Í útrás með auglýsingakerfi

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Overcast ætlar í landvinninga erlendis með stafrænan auglýsingahugbúnað sinn.

Starfsmenn og eigendur Overcast Software. Frá vinstri: Einar Jónsson, Sævar Öfjörð Magnússon, Kjartan Sverrisson og Arnar Tumi Þorsteinsson.
Starfsmenn og eigendur Overcast Software. Frá vinstri: Einar Jónsson, Sævar Öfjörð Magnússon, Kjartan Sverrisson og Arnar Tumi Þorsteinsson.
Auglýsing

Íslenska hug­bún­að­ar­fyr­ir­tækið Overcast hefur gert sam­starfs­samn­ing við stóra aug­lýs­inga­stofu í Nor­egi, SMFB Engine. Aug­lýs­inga­stofan dreifir aug­lýs­ingum fyrir nokkra af stærstu aug­lýsendum í Nor­egi, þar á meðal IKEA, Diadora og Freia.

Overcast hefur á und­an­förnum árum verið að þróa hug­búnað fyrir aug­lýs­inga­mark­að­inn þar sem mark­miðið hefur verið að ein­falda flókið birt­ing­ar­ferli, frá ákvörðun um birt­ingu aug­lýs­inga þar til að aug­lýs­ingin birt­ist á skjám net­verja. Fyr­ir­tækið var stofnað árið 2014 og er í eigu starfs­manna þess.

Afurðin er Air­date sem þykir henta vel fyrir hinn síkvika staf­ræna augýs­inga­heim. „SMFB Engine er í sífelldri þróun vegna þess hve hratt staf­ræni aug­lýs­inga­mark­að­ur­inn hreyf­ist,“ er haft eftir Kim Herl­ung, fram­kvæmda­stjóra norsku aug­lýs­inga­stof­unn­ar, í til­kynn­ingu.

„Air­date frá Overcast Software end­ur­spegl­aði okkar metnað með ein­faldri lausn á gríð­ar­lega flóknu ferli við rekstur alþjóð­legra aug­lýs­inga­her­ferða þvert á margar teg­undir miðla.“

Auglýsing

Overcast hefur verið að kynna lausnir sínar á erlendum vett­vangi á und­an­förnum mán­uð­um. „Overcast er með mjög tækni­lega vel útfærða lausn sem hentar norska mark­að­inum vel,“ Báður Örn Gunn­ars­son mark­aðs­ráð­gjafi sem hefur leitt vinnu við kynn­ingu á hug­bún­að­inum í Nor­egi. „Norski mark­að­ur­inn er marg­falt stærri en sá íslenski og mun framar tækni­lega en þó eiga þeir margt sam­eig­in­legt. Osló var því áskorun en aug­ljós fyrsti áfanga­stað­ur.“

Kjartan SverrissonStór hluti íslenskra aug­lýs­inga­stofa og birt­ing­ar­húsa auk mark­aðs­deilda stærri fyr­ir­tækja nota dag­lega hug­búnað frá fyr­ir­tæk­inu. Umsýsla með aug­lýs­ing­arnar sem birt­ast í Kjarn­anum fer til dæmis fram í hug­bún­að­in­um.

„Samn­ing­ur­inn við SMFB Engine er mikið gleði­efni fyrir okkur hjá Overcast Software og stað­festir að það er vöntun á hug­bún­aði á borð við Air­date á stærri mörk­uð­um. Þetta er því fyrsta skrefið í átt­ina að frek­ari útbreiðslu Air­date á Norð­ur­landa­mark­að­i,“ segir Kjartan Sverr­is­son, fram­kvæmda­stjóri Overcast Software.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent