„Brestir í smáflokkakerfinu“ felldu ríkisstjórnina

Forsætisráðherra segir fall ríkisstjórnarinnar hafa orðið með þeim hætti að hann réð ekki við þær. Hann vill ekki starfa í ríkisstjórn þriggja flokka aftur.

Bjarni Benediktsson ræddi við fjölmiðlamenn á Bessastöðum í dag.
Bjarni Benediktsson ræddi við fjölmiðlamenn á Bessastöðum í dag.
Auglýsing

„Þá liggur það fyr­ir. Við munum rjúfa þing 28. októ­ber og senda bolt­ann til kjós­enda,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, þegar hann ávarp­aði full­trúa fjöl­miðla á Bessa­stöðum eftir fund sinn með Guðna Th. Jóhann­essyni, for­seta Íslands, í dag.

Bjarni hafði komið til Bessa­staða til þess að fá sam­þykkta til­lögu um að þing yrði rofið og að gengið yrði til kosn­inga 28. októ­ber næst­kom­andi. Guðni varð við þeirri til­lögu, eins og kom fram á Kjarn­an­um.

Bjarni sagð­ist hafa lagt áherslu á að brugð­ist yrði hratt við þeim aðstæðum sem urðu eftir að Björt fram­tíð sagði sig frá stjórn­ar­sam­starf­inu aðfara­nótt föstu­dags­ins 15. sept­em­ber. Það hafi verið mik­il­vægt til þess að koma aftur á skipu­lagi.

Auglýsing

Hann tók undir orð for­seta Íslanda um að það væri mik­il­vægt að end­ur­nýja traust og festu í íslenskum stjórn­mál­um. Sú staða sem upp væri komin væri „bein­línis fram­hald af þeirri stöðu sem við vorum í eftir kosn­ing­arnar í fyrra“. Eins og kunn­ugt er gekk mjög erf­ið­lega að mynda rík­is­stjórn eftir kosn­ing­arnar í októ­ber 2016. Rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar tók þess vegna ekki við fyrr en 11. jan­úar 2017.

Brestir í smá­flokka­kerf­inu

Spurður um það hvort hann hafi borið ábyrgð á því að svona fór, ver­andi for­sæt­is­ráð­herra í rík­is­stjórn, sagði Bjarni að upp hafi komið aðstæður sem hann réð ekki við. „Brestir í smá­flokka­kerf­inu“ hafi valdið því að Björt fram­tíð sagði sig frá rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu.

„Veik­leiki stjórn­ar­innar var kannski með [rík­is­stjórn­inni] frá upp­hafi á vissan hátt. Það voru erf­ið­leikar frá upp­hafi frá síð­ustu kosn­ing­um.“

„Með því að segja sig frá stjórn­ar­sam­starf­inu verður ákveðið upp­lausn­ar­á­stand sem ég réð ekki við,“ sagði Bjarni. Björt fram­tíð hafi litið þetta mál öðrum augum en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Við­reisn. Það hafi hins vegar ekki orðið til þess að Bjarni hafi ekki faðmað ráð­herra Bjartar fram­tíð­ar, þau Ótt­arr Proppé og Björtu Ólafs­dótt­ur, að skiln­aði. „Lífið heldur áfram,“ sagði Bjarni um það.

Vill bara tveggja flokka stjórn

Bjarni ræddi svo hvaða stjórn­ar­mynstur hann myndi vilja sjá eftir kosn­ing­arn­ar, sem hann vonar að muni veita stjórn­mála­flokkum sterkara umboð til þess að mynda rík­is­stjórn­ir.

„Ég sagði það opin­ber­lega að þriggja flokka stjórnir hafi aldrei haldið út heilt kjör­tíma­bil,“ sagði Bjarni og rifj­aði upp orð sín eftir kosn­ing­arnar í fyrra. Hann hafi hins vegar litið á það sem skyldu sína að reyna að mynda starf­hæfa rík­is­stjórn í erf­iðu ástandi.

„Ég held að eng­inn for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefði látið sér detta það í hug að láta Vinstri græna fá lyklana að fjár­mála­ráðu­neyt­inu. Það gerði ég,“ sagði Bjarni til þess að útskýra hversu alvar­lega hann hafi sinnt skyldu sinni.

Bjarna hugn­ast ekki að taka þátt í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi þriggja flokka á ný. Rík­is­stjórn­ar­sam­starf tveggja sterkra flokka sé mun væn­legra til far­sældar en ann­að. Hann seg­ist þess vegna ætla að kapp­kosta við að mynda slíka stjórn ef það verður hægt eftir kosn­ing­ar.

Lands­fundur eftir kosn­ingar

Áætlað er að halda lands­fund Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyrstu helg­ina í nóv­em­ber, þe. eftir kosn­ing­ar. Mið­stjórn flokks­ins á hins vegar eftir að koma saman og leggj­ast yfir hvort hægt verði að halda lands­fund fyrir kosn­ing­ar.

Bjarni telur það ólík­legt að hægt verði að breyta dag­setn­ingu lands­fund­ar­ins með svo skömmum fyr­ir­vara. Hann við­ur­kennir þó að sú ákvörðun sé ekki hans.

Á land­fundi Sjálf­stæð­is­flokks­ins er for­ysta flokks­ins val­in. Bjarni hefur verið for­maður flokks­ins síðan árið 2009. Sem stendur er eng­inn vara­for­maður í Sjálf­stæð­is­flokkn­um, en Ólöf Nor­dal gengdi því emb­ætti. Hún lést í febr­úar á þessu ári.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent