Samtök sem berjast gegn kjarnorkuvopnum fengu friðarverðlaun Nóbels

Tilkynnt var í Osló hver myndi hreppa friðarverðlaun Nóbels árið 2017 og kom valið töluvert á óvart. ICAN, samtök gegn kjarnorkuvopnum, urðu fyrir valinu en þau hafa barist ötullega fyrir kjarnorkulausum heimi.

ICAN-samtökin fengu friðarverðlaun Nóbels árið 2017.
ICAN-samtökin fengu friðarverðlaun Nóbels árið 2017.
Auglýsing

Sam­tökin ICAN fengu frið­ar­verð­laun Nóbels árið 2017 en mark­mið þeirra er að berj­ast gegn kjarn­orku­vopnum og að stuðla að kjarn­orku­lausum heimi. Þetta var til­kynnt í morgun í Osló. 

Valið kom heldur á óvart en lík­legt þykir að ástandið í Norð­ur­-Kóreu hafi haft mikil áhrif á norsku Nóbels­nefnd­ina. Berit Reis­s-And­er­sen, for­maður Nóbels­nefnd­ar­inn­ar, segir að ICAN hafi hlotið verð­launin fyrir braut­ryðj­enda­starf sitt í bar­áttu gegn kjarn­orku­vopn­um.  

ICAN stendur fyrir the International Campaign to Abol­ish Nuclear Wea­pons og stóð fyrir sátt­mála sem var und­ir­rit­aður af 122 ríkum þann 7. júlí síð­ast­lið­inn. Hann miðar að því að eyða öllum kjarn­orku­vopnum í heim­in­um. Ekk­ert kjarn­orku­veld­anna níu var aftur á móti á meðal þess­ara ríkja. Reis­s-And­er­sen hvatti því þessar þjóðir í ræðu sinni í morgun til að semja um eyð­ingu vopn­anna á næstu árum. 

Auglýsing

Fram­kvæmda­stjóri ICAN, Beat­rice Fihn, seg­ist í við­tali við frétta­stofu Reuters vera með skila­boð til Don­alds Trump, for­seta Banda­ríkj­anna og stjórn­valda í Norð­ur­-Kóreu. Hún bendir á að kjarn­orku­vopn séu ólög­leg. Að hóta að nota kjarn­orku­vopn sé ólög­legt og að eiga þau og þróa sé einnig ólög­legt. Þessar þjóðir þurfi að hætta öllu slíku.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Smitum fjölgar enn – 97 í einangrun
Fjögur ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og 97 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það er komið að pólitíkinni
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent