Ekki allir sáttir um að þing eigi að starfa áfram

Formenn stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi gátu ekki sammælst um hvort þing ætti að starfa áfram fram að kosningum eða ekki. Annar fundur verður haldinn í vikunni.

Unnur Brá Konráðsdóttir er forseti Alþingis.
Unnur Brá Konráðsdóttir er forseti Alþingis.
Auglýsing

Engin eig­in­leg nið­ur­staða varð á fundi for­manna stjórn­mála­flokk­anna sem eiga sæti á Alþingi síð­degis í dag. Unnur Brá Kon­ráðs­dótt­ir, for­seti Alþing­is, boð­aði til fund­ar­ins til þess að ræða áfram­hald­andi þing­störf eftir að Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, hefur sam­þykkt til­lögur um þing­rof.

Á fund­inum ræddu for­menn­irnir um þau mál sem þingið ætti að taka til umfjöll­unar á þeim sex vikum sem eru til stefnu áður en nýtt þing verður kjör­ið. Úr varð að nokkur mál verða sett í ferli. For­menn­irnir ætla svo að hitt­ast á morgun og hinn og ræða saman frek­ar.

Ekki eru allir á eitt sáttir um að þing eigi að starfa þar til kosn­ingar fara fram, um það voru höfð orða­skipti á fund­in­um. Skiln­ingur ríkir milli allra for­manna flokk­anna að fjár­lögin verði ekki til umfjöll­unar fyrir kosn­ing­ar. Þau verði að vinna eins og í fyrra, í nóv­em­ber og des­em­ber.

Logi Már EinarssonLogi Már Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir að nú sé málum þannig fyrir komið að það þarf að ríkja ein­hugur um þau mál­efni sem þarf að taka á dag­skrá.

Meðal þeirra mála sem ákveðið var að setja í ferli voru mál­efni hæl­is­leit­enda og flótta­manna, þe. útlend­inga­lög­in. Meiri­hluti fund­ar­manna var, að sögn Loga, á þeirri skoðun að búa ætti til miklar end­ur­bætur á útlend­inga­lög­un­um.

Auglýsing

Þá var tekin ákvörðun um að þing­flokks­for­menn skoð­uðu frum­varp Þór­hildar Sunnu Ævars­dóttur um að komið verði í veg fyrir að menn sem framið hafa ákveðin lög­brot geti starfað sem lög­menn.

For­seta þings­ins var jafn­framt falið að lesa yfir frum­varp um not­enda­stýrða per­sónu­lega aðstoð, NPA-úr­ræðið svo­kall­aða. Í sam­tali við mbl.is sagði Unnur Brá að þau mál sem for­menn­irnir hafi getað sam­mælst um að skoða frekar séu komin í far­veg. „[...]þegar þeirri athugun er lokið hitt­umst við að nýju á mið­viku­dag­inn og reynum að átta okkur á því hvernig við getum haldið áfram.“

Bjarni Bene­dikts­son til­kynnti um þing­rofið á stuttum þing­fundi í dag og þannig hefur verið form­lega boðað til kosn­inga og þing rofið 28. októ­ber 2017.

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent