Logi vill vera formaður áfram

Formaður og varaformaður Samfylkingarinnar gefa áfram kost á sér til forystu á landsfundi flokksins í haust.

Logi Már Einarsson tók sæti á Alþingi í fyrsta sinn síðasta vetur. Hann tók við formennsku af Oddnýju Harðardóttur eftir kosningarnar.
Logi Már Einarsson tók sæti á Alþingi í fyrsta sinn síðasta vetur. Hann tók við formennsku af Oddnýju Harðardóttur eftir kosningarnar.
Auglýsing

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, ætlar að gefa kost á sér sem for­maður flokks­ins á lands­fundi Sam­fylk­ing­ar­innar sem hald­inn verður í haust. Logi til­kynnti flokks­fé­lögum þetta í tölvu­pósti í gær.

Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, vara­for­maður flokks­ins og borg­ar­full­trúi í Reykja­vík, stað­festi við Kjarn­ann í dag að hún ætli einnig að gefa kost á sér sem vara­for­maður áfram.

Lands­fundur Sam­fylk­ing­ar­innar verður hald­inn dag­ana 27. og 28. októ­ber næst­kom­andi og þar verður kosið í öll emb­ætti á vegum flokks­ins. Á lands­fund­inum verður einnig skerpt á stefnu flokks­ins í aðdrag­anda sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga næsta vor.

„Ég hef trú á því að Sam­fylk­ingin nái vopnum sínum aftur og styrk­ist nægi­lega til að verða aftur það hreyfi­afl sem er nauð­syn­legt í stjórn­málum dags­ins,“ skrif­aði Logi. Sam­fylk­ingin hlaut afhroð í síð­ustu Alþing­is­kosn­ingum í októ­ber 2016 og fékk aðeins þrjá menn kjörna og 5,7 pró­sent atkvæða á lands­vísu.

Oddný Harðardóttir og Logi Már Einarsson við þingsetningu.Oddný Harð­ar­dóttir sagði af sér for­mennsku í kjöl­far kosn­ing­anna og Logi tók við eftir að hafa verið kjör­inn vara­for­maður á aðal­fundi flokks­ins 2016. Logi er einn þriggja þing­manna Sam­fylk­ing­ar­innar í dag, ásamt Odd­nýju og Guð­jóni Brjáns­syni. Flokk­ur­inn hefur sem stendur enga þing­menn úr kjör­dæmum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

„Þegar kött­ur­inn slasar sig, dregur hann sig tíma­bundið í hlé, sleikir sár sín og kemst von bráðar á veiðar aft­ur. Þá sýnir hann bæði tennur og klær,“ skrifar Logi í tölvu­póst­in­um.

Hann bendir á að það muni taka tíma að end­ur­nýja traust kjós­enda til flokks­ins. „[...]end­ur­nýjað traust bygg­ist á því að við verðum staðfsöt í öllum okkar mál­flutn­ingi um leið og við gætum að því að hafa þol­in­mæði og æðru­leysi í fartesk­in­u.“

Auglýsing

Hug­myndir um að breyta um nafn

Hrun Sam­fylk­ing­ar­innar hefur verið mikið síðan fylgi við flokk­inn náði hámarki í Alþing­is­kosn­ing­unum 2009. Þá leiddi Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir kosn­inga­sigur þar sem Sam­fylk­ingin var stærsta stjórn­mála­aflið á þingi, með 20 þing­menn og 29,8 pró­sent atkvæða. Jóhanna leiddi í kjöl­farið rík­is­stjórn með Vinstri græn­um.

Í kosn­ing­unum 2013 var fylgi við flokk­inn hins vegar mun minna undir for­ystu Árna Páls Árna­son­ar, og flokk­ur­inn fékk 12,9 pró­sent atkvæða og níu menn kjörna. Síð­asta kjör­tíma­bil varð litað inn­an­flokkserj­um, þar sem Árni Páll þurfti að berj­ast fyrir for­manns­sæti sínu eftir að Sig­ríður Ingi­björg Inga­dóttir gerði til­raun til að verða sjálf for­mað­ur. Árni Páll lét af for­mennsku í aðdrag­anda kosn­ing­anna 2016.

Und­an­farna daga hafa fjöl­miðlar fjallað um til­lögur áhrifa­manna innan flokks­ins að Sam­fylk­ingin skipti um nafn. Það verði liður í upp­bygg­ing­ar­starfi flokks­ins eftir afhroð síð­ustu Alþing­is­kosn­inga.

Kjarn­inn greindi frá því á fimmtu­dag að Eva H. Bald­urs­dótt­ir, vara­borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar og lög­maður hjá Fjár­mála­ráðu­neyt­inu, hafi óskað eftir nýjum til­lögum að nafi á Face­book. Ágúst Ólafur Ólafs­son, fyrr­ver­andi vara­for­maður og þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, viðr­aði þessar hug­myndir í fjöl­miðlum í aðdrag­anda kosn­inga í fyrra og lagði til nafnið Jafn­að­ar­manna­flokkur Íslands.

Því nafni ættu stuðn­ings­menn Sam­fylk­ing­ar­innar að vera orðnir van­ir, enda er opin­bert heiti flokks­ins „Sam­fylk­ingin – jafn­að­ar­manna­flokkur Íslands“.

Sam­fylk­ingin var stofnuð árið 2000 úr kosn­inga­banda­lagi vinstri flokk­anna í Alþing­is­kosn­ing­unum 1999. Talað var um sam­ein­ingu vinstri vængs stjórn­mál­anna þegar fjórum flokkum – Alþýðu­banda­lag­inu, Alþýðu­flokkn­um, Þjóð­vaka og Kvenna­lista – var steypt saman í einn. Sam­ein­ingin tókst hins vegar ekki alveg því Vinstri hreyf­ingin - grænt fram­boð var stofnuð á sama tíma vegna hug­mynda­á­grein­ings milli fylk­inga í Alþýðu­banda­lag­inu.

Fylgi Sam­fylk­ing­ar­innar hefur auk­ist lít­il­lega eftir kosn­­ing­ar 2016, ef marka má skoð­ana­kann­­anir und­an­farna mán­uði. Í síð­­asta Þjóð­­ar­púlsi Gallup mæld­ist hann í 9,2% og í síð­­­ustu könnun MMR mæld­ist hann í 10,6%.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent