Suður-Kórea með stórskotaæfingu á Japanshafi

Spennan magnast enn á Kóreuskaga. Bandaríkin krefjast þess að Sameinuðu þjóðirnar leiði þvingunaraðgerðir.

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, skælbrosandi í skoðunarferð.
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, skælbrosandi í skoðunarferð.
Auglýsing

Her Suð­ur­-Kóreu, sem nýtur mik­ils stuðn­ings Banda­ríkj­anna, er nú með stóra her­æf­ingu á Jap­an­hafi þar sem flug­skeytum er skotið af her­skipum og skot­pöll­um. Stjórn­völd segja her lands­ins í við­bragðs­stöðu ef til átaka kem­ur, en spennan á Kóregu­skaga er nú mik­il.

Neyð­ar­ráð Suð­ur­-Kóreu hefur nú þegar kraf­ist þess að Norð­ur­-Kórea verði beitt strang­ari þving­unum til að draga úr hern­að­ar­mæti.

Nú þegar hefur Norð­ur­-Kórea fram­kvæmt sex til­raunir með kjarn­orku­vopn. Sú síð­asta fór fram í síð­ustu viku þar sem kjarn­orku­sprengja var sprengd, og skap­aði hún jarð­skjálfta upp á 6,3. Hann fannst vel í Suð­ur­-Kóreu og einnig í Kína.

Auglýsing

Í umfjöllun New York Times segir að Kim Jong Un, leið­togi Norð­ur­-Kóreu, sé að „biðja um stríð“ og er þar vitnað til emb­ætt­is­manna í Hvíta hús­inu. Banda­rísk stjórn­völd vilja að Sam­ein­uðu þjóð­irnir stýri ferð­inni, sam­kvæmt umfjöllun New York Times.

Nikki R. Haley, sendi­herra Banda­ríkj­anna gagn­vart Sam­ein­uðu þjóð­un­um, hefur ítrekað þá afstöðu Banda­ríkj­anna að nú þýði ekk­ert að láta frá sér orðin tóm. Aðgerð­ir, sem dragi úr spenn­unni á Kóreu­skaga, séu nauð­syn­legar og taf­ar­laust þurfi Norð­ur­-Kórea að hætti öllum hern­að­ar­um­svif­um. 

Ekk­ert bendir til þess að stjórn­völd í Norð­ur­-Kóreu ætli sér að hætta til­raunum með flug­skeyti eða kjarn­orku­vopn. Don­ald Trump, Banda­ríkja­for­seti, hefur varað Norð­ur­-Kóreu við því að halda áfram til­raunum sínum og segir að Banda­ríkja­her sé til­bú­inn að beita her­valdi til að verja banda­menn sína, og muni þá beita yfir­burðum sínum af fullum þunga.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent