Logi vill vera formaður áfram

Formaður og varaformaður Samfylkingarinnar gefa áfram kost á sér til forystu á landsfundi flokksins í haust.

Logi Már Einarsson tók sæti á Alþingi í fyrsta sinn síðasta vetur. Hann tók við formennsku af Oddnýju Harðardóttur eftir kosningarnar.
Logi Már Einarsson tók sæti á Alþingi í fyrsta sinn síðasta vetur. Hann tók við formennsku af Oddnýju Harðardóttur eftir kosningarnar.
Auglýsing

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, ætlar að gefa kost á sér sem for­maður flokks­ins á lands­fundi Sam­fylk­ing­ar­innar sem hald­inn verður í haust. Logi til­kynnti flokks­fé­lögum þetta í tölvu­pósti í gær.

Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, vara­for­maður flokks­ins og borg­ar­full­trúi í Reykja­vík, stað­festi við Kjarn­ann í dag að hún ætli einnig að gefa kost á sér sem vara­for­maður áfram.

Lands­fundur Sam­fylk­ing­ar­innar verður hald­inn dag­ana 27. og 28. októ­ber næst­kom­andi og þar verður kosið í öll emb­ætti á vegum flokks­ins. Á lands­fund­inum verður einnig skerpt á stefnu flokks­ins í aðdrag­anda sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga næsta vor.

„Ég hef trú á því að Sam­fylk­ingin nái vopnum sínum aftur og styrk­ist nægi­lega til að verða aftur það hreyfi­afl sem er nauð­syn­legt í stjórn­málum dags­ins,“ skrif­aði Logi. Sam­fylk­ingin hlaut afhroð í síð­ustu Alþing­is­kosn­ingum í októ­ber 2016 og fékk aðeins þrjá menn kjörna og 5,7 pró­sent atkvæða á lands­vísu.

Oddný Harðardóttir og Logi Már Einarsson við þingsetningu.Oddný Harð­ar­dóttir sagði af sér for­mennsku í kjöl­far kosn­ing­anna og Logi tók við eftir að hafa verið kjör­inn vara­for­maður á aðal­fundi flokks­ins 2016. Logi er einn þriggja þing­manna Sam­fylk­ing­ar­innar í dag, ásamt Odd­nýju og Guð­jóni Brjáns­syni. Flokk­ur­inn hefur sem stendur enga þing­menn úr kjör­dæmum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

„Þegar kött­ur­inn slasar sig, dregur hann sig tíma­bundið í hlé, sleikir sár sín og kemst von bráðar á veiðar aft­ur. Þá sýnir hann bæði tennur og klær,“ skrifar Logi í tölvu­póst­in­um.

Hann bendir á að það muni taka tíma að end­ur­nýja traust kjós­enda til flokks­ins. „[...]end­ur­nýjað traust bygg­ist á því að við verðum staðfsöt í öllum okkar mál­flutn­ingi um leið og við gætum að því að hafa þol­in­mæði og æðru­leysi í fartesk­in­u.“

Auglýsing

Hug­myndir um að breyta um nafn

Hrun Sam­fylk­ing­ar­innar hefur verið mikið síðan fylgi við flokk­inn náði hámarki í Alþing­is­kosn­ing­unum 2009. Þá leiddi Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir kosn­inga­sigur þar sem Sam­fylk­ingin var stærsta stjórn­mála­aflið á þingi, með 20 þing­menn og 29,8 pró­sent atkvæða. Jóhanna leiddi í kjöl­farið rík­is­stjórn með Vinstri græn­um.

Í kosn­ing­unum 2013 var fylgi við flokk­inn hins vegar mun minna undir for­ystu Árna Páls Árna­son­ar, og flokk­ur­inn fékk 12,9 pró­sent atkvæða og níu menn kjörna. Síð­asta kjör­tíma­bil varð litað inn­an­flokkserj­um, þar sem Árni Páll þurfti að berj­ast fyrir for­manns­sæti sínu eftir að Sig­ríður Ingi­björg Inga­dóttir gerði til­raun til að verða sjálf for­mað­ur. Árni Páll lét af for­mennsku í aðdrag­anda kosn­ing­anna 2016.

Und­an­farna daga hafa fjöl­miðlar fjallað um til­lögur áhrifa­manna innan flokks­ins að Sam­fylk­ingin skipti um nafn. Það verði liður í upp­bygg­ing­ar­starfi flokks­ins eftir afhroð síð­ustu Alþing­is­kosn­inga.

Kjarn­inn greindi frá því á fimmtu­dag að Eva H. Bald­urs­dótt­ir, vara­borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar og lög­maður hjá Fjár­mála­ráðu­neyt­inu, hafi óskað eftir nýjum til­lögum að nafi á Face­book. Ágúst Ólafur Ólafs­son, fyrr­ver­andi vara­for­maður og þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, viðr­aði þessar hug­myndir í fjöl­miðlum í aðdrag­anda kosn­inga í fyrra og lagði til nafnið Jafn­að­ar­manna­flokkur Íslands.

Því nafni ættu stuðn­ings­menn Sam­fylk­ing­ar­innar að vera orðnir van­ir, enda er opin­bert heiti flokks­ins „Sam­fylk­ingin – jafn­að­ar­manna­flokkur Íslands“.

Sam­fylk­ingin var stofnuð árið 2000 úr kosn­inga­banda­lagi vinstri flokk­anna í Alþing­is­kosn­ing­unum 1999. Talað var um sam­ein­ingu vinstri vængs stjórn­mál­anna þegar fjórum flokkum – Alþýðu­banda­lag­inu, Alþýðu­flokkn­um, Þjóð­vaka og Kvenna­lista – var steypt saman í einn. Sam­ein­ingin tókst hins vegar ekki alveg því Vinstri hreyf­ingin - grænt fram­boð var stofnuð á sama tíma vegna hug­mynda­á­grein­ings milli fylk­inga í Alþýðu­banda­lag­inu.

Fylgi Sam­fylk­ing­ar­innar hefur auk­ist lít­il­lega eftir kosn­­ing­ar 2016, ef marka má skoð­ana­kann­­anir und­an­farna mán­uði. Í síð­­asta Þjóð­­ar­púlsi Gallup mæld­ist hann í 9,2% og í síð­­­ustu könnun MMR mæld­ist hann í 10,6%.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent