#dómsmál

Vinir vottuðu góða hegðun Robert Downey

Þrír vinir Roberts Downey, sem hlaut dóm fyrir að níðast á börnum en fékk síðan uppreista æru, vottuðu góða hegðun hans í umsóknarferlinu.

Þrír vinir Roberts Dow­ney, sem hlaut dóm fyrir að níð­ast á börn­um, vott­uðu góða hegðun hans í umsókn­ar­ferli hans fyrir því að fá upp­reist æru. 

Þetta kemur fram í gögnum sem birt hafa verið á vef Dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins, en áður hafði ráðu­neytið neitað fjöl­miðlum um aðgang að því. Frétta­stofa RÚV kærði málið til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál, og nið­ur­staðan var sú að gögnin ætti að birta og var það gert á fimmta tím­anum í dag. 

Menn­irnir þrír eru Hall­dór Ein­ars­son atvinnu­rek­andi, Viðar Marel Jóhanns­son kenn­ari og Gautur Elvar Gunn­ars­son lög­fræð­ingur og full­trúi hjá sýslu­manni. Hall­dór og Viðar Marel hafa þekkt Robert ára­tugum sam­an, sam­kvæmt umsögn­un­um.

Auglýsing

Hall­dór segir í umsögn sinni að hann hafi þekkt Róbert Árna frá barn­æsku og geti með góðri sam­visku full­yrt að Róbert Árni hafi „hegðað sér óað­finn­an­lega í lífi og starfi frá því, að hann kom úr fang­elsi“. Hann segir traust og trúnað ríkja í þeirra vin­áttu.

Viðar Marel segir í sinni umsögn að hann viti að það sem hann var dæmdur fyrir muni ekki end­ur­taka sig. „Ég veit, að mann­kostir hans munu reyn­ast honum vel, og að það, sem hann var dæmdur fyr­ir, mun ekki end­ur­taka sig,“ segir Viðar í umsögn sinni.

Gautur Elvar seg­ist hafa þekkt Róbert Árna um langa hríð, af góðu einu bæði per­sónu­lega og í starfi. Hann mælir með því að Robert fái upp­reisn æru og telur hann verð­ugan til þess. Hann segir hegðun Roberts hafa verið „óað­finn­an­lega“ frá því hann lauk afplán­un.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Meira úr sama flokkiInnlent