Árlegur heildarkostnaður við fæðingarorlof myndi hækka um 5,6 milljarða ef tekjuþak yrði afnumið

Samkvæmt svari félags- og jafnréttismálaráðherra við fyrirspurn Evu Pandoru Baldursdóttur má gera ráð fyrir að kostnaður vegna greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði yrði 15,9 milljarðar króna á ári ef tekjuþak yrði afnumið.

barn
Auglýsing

Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði yrði 15.921 milljónir króna ef ekki yrði um að ræða hámarksgreiðslu úr sjóðnum. Samkvæmt fjárlagatölum árið 2017 verður heildarkostnaður vegna fæðingarorlofs foreldra 10.355,8 milljónir króna.

Þetta kemur fram í svari Þorsteins Víglundssonar, starfandi félags- og jafnréttismálaráðherra, við fyrirspurn frá Evu Pandoru Baldursdóttur, fyrrverandi þingmanns Pírata, um fæðingarorlof þann 26. október síðastliðinn. 

Rúmir 133 milljarðar hafa farið í fæðingarorlof frá árinu 2001. Eva Pandora spurði hver árlegur heildarkosnaður fyrir fæðingarorlof hafi verið á árunum 2000 til 2017 og hver hann myndi vera ef tekjuþakið yrði afnumið. Einnig spurði hún hver heildarkostnaðurinn yrði ef tekjuþakið yrði hækkað um 20 og 50 prósent. 

Auglýsing

Myndi hækka um 5,1 milljarð ef hámarksgreiðslan yrði hækkuð um 50%

Hámarksgreiðsla úr Fæðingarorlofssjóði til foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 15. október 2016 eða síðar er 500.000 krónur á mánuði. Ef tekjuþak yrði hækkað um 20 prósent má gera ráð fyrir að heildarkostnaður vegna fæðingarorlofs foreldra yrði 15.004 milljónir króna ef hámarksgreiðsla úr Fæðingarorlofssjóði yrði hækkuð í 600.000 krónur á mánuði. Þarna er einnig miðað við fjárlög árið 2017. 

Í svarinu kemur fram að verði hámarksgreiðsla úr Fæðingarorlofssjóði hækkuð um 50 prósent verði hún 750.000 krónur á mánuði til foreldra í fæðingarorlofi. Sé miðað við slíka hækkun megi gera ráð fyrir að kostnaður vegna greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði yrði 14.655 milljónir króna, eða 6.031 milljónir króna vegna feðra og 8.624 milljónir króna vegna mæðra. Sé jafnframt miðað við fjárlög fyrir árið 2017 hvað varðar kostnað vegna fæðingarstyrkja á árinu megi gera ráð fyrir að heildarkostnaður vegna fæðingarorlofs foreldra yrði 15.436 milljónir króna ef hámarksgreiðsla úr Fæðingarorlofssjóði yrði hækkuð í 750.000 krónur á mánuði.

Feður fengu fyrst þrjá mánuði árið 2003

Einnig kemur fram í svarinu að þegar heildarkostnaður við fæðingarorlof er tekinn saman fyrir árin 2000 til 2017 ber að hafa í huga að sjálfstæður réttur feðra til greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði sem og fæðingarstyrks var innleiddur í áföngum í lögum um fæðingar- og foreldraorlof. 

Þannig fengu feður sjálfstæðan rétt til greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði eða fæðingarstyrks í einn mánuð vegna barna sem fæddust, voru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur á árinu 2001. Um var að ræða tvo mánuði vegna barna sem fæddust, voru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur á árinu 2002 og þrjá mánuði vegna barna sem fæddust, voru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur frá og með 1. janúar 2003. 

Ekkert hámark fyrir árið 2005

Í svarinu kemur enn fremur fram að það beri að hafa í huga þegar heildarkostnaður við fæðingarorlof er tekinn saman fyrir árin 2000 til 2017 að hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði hafi verið misháar á umræddu tímabili auk þess sem fjárhæð fæðingarstyrks tók breytingum á tímabilinu. 

Þá hafi ekki verið um að ræða tiltekið hámark á greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði þegar lög um fæðingar- og foreldraorlof tóku gildi 1. janúar 2001 en slíkt hámark tók í fyrsta skipti gildi hvað varðar foreldra barna sem fæddust, voru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2005 eða síðar. 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent