Íslenska landsliðið í fótbolta vann frækinn 3-0 sigur á Tyrkjum í undankeppni HM og situr nú á toppi riðilsins þegar ein umferð er eftir. Ísland á eftir að mæta Kósóvó á heimavelli, sem er í neðsta sæti riðilsins með 1 stig.
Jóhann Berg Guðmundsson skoraði fyrsta markið, Birkir Bjarnason annað og Kári Árnason það þriðja. Jón Daði Böðvarsson lagði upp fyrstu tvö mörkin, en Aron Einar Gunnarsson lagði upp það þriðja.
Króatar gerðu 1-1 jafntefli við Finnland, og er Ísland því með pálmann í höndunum fyrir síðustu umferðina í riðlinum.
Íslenska liðið var sem fyrr, samstillt og beinskeytt, og spilaði framúrskarandi varnar- og sóknarleik. Allir leikmenn Íslands spiluðu vel, og voru sem einn maður í öllum aðgerðum.
Farmiði á HM í Rússlandi er í sjónmáli, en lokakeppnin fer fram á næsta á ári.