Í útrás með auglýsingakerfi

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Overcast ætlar í landvinninga erlendis með stafrænan auglýsingahugbúnað sinn.

Starfsmenn og eigendur Overcast Software. Frá vinstri: Einar Jónsson, Sævar Öfjörð Magnússon, Kjartan Sverrisson og Arnar Tumi Þorsteinsson.
Starfsmenn og eigendur Overcast Software. Frá vinstri: Einar Jónsson, Sævar Öfjörð Magnússon, Kjartan Sverrisson og Arnar Tumi Þorsteinsson.
Auglýsing

Íslenska hug­bún­að­ar­fyr­ir­tækið Overcast hefur gert sam­starfs­samn­ing við stóra aug­lýs­inga­stofu í Nor­egi, SMFB Engine. Aug­lýs­inga­stofan dreifir aug­lýs­ingum fyrir nokkra af stærstu aug­lýsendum í Nor­egi, þar á meðal IKEA, Diadora og Freia.

Overcast hefur á und­an­förnum árum verið að þróa hug­búnað fyrir aug­lýs­inga­mark­að­inn þar sem mark­miðið hefur verið að ein­falda flókið birt­ing­ar­ferli, frá ákvörðun um birt­ingu aug­lýs­inga þar til að aug­lýs­ingin birt­ist á skjám net­verja. Fyr­ir­tækið var stofnað árið 2014 og er í eigu starfs­manna þess.

Afurðin er Air­date sem þykir henta vel fyrir hinn síkvika staf­ræna augýs­inga­heim. „SMFB Engine er í sífelldri þróun vegna þess hve hratt staf­ræni aug­lýs­inga­mark­að­ur­inn hreyf­ist,“ er haft eftir Kim Herl­ung, fram­kvæmda­stjóra norsku aug­lýs­inga­stof­unn­ar, í til­kynn­ingu.

„Air­date frá Overcast Software end­ur­spegl­aði okkar metnað með ein­faldri lausn á gríð­ar­lega flóknu ferli við rekstur alþjóð­legra aug­lýs­inga­her­ferða þvert á margar teg­undir miðla.“

Auglýsing

Overcast hefur verið að kynna lausnir sínar á erlendum vett­vangi á und­an­förnum mán­uð­um. „Overcast er með mjög tækni­lega vel útfærða lausn sem hentar norska mark­að­inum vel,“ Báður Örn Gunn­ars­son mark­aðs­ráð­gjafi sem hefur leitt vinnu við kynn­ingu á hug­bún­að­inum í Nor­egi. „Norski mark­að­ur­inn er marg­falt stærri en sá íslenski og mun framar tækni­lega en þó eiga þeir margt sam­eig­in­legt. Osló var því áskorun en aug­ljós fyrsti áfanga­stað­ur.“

Kjartan SverrissonStór hluti íslenskra aug­lýs­inga­stofa og birt­ing­ar­húsa auk mark­aðs­deilda stærri fyr­ir­tækja nota dag­lega hug­búnað frá fyr­ir­tæk­inu. Umsýsla með aug­lýs­ing­arnar sem birt­ast í Kjarn­anum fer til dæmis fram í hug­bún­að­in­um.

„Samn­ing­ur­inn við SMFB Engine er mikið gleði­efni fyrir okkur hjá Overcast Software og stað­festir að það er vöntun á hug­bún­aði á borð við Air­date á stærri mörk­uð­um. Þetta er því fyrsta skrefið í átt­ina að frek­ari útbreiðslu Air­date á Norð­ur­landa­mark­að­i,“ segir Kjartan Sverr­is­son, fram­kvæmda­stjóri Overcast Software.

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent