Al Gore vonaði að Trump myndi snúast hugur um loftslagið en viðurkennir villu

Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna segist hafa reynt að tala um fyrir Donald Trump í loftslagsmálum en mistekist.

Samtal Al Gore við Bill Maher á HBO 4. ágúst síðastliðinn.
Auglýsing

„Ég hélt raun­veru­lega að það væri mögu­leiki að hann myndi ranka við sér, en hafði rangt fyrir mér,“ við­ur­kenndi Al Gore, fyrr­ver­andi vara­for­seti Banda­ríkj­anna og lofts­lagsaktí­visti, í við­tali við banda­ríska þátta­stjórn­and­ann Bill Maher á dög­un­um. Gore hafði rætt við Don­ald Trump, þá nýkjör­inn for­seta Banda­ríkj­anna, áður en hann tók við emb­ætti um lofts­lags­mál.

„Þegar hann flutti ræð­una um að hann myndi draga Banda­ríkin úr Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu fór ég að hafa áhyggjur af því að fleiri ríki myndu nota tæki­færið og draga sig út lík­a,“ hélt Gore áfram. „En strax næsta dag öll ver­öldin eins og hún lagði sig end­urstað­festi holl­ustu sína við sam­komu­lag­ið.“

Gore seg­ist telja að yfir­lýs­ing Trumps hafi haft þver öfug áhrif við það sem for­set­inn ætl­aði sér. Ein­staka ríki Banda­ríkj­anna hafi skerpt á lofts­lags­á­ætl­unum sínum og fyr­ir­tæki hafi lýst yfir kostn­að­ar­sömum aðgerðum til að draga úr útstreymi gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Auglýsing

Óþægi­legt fram­hald

Al Gore er stjarna nýrrar kvik­myndar sem frum­sýnd var í lok júlí. Það er fram­halds­mynd kvik­mynd­ar­innar An Incon­veni­ent Truth, Óþægi­legi sann­leik­ur­inn, síðan 2006. Fram­haldið heitir An Incon­veni­ent Sequel eða Óþægi­legt fram­hald þar sem fjallað er um lofts­lags­vanda heims­ins og þau skref sem tekin hafa verið til að milda áhrif lofts­lags­breyt­inga.

Fyrri myndin hlaut Ósk­arsverð­laun árið 2006 en þar var lofts­lags­vand­inn útskýrður og rætt hvers vegna mann­kynið þarf að bregð­ast við yfir­vof­andi hætt­um.

Í fram­halds­mynd­inni ferð­ast Gore um heim­inn og reynir að sann­færa stjórn­mála­leið­toga til að fjár­festa í end­ur­nýj­an­legri orku. Myndin fjallar að miklu leyti um þá þróun sem varð til þess að Par­ís­ar­sam­komu­lagið varð að veru­leika í des­em­ber 2015.Fram­halds­myndin var frum­sýnd í Banda­ríkj­unum 28. júlí síð­ast­lið­inn.

Meira úr sama flokkiErlent