Ríkisstjórn Ernu Solberg heldur velli

Verkmannaflokkurinn í Noregi fékk sína verstu útkomu í þingkosningum í sextán ár.

Erna Solberg forsætisráðherra Noregur
Auglýsing

Rík­is­stjórn Ernu Sol­berg, for­sæt­is­ráð­herra Nor­egs, fékk 89 þing­menn kjörna í þing­kosn­ing­unum í Nor­egi en minni­hlut­inn 80 miðað stöð­una þegar 95 pró­sent atkvæða hvað verið tal­in, sam­kvæmt vef norska rík­is­út­varps­ins NRK. Mikil spenna var í aðdrag­anda kosn­inga enda sýndu kann­anir að mjótt var á mun­um.

Kjör­tíma­bilið í Nor­egi er fjögur ár og eru kosnir 169 full­trúar til að sitja á norska Stór­þing­in­u. 

Átta flokkar eiga full­trúa á frá­far­andi þingi. Minni­hluta­stjórn Hægri-­flokks­ins og Fram­fara­flokks­ins hefur setið í Nor­egi und­an­farin fjögur ár, með stuðn­ingi Kristi­lega þjóð­ar­flokks­ins og miðju­flokks­ins Ven­stre. 

Auglýsing

Erna Sol­berg, leið­togi Hægri flokks­ins, hefur gegnt emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra.

Nið­ur­staðan þykir mikið áfall fyrir Jonas Gahr Støre, for­mann Verka­manna­flokks­ins, og eru þegar farnar að heyr­ast raddir um að hans póli­tíski fer­ill sé á leið­ar­enda kom­inn, að því er fram kemur á vef NRK. 

Verka­manna­flokk­ur­inn fékk 27,4 pró­sent atkvæða, en það er lækkun um 3,4 pró­sentur frá síð­ustu kosn­ing­um. Sam­tals missir flokk­ur­inn sex þing­menn, frá síð­ustu kosn­ing­um. Þrátt fyrir að vera enn stærsti flokkur Nor­egs þá er útkoman áfall fyrir flokk­inn, og vinstri væng norskra stjórn­mála.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent