Kreml vill konu gegn Pútín 2018

Kvenkyns frambjóðandi gegn Vladimír Pútín á að auka áhuga á rússnesku forsetakosningunum 2018. Pútín á samt sem áður að vinna.

Natalya Poklonskaya var saksóknari á Krímskaga áður en hún var kjörin á þing í Rússlandi. Hún hlaut internetfrægð eftir blaðamannafund sem hún hélt 2014 eftir að Rússland hafði innlimað Krímskaga. Á fundinum lýsti hún yfir hollustu sinni við Rússland.
Natalya Poklonskaya var saksóknari á Krímskaga áður en hún var kjörin á þing í Rússlandi. Hún hlaut internetfrægð eftir blaðamannafund sem hún hélt 2014 eftir að Rússland hafði innlimað Krímskaga. Á fundinum lýsti hún yfir hollustu sinni við Rússland.
Auglýsing

Vald­hafar í Moskvu eru sagðir íhuga að stilla kven­kyns fram­bjóð­anda upp gegn Vla­dimír Pútín, sitj­andi for­seta Rúss­lands, í for­seta­kosn­ing­unum á næsta ári. Þetta hafa rúss­neskir fjöl­miðlar eftir emb­ætt­is­mönnum á skrif­stofu for­set­ans.

Opin­ber afstaða Kremlar er hins vegar að þar hafi ekki verið rætt að kona taki þátt í kosn­ing­un­um. Frá þessu er greint á vef The Moscow Times.

Und­ir­bún­ingur for­seta­kosn­ing­anna er nú í fullum gangi, jafn­vel þó Vla­dimír Pútín hafi ekki sagt af eða á um hvort hann ætli að gefa kost á sér á nýjan leik. Allir búast þó við að hann ákveði að fara í fram­boð og að hann vinni með miklum mun.

Kjarn­inn greindi frá því í sumar að Pútin hafi farið í veiði­ferð með félögum sínum til Síberíu og spókað sig um ber að ofan. Var það talið vera upp­haf kosn­inga­bar­átt­unnar og til þess að und­ir­strika krafta­kallaí­mynd Pútíns með rúss­nesku þjóð­ar­inn­ar.

Vladimír Pútín hefur ekki gert upp hug sinn og þess vegna hefur hann ekki tilkynnt um forsetaframboð á næsta ári.

Ef Pútín ákveður að gefa kost á sér er talið lík­­­legt að fram­­boð hans verði sjálf­­stætt, þe. ekki undir merkjum Sam­ein­aðs Rús­s­lands, stjórn­­­mála­­flokks­ins sem stjórnar bæði fram­­kvæmda­­valdi og lög­­gjaf­­ar­­valdi í Rús­s­landi. Sjálf­­stætt fram­­boð muni hjálpa hinum vin­­sæla leið­­toga í for­­seta­­kjör­inu.

Kven­kyns fram­bjóð­andi eykur áhuga

Stjórn­völd Moskvu eru sögð róa að því öllum árum að slá kosn­inga­þátt­töku­met í Rúss­landi í for­seta­kosn­ing­unum 2018. Búið er að ákveða hverjir fá að ekki að taka þátt í kjör­inu og verið að stilla upp fram­bjóð­end­um. Ítök rúss­neskra stjórn­valda eru mik­il.

Til þess að auka áhuga á kosn­ing­unum er ráð­gert að ein kona fái að bjóða sig fram. Kven­kyns fram­bjóð­andi mun hafa mikil áhrif á kosn­ing­arnar og hjálpa til við að gera umfjöll­un­ar­efni kosn­inga­bar­átt­unnar fjöl­breytt­ari. Nokkrar konur hafa verið nefndar sem fram­bæri­legir kostir í þessum efn­um.

Auglýsing

Nata­lya Poklonskaya er ein þeirra. Hún er þing­kona fyrir Krím­skaga í Dúmunni, þjóð­þingi Rúss­lands. Hún er talin geta leikið af fingrum fram í kosn­inga­bar­átt­unni og getur boðið fram óháð stjórn­mála­flokk­um. Yel­ena Mizul­ina er önnur sem nefnd hefur ver­ið. Mizul­ina situr í Sam­bands­rík­is­ráði Rúss­lands.

Það er þó ekki hættu­laust fyrir Pútín að tefla fram kven­kyns mót­fram­bjóð­anda í kosn­ingum sem hann vill vinna með miklum mun. Kon­stantin Kalachyov, rúss­neskur stjórn­mála­fræð­ing­ur, sem rætt er við í The Moscow Times telur það hættu­legan draum enda eru konur helstu kjós­endur Pútíns. Aðrir stjórn­mála­fræð­ingar sem rætt er við segja kven­kyns fram­bjóð­anda geta sefað pirr­ing og þreytu gagn­vart sömu gömlu karl­kyns and­lit­unum í kosn­ing­un­um.

Ein þeirra sem álitin er góður fram­bjóð­andi gegn Pútín er blaða­konan Ksenia Sobchak. Henni er lýst sem full­komnum mót­fram­bjóð­anda gegn Pútín. Hún er sögð vera rúss­nesk fyr­ir­mynd­ar­kona – snjöll, ung og áhuga­verð nútíma­kona. Þó er óvíst hvort hún vilji yfir höfuð taka þátt. Hún skrif­aði á Instagram-­síðu sína á föstu­dag: Ég veit ekki hver talar um hvað í hærri stigum valds­ins, en ég hef fylgst með stjórn­mála­lands­lag­inu í langan tíma. Ég hef aðeins eina sjúk­dóms­grein­ingu: Stjórn­málin ykkar í dag, herra­menn, eru dap­ur­leg hrúga af rugli.“

Tvær konur hafa boðið sig fram til for­seta í Rúss­landi á síð­ustu 20 árum. Ella Pamfilova fékk eitt pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum árið 2000 þegar Pútín var kjör­inn í fyrsta sinn. Irina Khakamada fékk svo tæp­lega fjögur pró­sent í kosn­ing­unum 2004 þegar Pútín vann í annað sinn.

Pútín mun eflaust vinna með miklum mun í forsetakosningunum ef hann gefur kost á sér. Þannig hefur það alltaf verið þegar hann hefur verið í kjöri.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiErlent