Samtök sem berjast gegn kjarnorkuvopnum fengu friðarverðlaun Nóbels

Tilkynnt var í Osló hver myndi hreppa friðarverðlaun Nóbels árið 2017 og kom valið töluvert á óvart. ICAN, samtök gegn kjarnorkuvopnum, urðu fyrir valinu en þau hafa barist ötullega fyrir kjarnorkulausum heimi.

ICAN-samtökin fengu friðarverðlaun Nóbels árið 2017.
ICAN-samtökin fengu friðarverðlaun Nóbels árið 2017.
Auglýsing

Sam­tökin ICAN fengu frið­ar­verð­laun Nóbels árið 2017 en mark­mið þeirra er að berj­ast gegn kjarn­orku­vopnum og að stuðla að kjarn­orku­lausum heimi. Þetta var til­kynnt í morgun í Osló. 

Valið kom heldur á óvart en lík­legt þykir að ástandið í Norð­ur­-Kóreu hafi haft mikil áhrif á norsku Nóbels­nefnd­ina. Berit Reis­s-And­er­sen, for­maður Nóbels­nefnd­ar­inn­ar, segir að ICAN hafi hlotið verð­launin fyrir braut­ryðj­enda­starf sitt í bar­áttu gegn kjarn­orku­vopn­um.  

ICAN stendur fyrir the International Campaign to Abol­ish Nuclear Wea­pons og stóð fyrir sátt­mála sem var und­ir­rit­aður af 122 ríkum þann 7. júlí síð­ast­lið­inn. Hann miðar að því að eyða öllum kjarn­orku­vopnum í heim­in­um. Ekk­ert kjarn­orku­veld­anna níu var aftur á móti á meðal þess­ara ríkja. Reis­s-And­er­sen hvatti því þessar þjóðir í ræðu sinni í morgun til að semja um eyð­ingu vopn­anna á næstu árum. 

Auglýsing

Fram­kvæmda­stjóri ICAN, Beat­rice Fihn, seg­ist í við­tali við frétta­stofu Reuters vera með skila­boð til Don­alds Trump, for­seta Banda­ríkj­anna og stjórn­valda í Norð­ur­-Kóreu. Hún bendir á að kjarn­orku­vopn séu ólög­leg. Að hóta að nota kjarn­orku­vopn sé ólög­legt og að eiga þau og þróa sé einnig ólög­legt. Þessar þjóðir þurfi að hætta öllu slíku.  

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent