Al Gore vonaði að Trump myndi snúast hugur um loftslagið en viðurkennir villu

Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna segist hafa reynt að tala um fyrir Donald Trump í loftslagsmálum en mistekist.

Samtal Al Gore við Bill Maher á HBO 4. ágúst síðastliðinn.
Auglýsing

„Ég hélt raun­veru­lega að það væri mögu­leiki að hann myndi ranka við sér, en hafði rangt fyrir mér,“ við­ur­kenndi Al Gore, fyrr­ver­andi vara­for­seti Banda­ríkj­anna og lofts­lagsaktí­visti, í við­tali við banda­ríska þátta­stjórn­and­ann Bill Maher á dög­un­um. Gore hafði rætt við Don­ald Trump, þá nýkjör­inn for­seta Banda­ríkj­anna, áður en hann tók við emb­ætti um lofts­lags­mál.

„Þegar hann flutti ræð­una um að hann myndi draga Banda­ríkin úr Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu fór ég að hafa áhyggjur af því að fleiri ríki myndu nota tæki­færið og draga sig út lík­a,“ hélt Gore áfram. „En strax næsta dag öll ver­öldin eins og hún lagði sig end­urstað­festi holl­ustu sína við sam­komu­lag­ið.“

Gore seg­ist telja að yfir­lýs­ing Trumps hafi haft þver öfug áhrif við það sem for­set­inn ætl­aði sér. Ein­staka ríki Banda­ríkj­anna hafi skerpt á lofts­lags­á­ætl­unum sínum og fyr­ir­tæki hafi lýst yfir kostn­að­ar­sömum aðgerðum til að draga úr útstreymi gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Auglýsing

Óþægi­legt fram­hald

Al Gore er stjarna nýrrar kvik­myndar sem frum­sýnd var í lok júlí. Það er fram­halds­mynd kvik­mynd­ar­innar An Incon­veni­ent Truth, Óþægi­legi sann­leik­ur­inn, síðan 2006. Fram­haldið heitir An Incon­veni­ent Sequel eða Óþægi­legt fram­hald þar sem fjallað er um lofts­lags­vanda heims­ins og þau skref sem tekin hafa verið til að milda áhrif lofts­lags­breyt­inga.

Fyrri myndin hlaut Ósk­arsverð­laun árið 2006 en þar var lofts­lags­vand­inn útskýrður og rætt hvers vegna mann­kynið þarf að bregð­ast við yfir­vof­andi hætt­um.

Í fram­halds­mynd­inni ferð­ast Gore um heim­inn og reynir að sann­færa stjórn­mála­leið­toga til að fjár­festa í end­ur­nýj­an­legri orku. Myndin fjallar að miklu leyti um þá þróun sem varð til þess að Par­ís­ar­sam­komu­lagið varð að veru­leika í des­em­ber 2015.Fram­halds­myndin var frum­sýnd í Banda­ríkj­unum 28. júlí síð­ast­lið­inn.

Olíuverðið hækkar og hækkar
Olíuverð hefur hækkað mikið að undanförnu. Það eru ekki góð tíðindi fyrir íslenska hagkerfið.
Kjarninn 25. september 2018
Rosenstein og Trump funda á fimmtudaginn
Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna er sagður valtur í sessi.
Kjarninn 24. september 2018
Icelandair heldur áfram að lækka í verði
Markaðsvirði Icelandair hefur hríðfallið að undanförnu. Það er erfitt rekstrarumhverfi flugfélaga þessi misserin.
Kjarninn 24. september 2018
1. maí kröfuganga 2018.
Mótmæla harðlega aðgerðum Icelandair gegn flugfreyjum og flugþjónum
Forystumenn stærstu stéttarfélaga landsins mótmæla harðlega þeim aðgerðum sem stjórn Icelandair hyggst ráðast í gegn flugfreyjum og flugþjónum sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 24. september 2018
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Almenningur hvattur í stefnumótun
Vísinda- og tækniráð Íslands efnir til opins samráðs við almenning og hagsmunaaðila um skilgreiningu þeirra framtíðaráskorana sem vísindi og rannsóknir ættu markvisst að takast á við.
Kjarninn 24. september 2018
Brett Kavanaugh
Konan sem sakar Brett Kavanaugh um kynferðisbrot ber vitni á fimmtudaginn
Vitnisburður Christine Bla­sey Ford fer fram næstkomandi fimmtudag gegn Brett Kavanaugh. Önnur kona hefur nú stigið fram og sakað hann um kynferðisbrot.
Kjarninn 24. september 2018
Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Segir þvingunaraðgerðir Icelandair aðför að kvennastétt
Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt en Icelandair setti flug­freyjum og flug­þjónum þá afar­kosti á dögunum að velja á milli þess að fara í fulla vinnu ellegar missa vinnuna.
Kjarninn 24. september 2018
Læknar deila við Svandísi
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sent yfirlýsingu frá ráðuneytinu þar sem hún sér sig knúna til að leiðrétta fullyrðingar í grein þriggja lækna sem halda því fram að ráðherra ætli sér að færa þjónustu sérgreinalækna inn á göngudeildir.
Kjarninn 24. september 2018
Meira úr sama flokkiErlent