Ísland hefur tryggt sér þátttökurétt á HM í fótbolta og heimsbyggðin horfir til landsins, agndofa. Þannig er því best lýst hvernig viðbrögð heimspressunnar hafa verið við 2-0 sigri Íslands á Kósóvó sem tryggði efsta sætið á HM
Erlendir fjölmiðlar lýsa afrekinu sem „einstöku“ og „sögulegu“ og segir í umsögn breska ríkisútvarpsins BBC að Ísland sé eina þjóðin í sögunni sem kemst á HM, sem er með færri íbúa en eina milljón.
QUALIFIED! 🙌
— #WCQ ⚽️🏆 (@FIFAWorldCup) October 9, 2017
Congratulations, 🇮🇸Iceland! 👏
The smallest nation ever to reach a #WorldCup! See you in 🇷🇺Russia! #WCQ pic.twitter.com/Xy1ysyLdpA
Trínidad og Tóbagó átti metið, en þar búa 1,3 milljónir manna. Ólíklegt verður að teljast að nokkur land geti nokkurn tímann slegið metið sem Ísland heldur nú, bæði fyrir EM og HM.
Albert Bunjaki, þjálfari Kósóvó, segir í viðtali við BBC að árangur Íslands sé mikil hvatning fyrir litlar þjóðir. Það sé hægt að ná góðum árangri með góðu skipulagi og mikilli vinnu, segir hann í viðtali við BBC.
Iceland have qualified for their first ever World Cup. They're a bloody good side. Only losing 2-1 to them now looks a triumph...ish.
— Gary Lineker (@GaryLineker) October 9, 2017
Dregið verður í riðla á HM í Rússlandi 1. desember. Ísland endaði efst í riðlinum með 22 stig, Króatía í öðru með 20 stig og Úkraína í því þriðja með 17 stig.
Iceland have qualified for the World Cup 2018 for the first time! 🇮🇸🇮🇸🇮🇸
Posted by Gylfi Sigurdsson on Monday, October 9, 2017