Vinir vottuðu góða hegðun Robert Downey

Þrír vinir Roberts Downey, sem hlaut dóm fyrir að níðast á börnum en fékk síðan uppreista æru, vottuðu góða hegðun hans í umsóknarferlinu.

Hæstiréttur
Auglýsing

Þrír vinir Roberts Dow­ney, sem hlaut dóm fyrir að níð­ast á börn­um, vott­uðu góða hegðun hans í umsókn­ar­ferli hans fyrir því að fá upp­reist æru. 

Þetta kemur fram í gögnum sem birt hafa verið á vef Dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins, en áður hafði ráðu­neytið neitað fjöl­miðlum um aðgang að því. Frétta­stofa RÚV kærði málið til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál, og nið­ur­staðan var sú að gögnin ætti að birta og var það gert á fimmta tím­anum í dag. 

Menn­irnir þrír eru Hall­dór Ein­ars­son atvinnu­rek­andi, Viðar Marel Jóhanns­son kenn­ari og Gautur Elvar Gunn­ars­son lög­fræð­ingur og full­trúi hjá sýslu­manni. Hall­dór og Viðar Marel hafa þekkt Robert ára­tugum sam­an, sam­kvæmt umsögn­un­um.

Auglýsing

Hall­dór segir í umsögn sinni að hann hafi þekkt Róbert Árna frá barn­æsku og geti með góðri sam­visku full­yrt að Róbert Árni hafi „hegðað sér óað­finn­an­lega í lífi og starfi frá því, að hann kom úr fang­elsi“. Hann segir traust og trúnað ríkja í þeirra vin­áttu.

Viðar Marel segir í sinni umsögn að hann viti að það sem hann var dæmdur fyrir muni ekki end­ur­taka sig. „Ég veit, að mann­kostir hans munu reyn­ast honum vel, og að það, sem hann var dæmdur fyr­ir, mun ekki end­ur­taka sig,“ segir Viðar í umsögn sinni.

Gautur Elvar seg­ist hafa þekkt Róbert Árna um langa hríð, af góðu einu bæði per­sónu­lega og í starfi. Hann mælir með því að Robert fái upp­reisn æru og telur hann verð­ugan til þess. Hann segir hegðun Roberts hafa verið „óað­finn­an­lega“ frá því hann lauk afplán­un.

Meira úr sama flokkiInnlent