Upplýsingar um viðskipti og eignir auðugra einstaklinga sem voru viðskiptavinir lögmannsstofunnar Appleby, sem er með aðsetur á Bermúda í Karíbahafinu, verða gerðar opinberar á næstunni.
Tilkynnt hefur verið um það, að brotist hafi verið inn í tölvukerfi fyrirtækisins að þaðan stolið töluvert af gögnum. Forsvarsmenn Appleby neita að lög hafi verið brotin, en margir af þeim blaðamönnum sem unnu að því að fjalla um upplýsingar upp úr Panama-skjölum hafa þegar sett sig í samband við stofuna til að leita viðbragða í tengslum við umfjöllun.
Stofan heitir því að starfa með yfirvöldum ef til rannsóknar kemur.
Samkvæmt umfjöllun The Telegraph er talið líklega að fjölmargir auðugir Bretar séu á meðal viðskiptavina lögmannsstofunnar.
Tax cheats using Bermuda tax haven face Panama Papers style exposé after tax evoidance firm's data stolen https://t.co/VUMwFHJ3ws
— Paul Lewis (@paullewismoney) October 25, 2017
Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna, ICIJ, unnu að birtingu Panama-skjalanna í samvinnu við fjölmiðla um allan heim. Á meðal þeirra var Reykjavík Media, fyrirtæki Jóhannesar Kr. Kristjánssonar, sem síðan vann með íslenskum fjölmiðlum - Kjarnanum þar á meðal - að mörgum umfjöllunum upp úr skjölunum.
Afhjúpunin leiddi til þess að skattayfirvöld á Íslandi hófu rannsókn og athugun á málum, og hafa þau ekki öll verið til lykta leidd enn. Opnuð hafa verið 250 mál, samkvæmt upplýsingum sem komu fram í ársskýrslu Ríkisskattstjóra.