Allir listar Íslensku þjóðfylkingarinnar hafa verið dregnir til baka og því mun flokkurinn ekki bjóða fram í neinu kjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 28. október næstkomandi.
Yfirkjörstjórn gerði athugasemdir við meðmælalista þjóðfylkingarinnar og snerust aðfinnslurnar um hvort réttar undirskriftir væri að ræða. Á vef RÚV segir að í ljós hafi komið að margar undirskriftanna voru með sömu rithönd. Þegar haft var samband við þá sem skrifaðir voru fyrir meðmælum kannaðist meirihluti ekki við að hafa skrifað undir listana.
Þjóðfylkingin ætlaði að bjóða fram í kjördæmunum þremur á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavík norður, Reykjavík suður og Suðvesturkjördæmi og í Suðurkjördæmi.
Auglýsing