Júlíus Vífill til rannsóknar vegna stórfelldra skattsvika og peningaþvættis

Héraðssaksóknari vill taka skýrslu af Sigurði G. Guðjónssyni sem má þess vegna ekki vera verjandi Júlíusar Vífils.

Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík.
Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík.
Auglýsing

Júl­íus Víf­ill Ingv­ars­son, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, er grun­aður um stór­felld skatt­svik og pen­inga­þvætti. Hann er til rann­sóknar hjá emb­ætti Hér­aðs­sak­sókn­ara vegna þessa. RÚV greinir frá þessu á vef sínum í dag.

Mál Júl­í­usar Víf­ils komst til umfjöll­unar eftir að gögn úr Panama­skjöl­unum svoköll­uðu var lekið til fjöl­miðla vorið 2016. Skatt­rann­sókn­ar­stjóri kærði Júl­íus Vífil í byrjun árs 2017 á þeim grund­velli að Júl­íus Víf­ill hafi ekki gert grein fyrir fjár­munum sínum sem hann átti erlendis á árunum 2010 til 2015.

Systk­ini Júl­í­usar og erf­ingjar for­eldra hans hafa sakað hann og bróður hans um að komið ætt­ar­auð for­eldra þeirra undan og geymt hann á aflands­reikn­ing­um. Þær upp­hæðir hlaupa lík­lega á mörg hund­ruð millj­ónum króna, sam­kvæmt umfjöllun Kast­ljóss.

Auglýsing

Sig­urði G. Guð­jóns­syni, lög­manni hefur verið bannað í Hæsta­rétti að vera verj­andi Júl­í­usar Víf­ils í mál­inu því Hér­aðs­sak­sókn­ari hygg­ist kalla Sig­urð til skýrslu­töku. Sak­sókn­ar­inn úti­lokar heldur ekki að Sig­urður fái stöðu sak­born­ings í mál­inu.

Þeir Sig­urður og Júl­íus heyr­ast ræða fjár­mun­ina á sátta­fundi nokk­urra deilu­að­il­anna á hljóð­upp­töku sem send var nafn­laust inn á borð Skatt­rann­sókn­ar­stjóra. Upp­takan er ástæða þess að Hér­aðs­sak­sókn­ari vill taka skýrslu af Sig­urði.

Júl­íus Víf­ill og Sig­urður vildu ekki tjá sig við frétta­stofu RÚV.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent