Kreml vill konu gegn Pútín 2018

Kvenkyns frambjóðandi gegn Vladimír Pútín á að auka áhuga á rússnesku forsetakosningunum 2018. Pútín á samt sem áður að vinna.

Natalya Poklonskaya var saksóknari á Krímskaga áður en hún var kjörin á þing í Rússlandi. Hún hlaut internetfrægð eftir blaðamannafund sem hún hélt 2014 eftir að Rússland hafði innlimað Krímskaga. Á fundinum lýsti hún yfir hollustu sinni við Rússland.
Natalya Poklonskaya var saksóknari á Krímskaga áður en hún var kjörin á þing í Rússlandi. Hún hlaut internetfrægð eftir blaðamannafund sem hún hélt 2014 eftir að Rússland hafði innlimað Krímskaga. Á fundinum lýsti hún yfir hollustu sinni við Rússland.
Auglýsing

Vald­hafar í Moskvu eru sagðir íhuga að stilla kven­kyns fram­bjóð­anda upp gegn Vla­dimír Pútín, sitj­andi for­seta Rúss­lands, í for­seta­kosn­ing­unum á næsta ári. Þetta hafa rúss­neskir fjöl­miðlar eftir emb­ætt­is­mönnum á skrif­stofu for­set­ans.

Opin­ber afstaða Kremlar er hins vegar að þar hafi ekki verið rætt að kona taki þátt í kosn­ing­un­um. Frá þessu er greint á vef The Moscow Times.

Und­ir­bún­ingur for­seta­kosn­ing­anna er nú í fullum gangi, jafn­vel þó Vla­dimír Pútín hafi ekki sagt af eða á um hvort hann ætli að gefa kost á sér á nýjan leik. Allir búast þó við að hann ákveði að fara í fram­boð og að hann vinni með miklum mun.

Kjarn­inn greindi frá því í sumar að Pútin hafi farið í veiði­ferð með félögum sínum til Síberíu og spókað sig um ber að ofan. Var það talið vera upp­haf kosn­inga­bar­átt­unnar og til þess að und­ir­strika krafta­kallaí­mynd Pútíns með rúss­nesku þjóð­ar­inn­ar.

Vladimír Pútín hefur ekki gert upp hug sinn og þess vegna hefur hann ekki tilkynnt um forsetaframboð á næsta ári.

Ef Pútín ákveður að gefa kost á sér er talið lík­­­legt að fram­­boð hans verði sjálf­­stætt, þe. ekki undir merkjum Sam­ein­aðs Rús­s­lands, stjórn­­­mála­­flokks­ins sem stjórnar bæði fram­­kvæmda­­valdi og lög­­gjaf­­ar­­valdi í Rús­s­landi. Sjálf­­stætt fram­­boð muni hjálpa hinum vin­­sæla leið­­toga í for­­seta­­kjör­inu.

Kven­kyns fram­bjóð­andi eykur áhuga

Stjórn­völd Moskvu eru sögð róa að því öllum árum að slá kosn­inga­þátt­töku­met í Rúss­landi í for­seta­kosn­ing­unum 2018. Búið er að ákveða hverjir fá að ekki að taka þátt í kjör­inu og verið að stilla upp fram­bjóð­end­um. Ítök rúss­neskra stjórn­valda eru mik­il.

Til þess að auka áhuga á kosn­ing­unum er ráð­gert að ein kona fái að bjóða sig fram. Kven­kyns fram­bjóð­andi mun hafa mikil áhrif á kosn­ing­arnar og hjálpa til við að gera umfjöll­un­ar­efni kosn­inga­bar­átt­unnar fjöl­breytt­ari. Nokkrar konur hafa verið nefndar sem fram­bæri­legir kostir í þessum efn­um.

Auglýsing

Nata­lya Poklonskaya er ein þeirra. Hún er þing­kona fyrir Krím­skaga í Dúmunni, þjóð­þingi Rúss­lands. Hún er talin geta leikið af fingrum fram í kosn­inga­bar­átt­unni og getur boðið fram óháð stjórn­mála­flokk­um. Yel­ena Mizul­ina er önnur sem nefnd hefur ver­ið. Mizul­ina situr í Sam­bands­rík­is­ráði Rúss­lands.

Það er þó ekki hættu­laust fyrir Pútín að tefla fram kven­kyns mót­fram­bjóð­anda í kosn­ingum sem hann vill vinna með miklum mun. Kon­stantin Kalachyov, rúss­neskur stjórn­mála­fræð­ing­ur, sem rætt er við í The Moscow Times telur það hættu­legan draum enda eru konur helstu kjós­endur Pútíns. Aðrir stjórn­mála­fræð­ingar sem rætt er við segja kven­kyns fram­bjóð­anda geta sefað pirr­ing og þreytu gagn­vart sömu gömlu karl­kyns and­lit­unum í kosn­ing­un­um.

Ein þeirra sem álitin er góður fram­bjóð­andi gegn Pútín er blaða­konan Ksenia Sobchak. Henni er lýst sem full­komnum mót­fram­bjóð­anda gegn Pútín. Hún er sögð vera rúss­nesk fyr­ir­mynd­ar­kona – snjöll, ung og áhuga­verð nútíma­kona. Þó er óvíst hvort hún vilji yfir höfuð taka þátt. Hún skrif­aði á Instagram-­síðu sína á föstu­dag: Ég veit ekki hver talar um hvað í hærri stigum valds­ins, en ég hef fylgst með stjórn­mála­lands­lag­inu í langan tíma. Ég hef aðeins eina sjúk­dóms­grein­ingu: Stjórn­málin ykkar í dag, herra­menn, eru dap­ur­leg hrúga af rugli.“

Tvær konur hafa boðið sig fram til for­seta í Rúss­landi á síð­ustu 20 árum. Ella Pamfilova fékk eitt pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum árið 2000 þegar Pútín var kjör­inn í fyrsta sinn. Irina Khakamada fékk svo tæp­lega fjögur pró­sent í kosn­ing­unum 2004 þegar Pútín vann í annað sinn.

Pútín mun eflaust vinna með miklum mun í forsetakosningunum ef hann gefur kost á sér. Þannig hefur það alltaf verið þegar hann hefur verið í kjöri.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tap TM á þriðja ársfjórðungi nam 251 milljón króna
TM tapaði 251 millj­ón krón­a á þriðja árs­fjórðungi þessa árs. Forstjórinn segir að tapið megi að öllu leyti rekja til fjárfestingastarfsemi.
Kjarninn 23. október 2019
Sigurgeir Finnsson
Leikhús fáránleikans: Um opinn aðgang og útgáfu fræðigreina
Kjarninn 23. október 2019
Rusl og blautþurrkur í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Mikið magn af rusli og blautklútum í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Umhverfisstofnun minnir fólk enn og aftur á að henda ekki öðru en pappír í klósettin.
Kjarninn 23. október 2019
Már Guðmundsson
Fjárfestingarleiðin og peningaþvætti
Kjarninn 23. október 2019
Vilhjálmur Birgisson, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness.
Hafna ásökunum Vilhjálms um að Landsvirkjun sé að „slátra“ Elkem
Landvirkjun hafnar því að sýna stóriðjufyrirtækjum óbilgirni með því að selja raforku á hærra verði til þeirra en áður. Vilhjálmur Birgisson vill að Landsvirkjun dragi úr arðsemi sinni til að bæta rekstrarskilyrði Elkem og Norðuráls á Grundartanga.
Kjarninn 23. október 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Helmingur þjóðar hefur litlar áhyggjur af orkupakkanum
Mun fleiri Íslendingar hafa litlar eða engar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakka ESB á hagsmuni þjóðarinnar en þeir sem áhyggjur hafa. Miðflokkurinn sker sig úr en 90 prósent stuðningsmanna flokksins hafa áhyggjur af áhrifum orkupakkans.
Kjarninn 23. október 2019
Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Bréf í Iceland Seafood skráð á markað á þriðjudag
Iceland Seafood verður tuttugasta félagið á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þegar bréf í félaginu verða tekin til viðskipta eftir helgi.
Kjarninn 23. október 2019
Dagur Hjartarson
Samtök atvinnu, lífs og dauða
Kjarninn 23. október 2019
Meira úr sama flokkiErlent