Kreml vill konu gegn Pútín 2018

Kvenkyns frambjóðandi gegn Vladimír Pútín á að auka áhuga á rússnesku forsetakosningunum 2018. Pútín á samt sem áður að vinna.

Natalya Poklonskaya var saksóknari á Krímskaga áður en hún var kjörin á þing í Rússlandi. Hún hlaut internetfrægð eftir blaðamannafund sem hún hélt 2014 eftir að Rússland hafði innlimað Krímskaga. Á fundinum lýsti hún yfir hollustu sinni við Rússland.
Natalya Poklonskaya var saksóknari á Krímskaga áður en hún var kjörin á þing í Rússlandi. Hún hlaut internetfrægð eftir blaðamannafund sem hún hélt 2014 eftir að Rússland hafði innlimað Krímskaga. Á fundinum lýsti hún yfir hollustu sinni við Rússland.
Auglýsing

Vald­hafar í Moskvu eru sagðir íhuga að stilla kven­kyns fram­bjóð­anda upp gegn Vla­dimír Pútín, sitj­andi for­seta Rúss­lands, í for­seta­kosn­ing­unum á næsta ári. Þetta hafa rúss­neskir fjöl­miðlar eftir emb­ætt­is­mönnum á skrif­stofu for­set­ans.

Opin­ber afstaða Kremlar er hins vegar að þar hafi ekki verið rætt að kona taki þátt í kosn­ing­un­um. Frá þessu er greint á vef The Moscow Times.

Und­ir­bún­ingur for­seta­kosn­ing­anna er nú í fullum gangi, jafn­vel þó Vla­dimír Pútín hafi ekki sagt af eða á um hvort hann ætli að gefa kost á sér á nýjan leik. Allir búast þó við að hann ákveði að fara í fram­boð og að hann vinni með miklum mun.

Kjarn­inn greindi frá því í sumar að Pútin hafi farið í veiði­ferð með félögum sínum til Síberíu og spókað sig um ber að ofan. Var það talið vera upp­haf kosn­inga­bar­átt­unnar og til þess að und­ir­strika krafta­kallaí­mynd Pútíns með rúss­nesku þjóð­ar­inn­ar.

Vladimír Pútín hefur ekki gert upp hug sinn og þess vegna hefur hann ekki tilkynnt um forsetaframboð á næsta ári.

Ef Pútín ákveður að gefa kost á sér er talið lík­­­legt að fram­­boð hans verði sjálf­­stætt, þe. ekki undir merkjum Sam­ein­aðs Rús­s­lands, stjórn­­­mála­­flokks­ins sem stjórnar bæði fram­­kvæmda­­valdi og lög­­gjaf­­ar­­valdi í Rús­s­landi. Sjálf­­stætt fram­­boð muni hjálpa hinum vin­­sæla leið­­toga í for­­seta­­kjör­inu.

Kven­kyns fram­bjóð­andi eykur áhuga

Stjórn­völd Moskvu eru sögð róa að því öllum árum að slá kosn­inga­þátt­töku­met í Rúss­landi í for­seta­kosn­ing­unum 2018. Búið er að ákveða hverjir fá að ekki að taka þátt í kjör­inu og verið að stilla upp fram­bjóð­end­um. Ítök rúss­neskra stjórn­valda eru mik­il.

Til þess að auka áhuga á kosn­ing­unum er ráð­gert að ein kona fái að bjóða sig fram. Kven­kyns fram­bjóð­andi mun hafa mikil áhrif á kosn­ing­arnar og hjálpa til við að gera umfjöll­un­ar­efni kosn­inga­bar­átt­unnar fjöl­breytt­ari. Nokkrar konur hafa verið nefndar sem fram­bæri­legir kostir í þessum efn­um.

Auglýsing

Nata­lya Poklonskaya er ein þeirra. Hún er þing­kona fyrir Krím­skaga í Dúmunni, þjóð­þingi Rúss­lands. Hún er talin geta leikið af fingrum fram í kosn­inga­bar­átt­unni og getur boðið fram óháð stjórn­mála­flokk­um. Yel­ena Mizul­ina er önnur sem nefnd hefur ver­ið. Mizul­ina situr í Sam­bands­rík­is­ráði Rúss­lands.

Það er þó ekki hættu­laust fyrir Pútín að tefla fram kven­kyns mót­fram­bjóð­anda í kosn­ingum sem hann vill vinna með miklum mun. Kon­stantin Kalachyov, rúss­neskur stjórn­mála­fræð­ing­ur, sem rætt er við í The Moscow Times telur það hættu­legan draum enda eru konur helstu kjós­endur Pútíns. Aðrir stjórn­mála­fræð­ingar sem rætt er við segja kven­kyns fram­bjóð­anda geta sefað pirr­ing og þreytu gagn­vart sömu gömlu karl­kyns and­lit­unum í kosn­ing­un­um.

Ein þeirra sem álitin er góður fram­bjóð­andi gegn Pútín er blaða­konan Ksenia Sobchak. Henni er lýst sem full­komnum mót­fram­bjóð­anda gegn Pútín. Hún er sögð vera rúss­nesk fyr­ir­mynd­ar­kona – snjöll, ung og áhuga­verð nútíma­kona. Þó er óvíst hvort hún vilji yfir höfuð taka þátt. Hún skrif­aði á Instagram-­síðu sína á föstu­dag: Ég veit ekki hver talar um hvað í hærri stigum valds­ins, en ég hef fylgst með stjórn­mála­lands­lag­inu í langan tíma. Ég hef aðeins eina sjúk­dóms­grein­ingu: Stjórn­málin ykkar í dag, herra­menn, eru dap­ur­leg hrúga af rugli.“

Tvær konur hafa boðið sig fram til for­seta í Rúss­landi á síð­ustu 20 árum. Ella Pamfilova fékk eitt pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum árið 2000 þegar Pútín var kjör­inn í fyrsta sinn. Irina Khakamada fékk svo tæp­lega fjögur pró­sent í kosn­ing­unum 2004 þegar Pútín vann í annað sinn.

Pútín mun eflaust vinna með miklum mun í forsetakosningunum ef hann gefur kost á sér. Þannig hefur það alltaf verið þegar hann hefur verið í kjöri.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiErlent