Lofar „fleiri gjöfum“ til Bandaríkjanna frá Norður-Kóreu

Kim Jong-un segir að Norður-Kórea muni ekki láta af tilraunum með kjarnorkuvopn.

north-korea-defence_19897446071_o.jpg
Auglýsing

Han Tae Song, full­trúi Norð­ur­-Kóreu hjá Sam­ein­uðu þjóð­un­um, segir að Norð­ur­-Kórea muni halda áfram að senda Banda­ríkj­unum „gjafir“, en í við­tali við Reuters fagnar hann árangri kjarn­orku­vopna­til­rauna Norð­ur­-Kóreu. 

Hann segir að stjórn­völd séu ánægð með þróun mála, og að til­raun­irnar séu í sjálfs­varn­ar­skyni og bein­ist ein­ungis að Banda­ríkj­un­um. 

Örygg­is­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna hefur þegar for­dæmt til­raunir Norð­ur­-Kóreu, og kraf­ist þess að þjóðir heims­ins taki höndum saman í þving­un­ar­að­gerð­um. Vladímir Pútín, for­seti Rúss­lands, segir efna­hags­legar þving­anir engu breyta fyrir Norð­ur­-Kóreu. Ræða þurfi um frið­samar lausnir á póli­tískum for­send­um. 

Auglýsing

Stjórn­völd í nágranna­ríkjum Norð­ur­-Kóreu, Suð­ur­-Kóreu og Jap­an, segja að þol­in­mæðin sé búin, og að alþjóða­sam­fé­lagið þurfi að taka hætt­una af mögu­legri árás Norð­ur­-Kóreu alvar­lega. Nú þegar hafa flug­skeyti flogið fyrir jap­anskt land, og fóru meðal ann­ars við­var­anaflautur í gangi á því svæð­i. 

Flugskeytatilraunir Norður-Kóreu hafa valdið mikilli spennu á Kóreuskaga.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti segir að Banda­ríkin ætli sér að hætta við­skiptum við allar þjóðir sem stundi við­skipti við Norð­ur­-Kóreu. Þau ummæli duga skammt, enda við­skipta­sam­band Banda­ríkj­anna við helsta við­skipta­banda­mann Norð­ur­-Kóreu, Kína, bæði umfangs­mikið og ómögu­legt að rekja það upp.

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent