Afrek Íslands á allra vörum

Afrek Íslands í undankeppni HM er heimsfrétt og sagður veita litlum þjóðum um allan heim innblástur um að allt sé mögulegt.

Íslenska landsliðið fagnaði vel og innilega í leikslok.
Íslenska landsliðið fagnaði vel og innilega í leikslok.
Auglýsing

Ísland hefur tryggt sér þátt­töku­rétt á HM í fót­bolta og heims­byggðin horfir til lands­ins, agn­dofa. Þannig er því best lýst hvernig við­brögð heims­pressunnar hafa verið við 2-0 sigri Íslands á Kósóvó sem tryggði efsta sætið á HM

Erlendir fjöl­miðlar lýsa afrek­inu sem „ein­stöku“ og „sögu­legu“ og segir í umsögn breska rík­is­út­varps­ins BBC að Ísland sé eina þjóðin í sög­unni sem kemst á HM, sem er með færri íbúa en eina millj­ón.

Auglýsing


Tríni­dad og Tóbagó átti met­ið, en þar búa 1,3 millj­ónir manna. Ólík­legt verður að telj­ast að nokkur land geti nokkurn tím­ann slegið metið sem Ísland heldur nú, bæði fyrir EM og HM.

Albert Bunjaki, þjálf­ari Kósóvó, segir í við­tali við BBC að árangur Íslands sé mikil hvatn­ing fyrir litlar þjóð­ir. Það sé hægt að ná góðum árangri með góðu skipu­lagi og mik­illi vinnu, segir hann í við­tali við BBC.Dregið verður í riðla á HM í Rúss­landi 1. des­em­ber. Ísland end­aði efst í riðl­inum með 22 stig, Króa­tía í öðru með 20 stig og Úkra­ína í því þriðja með 17 stig.

Iceland have qualified for the World Cup 2018 for the first time! 🇮🇸🇮🇸🇮🇸

Posted by Gylfi Sig­urds­son on Monday, Oct­o­ber 9, 2017


Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már stígur til hliðar sem forstjóri Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem forstjóri Samherja á meðan að rannsókn á viðskiptaháttum fyrirtækisins í Namibíu og víðar stendur yfir. Björgólfur Jóhannesson tekur við.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Farið fram á að rannsóknarnefnd verði skipuð um fjárfestingarleiðina
Þrír stjórnmálaflokkar leggja til að skipuð verði rannsóknarnefnd um fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Hún á að greina hvaðan þeir tugir milljarðar króna sem færðir voru inn í landið í gegnum hana komu og opinbera hverjir fengu að nýta sér leiðina.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fiskar sá sem rær
Kjarninn 14. nóvember 2019
Miðflokkurinn fékk 81 milljón króna í ríkisframlög
Miðflokkurinn er búinn að hreinsa upp skuldir sem hann stofnaði til þegar hann tók þátt í þingkosningunum 2017. Eigið fé flokksins fór úr því að vera verulega neikvætt 2017 í að vera jákvætt í fyrra, að uppistöðu vegna ríkisframlaga.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Skúli í Subway ákærður ásamt samstarfsmönnum
Ákæran byggir á því að millifærslur af reikningum félags, í aðdraganda gjaldþrots þess, hafi rýrt virði félagsins og kröfuhafa þess.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Guðlaugur Þór: Ekki gott fyrir orðspor Íslands erlendis
Afhjúpandi umfjöllun Kveiks á RÚV, sem byggir á 30 þúsund skjölum sem Wikileaks hefur birt, hefur dregið mikinn dilk á eftir sér.
Kjarninn 13. nóvember 2019
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent