Ekki allir sáttir um að þing eigi að starfa áfram

Formenn stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi gátu ekki sammælst um hvort þing ætti að starfa áfram fram að kosningum eða ekki. Annar fundur verður haldinn í vikunni.

Unnur Brá Konráðsdóttir er forseti Alþingis.
Unnur Brá Konráðsdóttir er forseti Alþingis.
Auglýsing

Engin eig­in­leg nið­ur­staða varð á fundi for­manna stjórn­mála­flokk­anna sem eiga sæti á Alþingi síð­degis í dag. Unnur Brá Kon­ráðs­dótt­ir, for­seti Alþing­is, boð­aði til fund­ar­ins til þess að ræða áfram­hald­andi þing­störf eftir að Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, hefur sam­þykkt til­lögur um þing­rof.

Á fund­inum ræddu for­menn­irnir um þau mál sem þingið ætti að taka til umfjöll­unar á þeim sex vikum sem eru til stefnu áður en nýtt þing verður kjör­ið. Úr varð að nokkur mál verða sett í ferli. For­menn­irnir ætla svo að hitt­ast á morgun og hinn og ræða saman frek­ar.

Ekki eru allir á eitt sáttir um að þing eigi að starfa þar til kosn­ingar fara fram, um það voru höfð orða­skipti á fund­in­um. Skiln­ingur ríkir milli allra for­manna flokk­anna að fjár­lögin verði ekki til umfjöll­unar fyrir kosn­ing­ar. Þau verði að vinna eins og í fyrra, í nóv­em­ber og des­em­ber.

Logi Már EinarssonLogi Már Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir að nú sé málum þannig fyrir komið að það þarf að ríkja ein­hugur um þau mál­efni sem þarf að taka á dag­skrá.

Meðal þeirra mála sem ákveðið var að setja í ferli voru mál­efni hæl­is­leit­enda og flótta­manna, þe. útlend­inga­lög­in. Meiri­hluti fund­ar­manna var, að sögn Loga, á þeirri skoðun að búa ætti til miklar end­ur­bætur á útlend­inga­lög­un­um.

Auglýsing

Þá var tekin ákvörðun um að þing­flokks­for­menn skoð­uðu frum­varp Þór­hildar Sunnu Ævars­dóttur um að komið verði í veg fyrir að menn sem framið hafa ákveðin lög­brot geti starfað sem lög­menn.

For­seta þings­ins var jafn­framt falið að lesa yfir frum­varp um not­enda­stýrða per­sónu­lega aðstoð, NPA-úr­ræðið svo­kall­aða. Í sam­tali við mbl.is sagði Unnur Brá að þau mál sem for­menn­irnir hafi getað sam­mælst um að skoða frekar séu komin í far­veg. „[...]þegar þeirri athugun er lokið hitt­umst við að nýju á mið­viku­dag­inn og reynum að átta okkur á því hvernig við getum haldið áfram.“

Bjarni Bene­dikts­son til­kynnti um þing­rofið á stuttum þing­fundi í dag og þannig hefur verið form­lega boðað til kosn­inga og þing rofið 28. októ­ber 2017.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent