„Brestir í smáflokkakerfinu“ felldu ríkisstjórnina

Forsætisráðherra segir fall ríkisstjórnarinnar hafa orðið með þeim hætti að hann réð ekki við þær. Hann vill ekki starfa í ríkisstjórn þriggja flokka aftur.

Bjarni Benediktsson ræddi við fjölmiðlamenn á Bessastöðum í dag.
Bjarni Benediktsson ræddi við fjölmiðlamenn á Bessastöðum í dag.
Auglýsing

„Þá liggur það fyr­ir. Við munum rjúfa þing 28. októ­ber og senda bolt­ann til kjós­enda,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, þegar hann ávarp­aði full­trúa fjöl­miðla á Bessa­stöðum eftir fund sinn með Guðna Th. Jóhann­essyni, for­seta Íslands, í dag.

Bjarni hafði komið til Bessa­staða til þess að fá sam­þykkta til­lögu um að þing yrði rofið og að gengið yrði til kosn­inga 28. októ­ber næst­kom­andi. Guðni varð við þeirri til­lögu, eins og kom fram á Kjarn­an­um.

Bjarni sagð­ist hafa lagt áherslu á að brugð­ist yrði hratt við þeim aðstæðum sem urðu eftir að Björt fram­tíð sagði sig frá stjórn­ar­sam­starf­inu aðfara­nótt föstu­dags­ins 15. sept­em­ber. Það hafi verið mik­il­vægt til þess að koma aftur á skipu­lagi.

Auglýsing

Hann tók undir orð for­seta Íslanda um að það væri mik­il­vægt að end­ur­nýja traust og festu í íslenskum stjórn­mál­um. Sú staða sem upp væri komin væri „bein­línis fram­hald af þeirri stöðu sem við vorum í eftir kosn­ing­arnar í fyrra“. Eins og kunn­ugt er gekk mjög erf­ið­lega að mynda rík­is­stjórn eftir kosn­ing­arnar í októ­ber 2016. Rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar tók þess vegna ekki við fyrr en 11. jan­úar 2017.

Brestir í smá­flokka­kerf­inu

Spurður um það hvort hann hafi borið ábyrgð á því að svona fór, ver­andi for­sæt­is­ráð­herra í rík­is­stjórn, sagði Bjarni að upp hafi komið aðstæður sem hann réð ekki við. „Brestir í smá­flokka­kerf­inu“ hafi valdið því að Björt fram­tíð sagði sig frá rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu.

„Veik­leiki stjórn­ar­innar var kannski með [rík­is­stjórn­inni] frá upp­hafi á vissan hátt. Það voru erf­ið­leikar frá upp­hafi frá síð­ustu kosn­ing­um.“

„Með því að segja sig frá stjórn­ar­sam­starf­inu verður ákveðið upp­lausn­ar­á­stand sem ég réð ekki við,“ sagði Bjarni. Björt fram­tíð hafi litið þetta mál öðrum augum en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Við­reisn. Það hafi hins vegar ekki orðið til þess að Bjarni hafi ekki faðmað ráð­herra Bjartar fram­tíð­ar, þau Ótt­arr Proppé og Björtu Ólafs­dótt­ur, að skiln­aði. „Lífið heldur áfram,“ sagði Bjarni um það.

Vill bara tveggja flokka stjórn

Bjarni ræddi svo hvaða stjórn­ar­mynstur hann myndi vilja sjá eftir kosn­ing­arn­ar, sem hann vonar að muni veita stjórn­mála­flokkum sterkara umboð til þess að mynda rík­is­stjórn­ir.

„Ég sagði það opin­ber­lega að þriggja flokka stjórnir hafi aldrei haldið út heilt kjör­tíma­bil,“ sagði Bjarni og rifj­aði upp orð sín eftir kosn­ing­arnar í fyrra. Hann hafi hins vegar litið á það sem skyldu sína að reyna að mynda starf­hæfa rík­is­stjórn í erf­iðu ástandi.

„Ég held að eng­inn for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefði látið sér detta það í hug að láta Vinstri græna fá lyklana að fjár­mála­ráðu­neyt­inu. Það gerði ég,“ sagði Bjarni til þess að útskýra hversu alvar­lega hann hafi sinnt skyldu sinni.

Bjarna hugn­ast ekki að taka þátt í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi þriggja flokka á ný. Rík­is­stjórn­ar­sam­starf tveggja sterkra flokka sé mun væn­legra til far­sældar en ann­að. Hann seg­ist þess vegna ætla að kapp­kosta við að mynda slíka stjórn ef það verður hægt eftir kosn­ing­ar.

Lands­fundur eftir kosn­ingar

Áætlað er að halda lands­fund Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyrstu helg­ina í nóv­em­ber, þe. eftir kosn­ing­ar. Mið­stjórn flokks­ins á hins vegar eftir að koma saman og leggj­ast yfir hvort hægt verði að halda lands­fund fyrir kosn­ing­ar.

Bjarni telur það ólík­legt að hægt verði að breyta dag­setn­ingu lands­fund­ar­ins með svo skömmum fyr­ir­vara. Hann við­ur­kennir þó að sú ákvörðun sé ekki hans.

Á land­fundi Sjálf­stæð­is­flokks­ins er for­ysta flokks­ins val­in. Bjarni hefur verið for­maður flokks­ins síðan árið 2009. Sem stendur er eng­inn vara­for­maður í Sjálf­stæð­is­flokkn­um, en Ólöf Nor­dal gengdi því emb­ætti. Hún lést í febr­úar á þessu ári.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent