Ný ríkisstjórn tekur ákvörðun um framhald loftslagsáætlunar

Helstu áherslur nýrrar aðgerðaáætlunar í lofslagsmálum liggja fyrir. Umhverfisráðherra bindur vonir við að verkefnið verði sett af stað á ný eftir að ný ríkisstjórn tekur við.

Björt Ólafsdóttir er umhverfis- og auðlindaráðherra í starfstjórninni.
Björt Ólafsdóttir er umhverfis- og auðlindaráðherra í starfstjórninni.
Auglýsing

Starfs­stjórnin sem nú stýrir ráðu­neytum Íslands hefur ákveðið að tekin verði saman stöðu­skýrsla um fram­gang vinnu við gerð nýrrar aðgerða­á­ætl­unar í lofts­lags­málum fyrir Ísland.

Þetta kemur fram í svari frá umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­inu við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Ný rík­is­stjórn sem mun taka við eftir kosn­ing­arnar 28. októ­ber þarf svo að taka ákvörðun um fram­hald vinn­un­ar.

Vinna við gerð nýrrar aðgerða­á­ætl­unar í lofts­lags­málum hófst í febr­úar á þessu ári. Áætl­unin er í fyrsta sinn unnin jafnt þvert á ráðu­neyti og átti það vera til marks um breiðan póli­tískan vilja til þess að gera lofts­lags­málum hátt undir höfði. Rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartar fram­tíðar sem stóð að þess­ari nýju nálgun féll 15. sept­em­ber.

Fyr­ir­spurn Kjarn­ans fjall­aði um það hvort vinnan við aðgerða­á­ætl­un­ina myndi lifa af, í ljósi þess að þetta er í fyrsta sinn sem þessi vinna fer fram á ábyrgð margra ráðu­neyti sam­tím­is.

Í svari ráðu­neyt­is­ins er haft eftir Björtu Ólafs­dótt­ur, starf­andi umhverf­is­ráð­herra, að helstu áherslur áætl­un­ar­innar liggi nú þegar fyr­ir. „Vinnan við aðgerða­á­ætl­un­ina hefur gengið mjög vel og meg­in­á­herslur hennar liggja þegar fyrir þó að sjálf­sögðu sé hún ekki full­kláruð,“ skrifar Björt.

Auglýsing

„Hún átti að liggja fyrir í lok árs en, í ljósi breyttrar stöðu var ákveðið að taka saman stöðu­skýrslu verk­efn­is­ins. Stefnt er á að sú sam­an­tekt verði til­búin fljót­lega svo hægt verði að ræða inni­hald hennar á vett­vangi stjórn­mál­anna í kom­andi kosn­inga­bar­átt­u.“

„Það bíður nýrrar rík­is­stjórnar að ákveða með fram­hald verk­efn­is­ins en þar sem þessi vinna hefur farið fram í góðri sam­vinnu allra hlut­að­eig­andi þá bind ég miklar vonir við að verk­efnið verði keyrt af stað sem fyrst eftir að ný rík­is­stjórn tekur við og áætl­unin liggi fyrir snemma næsta ár,“ skrifar Björt Ólafs­dótt­ir.

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent