Ekki allir sáttir um að þing eigi að starfa áfram

Formenn stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi gátu ekki sammælst um hvort þing ætti að starfa áfram fram að kosningum eða ekki. Annar fundur verður haldinn í vikunni.

Unnur Brá Konráðsdóttir er forseti Alþingis.
Unnur Brá Konráðsdóttir er forseti Alþingis.
Auglýsing

Engin eig­in­leg nið­ur­staða varð á fundi for­manna stjórn­mála­flokk­anna sem eiga sæti á Alþingi síð­degis í dag. Unnur Brá Kon­ráðs­dótt­ir, for­seti Alþing­is, boð­aði til fund­ar­ins til þess að ræða áfram­hald­andi þing­störf eftir að Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, hefur sam­þykkt til­lögur um þing­rof.

Á fund­inum ræddu for­menn­irnir um þau mál sem þingið ætti að taka til umfjöll­unar á þeim sex vikum sem eru til stefnu áður en nýtt þing verður kjör­ið. Úr varð að nokkur mál verða sett í ferli. For­menn­irnir ætla svo að hitt­ast á morgun og hinn og ræða saman frek­ar.

Ekki eru allir á eitt sáttir um að þing eigi að starfa þar til kosn­ingar fara fram, um það voru höfð orða­skipti á fund­in­um. Skiln­ingur ríkir milli allra for­manna flokk­anna að fjár­lögin verði ekki til umfjöll­unar fyrir kosn­ing­ar. Þau verði að vinna eins og í fyrra, í nóv­em­ber og des­em­ber.

Logi Már EinarssonLogi Már Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir að nú sé málum þannig fyrir komið að það þarf að ríkja ein­hugur um þau mál­efni sem þarf að taka á dag­skrá.

Meðal þeirra mála sem ákveðið var að setja í ferli voru mál­efni hæl­is­leit­enda og flótta­manna, þe. útlend­inga­lög­in. Meiri­hluti fund­ar­manna var, að sögn Loga, á þeirri skoðun að búa ætti til miklar end­ur­bætur á útlend­inga­lög­un­um.

Auglýsing

Þá var tekin ákvörðun um að þing­flokks­for­menn skoð­uðu frum­varp Þór­hildar Sunnu Ævars­dóttur um að komið verði í veg fyrir að menn sem framið hafa ákveðin lög­brot geti starfað sem lög­menn.

For­seta þings­ins var jafn­framt falið að lesa yfir frum­varp um not­enda­stýrða per­sónu­lega aðstoð, NPA-úr­ræðið svo­kall­aða. Í sam­tali við mbl.is sagði Unnur Brá að þau mál sem for­menn­irnir hafi getað sam­mælst um að skoða frekar séu komin í far­veg. „[...]þegar þeirri athugun er lokið hitt­umst við að nýju á mið­viku­dag­inn og reynum að átta okkur á því hvernig við getum haldið áfram.“

Bjarni Bene­dikts­son til­kynnti um þing­rofið á stuttum þing­fundi í dag og þannig hefur verið form­lega boðað til kosn­inga og þing rofið 28. októ­ber 2017.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent