Hugh Hefner, stofnandi Playboy, lést í gær, 91 árs að aldri. Þetta var tilkynnt á Twittersíður Playboy í nótt.
Í umfjöllun New York Times er Hefner sagður hafa haft mikil áhrif á samtíma sinn í fjölmiðlum og útgáfustarfsemi, og þá einkum hvernig viðhorf fólk til kynlífs og nektar birtust.
Hann var alla tíða umdeildur, og var Playboy setur hans gjarnan gagnrýnt fyrir að birtast sem sem staður þar sem konur voru opinberlega niðurlægðar.
Hefner stofnaði Playboy á eftirstríðsárunum, og hófst starfsemin 1953. Á undraskömmum tíma varð tímarið eitt vinsælasta rit heims, og þá einkum hjá körlum. Þegar mest var seldist það í yfir 7 milljónum eintaka á mánuðu, og var heimamarkaðurinn alla tíða Bandaríkin.
Hefner var vellauðugur og birtist gjarnan umvafinn kvenfólki. Eftirlifandi eiginkona hans heitir Crystal Harris, 31 árs gömul. Hún giftist Hefner árið 2012, þegar Hefner var 86 ára en hún sjálf 26 ára.