Ekki allir sáttir um að þing eigi að starfa áfram

Formenn stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi gátu ekki sammælst um hvort þing ætti að starfa áfram fram að kosningum eða ekki. Annar fundur verður haldinn í vikunni.

Unnur Brá Konráðsdóttir er forseti Alþingis.
Unnur Brá Konráðsdóttir er forseti Alþingis.
Auglýsing

Engin eig­in­leg nið­ur­staða varð á fundi for­manna stjórn­mála­flokk­anna sem eiga sæti á Alþingi síð­degis í dag. Unnur Brá Kon­ráðs­dótt­ir, for­seti Alþing­is, boð­aði til fund­ar­ins til þess að ræða áfram­hald­andi þing­störf eftir að Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, hefur sam­þykkt til­lögur um þing­rof.

Á fund­inum ræddu for­menn­irnir um þau mál sem þingið ætti að taka til umfjöll­unar á þeim sex vikum sem eru til stefnu áður en nýtt þing verður kjör­ið. Úr varð að nokkur mál verða sett í ferli. For­menn­irnir ætla svo að hitt­ast á morgun og hinn og ræða saman frek­ar.

Ekki eru allir á eitt sáttir um að þing eigi að starfa þar til kosn­ingar fara fram, um það voru höfð orða­skipti á fund­in­um. Skiln­ingur ríkir milli allra for­manna flokk­anna að fjár­lögin verði ekki til umfjöll­unar fyrir kosn­ing­ar. Þau verði að vinna eins og í fyrra, í nóv­em­ber og des­em­ber.

Logi Már EinarssonLogi Már Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir að nú sé málum þannig fyrir komið að það þarf að ríkja ein­hugur um þau mál­efni sem þarf að taka á dag­skrá.

Meðal þeirra mála sem ákveðið var að setja í ferli voru mál­efni hæl­is­leit­enda og flótta­manna, þe. útlend­inga­lög­in. Meiri­hluti fund­ar­manna var, að sögn Loga, á þeirri skoðun að búa ætti til miklar end­ur­bætur á útlend­inga­lög­un­um.

Auglýsing

Þá var tekin ákvörðun um að þing­flokks­for­menn skoð­uðu frum­varp Þór­hildar Sunnu Ævars­dóttur um að komið verði í veg fyrir að menn sem framið hafa ákveðin lög­brot geti starfað sem lög­menn.

For­seta þings­ins var jafn­framt falið að lesa yfir frum­varp um not­enda­stýrða per­sónu­lega aðstoð, NPA-úr­ræðið svo­kall­aða. Í sam­tali við mbl.is sagði Unnur Brá að þau mál sem for­menn­irnir hafi getað sam­mælst um að skoða frekar séu komin í far­veg. „[...]þegar þeirri athugun er lokið hitt­umst við að nýju á mið­viku­dag­inn og reynum að átta okkur á því hvernig við getum haldið áfram.“

Bjarni Bene­dikts­son til­kynnti um þing­rofið á stuttum þing­fundi í dag og þannig hefur verið form­lega boðað til kosn­inga og þing rofið 28. októ­ber 2017.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent