„Brestir í smáflokkakerfinu“ felldu ríkisstjórnina

Forsætisráðherra segir fall ríkisstjórnarinnar hafa orðið með þeim hætti að hann réð ekki við þær. Hann vill ekki starfa í ríkisstjórn þriggja flokka aftur.

Bjarni Benediktsson ræddi við fjölmiðlamenn á Bessastöðum í dag.
Bjarni Benediktsson ræddi við fjölmiðlamenn á Bessastöðum í dag.
Auglýsing

„Þá liggur það fyr­ir. Við munum rjúfa þing 28. októ­ber og senda bolt­ann til kjós­enda,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, þegar hann ávarp­aði full­trúa fjöl­miðla á Bessa­stöðum eftir fund sinn með Guðna Th. Jóhann­essyni, for­seta Íslands, í dag.

Bjarni hafði komið til Bessa­staða til þess að fá sam­þykkta til­lögu um að þing yrði rofið og að gengið yrði til kosn­inga 28. októ­ber næst­kom­andi. Guðni varð við þeirri til­lögu, eins og kom fram á Kjarn­an­um.

Bjarni sagð­ist hafa lagt áherslu á að brugð­ist yrði hratt við þeim aðstæðum sem urðu eftir að Björt fram­tíð sagði sig frá stjórn­ar­sam­starf­inu aðfara­nótt föstu­dags­ins 15. sept­em­ber. Það hafi verið mik­il­vægt til þess að koma aftur á skipu­lagi.

Auglýsing

Hann tók undir orð for­seta Íslanda um að það væri mik­il­vægt að end­ur­nýja traust og festu í íslenskum stjórn­mál­um. Sú staða sem upp væri komin væri „bein­línis fram­hald af þeirri stöðu sem við vorum í eftir kosn­ing­arnar í fyrra“. Eins og kunn­ugt er gekk mjög erf­ið­lega að mynda rík­is­stjórn eftir kosn­ing­arnar í októ­ber 2016. Rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar tók þess vegna ekki við fyrr en 11. jan­úar 2017.

Brestir í smá­flokka­kerf­inu

Spurður um það hvort hann hafi borið ábyrgð á því að svona fór, ver­andi for­sæt­is­ráð­herra í rík­is­stjórn, sagði Bjarni að upp hafi komið aðstæður sem hann réð ekki við. „Brestir í smá­flokka­kerf­inu“ hafi valdið því að Björt fram­tíð sagði sig frá rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu.

„Veik­leiki stjórn­ar­innar var kannski með [rík­is­stjórn­inni] frá upp­hafi á vissan hátt. Það voru erf­ið­leikar frá upp­hafi frá síð­ustu kosn­ing­um.“

„Með því að segja sig frá stjórn­ar­sam­starf­inu verður ákveðið upp­lausn­ar­á­stand sem ég réð ekki við,“ sagði Bjarni. Björt fram­tíð hafi litið þetta mál öðrum augum en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Við­reisn. Það hafi hins vegar ekki orðið til þess að Bjarni hafi ekki faðmað ráð­herra Bjartar fram­tíð­ar, þau Ótt­arr Proppé og Björtu Ólafs­dótt­ur, að skiln­aði. „Lífið heldur áfram,“ sagði Bjarni um það.

Vill bara tveggja flokka stjórn

Bjarni ræddi svo hvaða stjórn­ar­mynstur hann myndi vilja sjá eftir kosn­ing­arn­ar, sem hann vonar að muni veita stjórn­mála­flokkum sterkara umboð til þess að mynda rík­is­stjórn­ir.

„Ég sagði það opin­ber­lega að þriggja flokka stjórnir hafi aldrei haldið út heilt kjör­tíma­bil,“ sagði Bjarni og rifj­aði upp orð sín eftir kosn­ing­arnar í fyrra. Hann hafi hins vegar litið á það sem skyldu sína að reyna að mynda starf­hæfa rík­is­stjórn í erf­iðu ástandi.

„Ég held að eng­inn for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefði látið sér detta það í hug að láta Vinstri græna fá lyklana að fjár­mála­ráðu­neyt­inu. Það gerði ég,“ sagði Bjarni til þess að útskýra hversu alvar­lega hann hafi sinnt skyldu sinni.

Bjarna hugn­ast ekki að taka þátt í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi þriggja flokka á ný. Rík­is­stjórn­ar­sam­starf tveggja sterkra flokka sé mun væn­legra til far­sældar en ann­að. Hann seg­ist þess vegna ætla að kapp­kosta við að mynda slíka stjórn ef það verður hægt eftir kosn­ing­ar.

Lands­fundur eftir kosn­ingar

Áætlað er að halda lands­fund Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyrstu helg­ina í nóv­em­ber, þe. eftir kosn­ing­ar. Mið­stjórn flokks­ins á hins vegar eftir að koma saman og leggj­ast yfir hvort hægt verði að halda lands­fund fyrir kosn­ing­ar.

Bjarni telur það ólík­legt að hægt verði að breyta dag­setn­ingu lands­fund­ar­ins með svo skömmum fyr­ir­vara. Hann við­ur­kennir þó að sú ákvörðun sé ekki hans.

Á land­fundi Sjálf­stæð­is­flokks­ins er for­ysta flokks­ins val­in. Bjarni hefur verið for­maður flokks­ins síðan árið 2009. Sem stendur er eng­inn vara­for­maður í Sjálf­stæð­is­flokkn­um, en Ólöf Nor­dal gengdi því emb­ætti. Hún lést í febr­úar á þessu ári.

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent