Jarðskjálfti sem mældist 8 stig á Richter-kvarða reið yfir Suður-Mexíkó í nótt. Íbúar fundu vel fyrir honum, meðal annars í Mexíkóborg.
Upptök skjálftans voru á hafsbotni, um 120 km suðvestur af bænum Tres Picos í Chiapas-ríki. Gefin hefur verið út flóðbylgjuviðvörun vegna skjálftans.
Vitað er um að tveir eru látnir en óttast er að sú tala eigi eftir að hækka en meira enda stutt liðið frá skjálftanum, og alveg búist við fleiri jarðskjálftum.
Yfirvöld í Mexíkó segja, að því er fram kemur á vef BBC, að ölduhæð geti orðið um þrír metar í flóðbylgju, en óvíst er þó hvar hún mun koma að og hvernig.
Yfirvöld í Mexíkó er einnig á varðbergi vegna fellibylsins Katiu sem nú sækir í sig veðrið, en hann hefur ekki náð hæsta styrk ennþá. Búist er við því að hann geti valdið miklu eignatjóni á austurströnd landsins.
Þá eru dauðsföll orðin 14 vegna fellibylsins Irmu sem mjakast nú í norðvestur, milli Haítí og Karíbahafseyjanna Turks og Caicos. Talið er að hann muni skella á Miami um helgina, en veðurofsinn sem fylgir fellibylnum er fáheyrður.