Júlíus Vífill til rannsóknar vegna stórfelldra skattsvika og peningaþvættis

Héraðssaksóknari vill taka skýrslu af Sigurði G. Guðjónssyni sem má þess vegna ekki vera verjandi Júlíusar Vífils.

Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík.
Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík.
Auglýsing

Júl­íus Víf­ill Ingv­ars­son, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, er grun­aður um stór­felld skatt­svik og pen­inga­þvætti. Hann er til rann­sóknar hjá emb­ætti Hér­aðs­sak­sókn­ara vegna þessa. RÚV greinir frá þessu á vef sínum í dag.

Mál Júl­í­usar Víf­ils komst til umfjöll­unar eftir að gögn úr Panama­skjöl­unum svoköll­uðu var lekið til fjöl­miðla vorið 2016. Skatt­rann­sókn­ar­stjóri kærði Júl­íus Vífil í byrjun árs 2017 á þeim grund­velli að Júl­íus Víf­ill hafi ekki gert grein fyrir fjár­munum sínum sem hann átti erlendis á árunum 2010 til 2015.

Systk­ini Júl­í­usar og erf­ingjar for­eldra hans hafa sakað hann og bróður hans um að komið ætt­ar­auð for­eldra þeirra undan og geymt hann á aflands­reikn­ing­um. Þær upp­hæðir hlaupa lík­lega á mörg hund­ruð millj­ónum króna, sam­kvæmt umfjöllun Kast­ljóss.

Auglýsing

Sig­urði G. Guð­jóns­syni, lög­manni hefur verið bannað í Hæsta­rétti að vera verj­andi Júl­í­usar Víf­ils í mál­inu því Hér­aðs­sak­sókn­ari hygg­ist kalla Sig­urð til skýrslu­töku. Sak­sókn­ar­inn úti­lokar heldur ekki að Sig­urður fái stöðu sak­born­ings í mál­inu.

Þeir Sig­urður og Júl­íus heyr­ast ræða fjár­mun­ina á sátta­fundi nokk­urra deilu­að­il­anna á hljóð­upp­töku sem send var nafn­laust inn á borð Skatt­rann­sókn­ar­stjóra. Upp­takan er ástæða þess að Hér­aðs­sak­sókn­ari vill taka skýrslu af Sig­urði.

Júl­íus Víf­ill og Sig­urður vildu ekki tjá sig við frétta­stofu RÚV.

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent