í loftslagsmálum en mistekist.

Samtal Al Gore við Bill Maher á HBO 4. ágúst síðastliðinn.
Auglýsing

„Ég hélt raun­veru­lega að það væri mögu­leiki að hann myndi ranka við sér, en hafði rangt fyrir mér,“ við­ur­kenndi Al Gore, fyrr­ver­andi vara­for­seti Banda­ríkj­anna og lofts­lagsaktí­visti, í við­tali við banda­ríska þátta­stjórn­and­ann Bill Maher á dög­un­um. Gore hafði rætt við Don­ald Trump, þá nýkjör­inn for­seta Banda­ríkj­anna, áður en hann tók við emb­ætti um lofts­lags­mál.

„Þegar hann flutti ræð­una um að hann myndi draga Banda­ríkin úr Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu fór ég að hafa áhyggjur af því að fleiri ríki myndu nota tæki­færið og draga sig út lík­a,“ hélt Gore áfram. „En strax næsta dag öll ver­öldin eins og hún lagði sig end­urstað­festi holl­ustu sína við sam­komu­lag­ið.“

Gore seg­ist telja að yfir­lýs­ing Trumps hafi haft þver öfug áhrif við það sem for­set­inn ætl­aði sér. Ein­staka ríki Banda­ríkj­anna hafi skerpt á lofts­lags­á­ætl­unum sínum og fyr­ir­tæki hafi lýst yfir kostn­að­ar­sömum aðgerðum til að draga úr útstreymi gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Auglýsing

Óþægi­legt fram­hald

Al Gore er stjarna nýrrar kvik­myndar sem frum­sýnd var í lok júlí. Það er fram­halds­mynd kvik­mynd­ar­innar An Incon­veni­ent Truth, Óþægi­legi sann­leik­ur­inn, síðan 2006. Fram­haldið heitir An Incon­veni­ent Sequel eða Óþægi­legt fram­hald þar sem fjallað er um lofts­lags­vanda heims­ins og þau skref sem tekin hafa verið til að milda áhrif lofts­lags­breyt­inga.

Fyrri myndin hlaut Ósk­arsverð­laun árið 2006 en þar var lofts­lags­vand­inn útskýrður og rætt hvers vegna mann­kynið þarf að bregð­ast við yfir­vof­andi hætt­um.

Í fram­halds­mynd­inni ferð­ast Gore um heim­inn og reynir að sann­færa stjórn­mála­leið­toga til að fjár­festa í end­ur­nýj­an­legri orku. Myndin fjallar að miklu leyti um þá þróun sem varð til þess að Par­ís­ar­sam­komu­lagið varð að veru­leika í des­em­ber 2015.Fram­halds­myndin var frum­sýnd í Banda­ríkj­unum 28. júlí síð­ast­lið­inn.

Minkaræktun í Kína
Loðdýrabú rekin með tapi síðustu ár
Loðdýrabú hafa verið rekin með tapi hér á landi undanfarin fjögur ár og minkabændum fækkað. Greinin óskaði eftir fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum í fyrra og sett hefur verið á laggirnar nefnd til að greina vanda greinarinnar.
Kjarninn 19. mars 2019
Snöggkólnar á fasteignamarkaði
Kólnað hefur á fasteignamarkaði, miðað við það sem verið hefur undanfarin ár.
Kjarninn 19. mars 2019
Smári McCarthy
Trúverðugleiki stofnana
Kjarninn 19. mars 2019
Joachim Fischer
Hinn heilagi ritstjóri Bændablaðsins
Kjarninn 19. mars 2019
Hælisleitendur mótmæla fyrir framan Alþingishúsið
Þrír handteknir við Alþingishúsið
Þrír voru handteknir við Alþingishúsið í dag eftir að lögreglan var kölluð þangað vegna mótmæla hælisleitenda. Samtökin Refugees in Iceland segja að um friðsöm mótmæli hafi verið að ræða og að þau hafi ekki ætlað að hindra aðgengi að Alþingi.
Kjarninn 19. mars 2019
Róbert R. Spanó, lögmaður og dómari við Mannréttindadómstól Evrópu
Telur tregðu íslenskra dómstóla að fylgja dómum MDE vera á undanhaldi
Róbert Spanó, dómari við Mannréttindadómstóll Evrópu, telur að upphafleg tregða íslenskra dómstóla til þess að fylgja dómum dómstólsins sé á undanhaldi og að undanfarna áratugi hafi íslenskir dómstólar leitast við að eiga samstarf við dómstólinn.
Kjarninn 19. mars 2019
Kristján Þórður Snæbjarnarson
Iðnaðarmenn slíta viðræðum við SA
Iðnaðarmenn slitu samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins fyrir hádegi í dag. Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður iðnaðarmanna, segir að nú hefjist undirbúningur verkfallsaðgerða.
Kjarninn 19. mars 2019
Flóttafólk mótmælir á Austurvelli. Búið er að taka tjaldið niður.
Sér ekki hvernig sérstök smithætta eigi að vera af því að fólk setji upp tjald
Sóttvarnalæknir hefur meiri áhyggjur af hreinlætisaðstöðu víðs vegar um landið fyrir ferðamenn en að flóttafólk hafi safnast saman á Austurvelli.
Kjarninn 19. mars 2019
Meira úr sama flokkiErlent