Edward Hujibens, varabæjarfulltrúi á Akureyri var í dag kjörinn varaformaður Vinstri grænna á landsfundi flokksins á Grand Hotel í Reykjavík í dag.
Tveir sóttust eftir því að verða varaformenn, en auk Edwards sóttist Óli Halldórsson, forstöðumaður Þekkingarsetur Þingeyinga, eftir kjöri.
Katrín Jakobsdóttir var sjálfkjörin formaður flokksins enda gaf hún ein kost á sér. Það sama má segja um Elínu Oddnýu Sigurðardóttur sem gaf ein kost á sér sem ritari flokksins og Unu Hildardóttur sem gaf ein kost á sér sem gjaldkeri.
Á morgun verða kosningaáherslur Vinstri grænna kynntar á landsfundinum. Alþingiskosningar verða eftir réttar þrjár vikur, laugardaginn 28. október. Vinstri græn mælast sem stendur með lang mest fylgi allra framboða til Alþingis.
Einnig var kosið í stjórn Vinstri grænna. Eftirfarandi gáfu kost á sér:
- Anna Guðrún Þórhallsdóttir
- Bjarni Jónsson
- Daníel E. Arnarson
- Einar Bergmundur Þorgerðarson Bóasarson
- Ingibjörg Þórðardóttir
- Ingvar Arnarson
- Jakob S. Jónsson
- Margrét Pétursdóttir
- Ragnar Karl Jóhannesson
- Rúnar Gíslason