Guðni samþykkti þingrofstillöguna – kosið verður 28. október

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Þar lagði Bjarni til að þing yrði rofið.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Auglýsing

„Hérna er skjalið sem ég von­ast til að tryggi að við komum aftur röð og reglu á stjórn­málin með hjálp kjós­enda,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og for­sæt­is­ráð­herra, þegar fjöl­miðla­menn spurðu hvað væri í möpp­unni sem hann kom með á fund Guðna Th. Jóhann­es­son­ar, for­seta Íslands, á Bessa­stöðum í dag.

Það kom svo í ljós sem allir vissu: For­sæt­is­ráð­herra óskaði eftir því að for­set­inn myndi sam­þykkja þing­rof, sem Guðni sam­þykkti.

Fundur Guðna og Bjarna tók aðeins tæpar fimmtán mín­útur og að honum loknum ávarp­aði Guðni full­trúa fjöl­miðla. Guðni sagð­ist þar hafa fall­ist á til­lögu for­sæt­is­ráð­herra að þing verði rofið og gengið til kosn­inga 28. októ­ber. Frá þessum degi mega þess vegna aðeins líða 45 dagar þar til kosið verð­ur.

Guðni sagð­ist hafa kannað mögu­leik­ana á því hvort hægt væri að mynda nýja rík­is­stjórn á því þingi sem nú starfar. Eftir sam­töl við for­menn flokk­ana sem eiga sæti á Alþingi á laug­ar­dag var ljóst að ekki yrði reynt að mynda nýja rík­is­stjórn. Guðni taldi það hafa verið skyldu sína áður en hann féllst á til­lögu um þing­rof.

Auglýsing

„Þing verður ekki rofið fyrr en á kjör­deg­i,“ benti for­set­inn á. Alþing­is­menn hafa þess vegna enn þing­skyldum að gegna fram að kosn­ing­um. Unnur Brá Kon­ráðs­dótt­ir, for­seti Alþing­is, fundar með for­mönnum þeirra stjórn­mála­flokka sem eiga sæti á Alþingi eftir hádegi. Þar verður ákveðið hvernig þing­störfum verður háttað fram að kosn­ing­um.

„Valdið er þing­mann­ana,“ sagði Guðni þegar hann var spurður hvort hann vissi hvernig þing­haldi yrði hátt­að. „Ég frétti af því eins og þið hvernig þingið starfar. Það verður ekk­ert ákveðið um það hér á Bessa­stöð­u­m.“

For­set­inn ítrek­aði upp­hafs­orð sín við þing­setn­ingu Alþingis á dög­unum um að þingið sé þunga­miðja í stjórn­skip­an­inni á Íslandi. „Því er svo mik­il­vægt að þingið njóti virð­ingar manna á með­al,“ sagði hann og hvatti þá sem hafa kosn­inga­rétt að nýta atkvæða­rétt sinn. „Við skiptum kannski um stjórn­ir, en við skiptum ekki um kjós­end­ur.“

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent