Leggur til miklar áherslubreytingar í utanríkismálum

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna vill draga saman seglin völdum málaflokkum utanríkisstefnunni.

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í heimsókn í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu.
Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í heimsókn í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu.
Auglýsing

Rex Tiller­son, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, hefur lagt til við banda­ríska þingið að ráð­gjafa­stöður í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu um lofts­lags­mál og mál­efni Sýr­lands verið lagðar nið­ur.

Sam­tals eru það 36 stöður í utan­rík­is­þjón­ust­unni sem sér­hæfðu sig meðal ann­ars í mál­efnum lofts­lags, múslima og Sýr­lands sem stofnað var til með lögum og ráð­herr­ann vill að lagðar verði af.

Frá þessu er greint á vef banda­ríska tíma­rits­ins For­eign Policy.

Auglýsing

Tiller­son óskar eftir laga­breyt­ingum í bréfi sem hann sendi Bob Cor­ker, for­manni utan­rík­is­mála­nefndar Öld­unga­deildar banda­ríska þings­ins. Í bréf­inu lýsir ráð­herr­ann áhyggjum sínum af því að nærri 70 sér­hæfðar stöður hafi verið lagðar niður á síð­ustu ára­tug­um; Stöður sem snertu mál­efni frið­ar­um­leit­ana í Írlandi og stjórn­mála­tengsl við Búrma.

Til­lögur Tiller­son þykja marka nokkuð miklar áherslu­breyt­ingar á utan­rík­is­stefnu Banda­ríkj­anna. „Ég hef kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að breyt­ing­ar­til­lög­urnar muni vera banda­rískum örygg­is­hags­munum til bóta og hjálpa til við að vega á móti áhrifum óvinum og sam­keppn­is­að­ilum Banda­ríkj­anna,“ skrifar Tiller­son í erindi sínu til Cor­ker.

Þessar breyt­ingar eru í takt við það sem for­set­inn og ráða­menn í stjórn Don­alds Trump hafa sagt. Til­lög­urnar end­ur­spegla breyttar áherslur rík­is­stjórnar sem vill draga saman seglin í utan­rík­is­málum Banda­ríkj­anna og flytja meira af almannafé til hers­ins.

Þær stöður sem stjórn­völd vilja að felldar verði niður eru ráð­gjafar um rétt­indi fatl­aðra, um frið­ar­um­leit­anir í Afr­íku og um lokun fang­els­is­ins í Guant­anamo Bay á Kúbu. Þá er lagt til að staða sér­staks sendi­full­trúa gagn­vart sam­fé­lögum múslima verði felld niður auk sendi­nefndar gagn­vart Islömsku sam­starfs­stofn­un­inni.

Þær stöður sem ekki er lagt til að lagðar verði niður eru til dæmis sendi­nefnd gagn­vart frið­ar­um­leit­unum milli Ísr­ael og Palest­ínu, full­trúi Banda­ríkj­anna um stefnu vegna Norð­ur­-Kóreu, full­trúi for­set­ans í upp­bygg­ingu hern­að­ar­banda­lags gegn Islamska rík­inu og staða sér­staks full­trúa vegna versl­unar og við­skipta.

Þá er ekki lagt til að stöður sendi­nefnda um trú­frelsi, rétt­indi LGBT-­fólks, stríðs­glæpi, gyð­inga­hatur og banda­ríska fanga verði felldar nið­ur.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent