David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa reynt að fá þingmenn íhaldsafla á breska þinginu til að skrifa undir siðareglur til að vernda starfsfólk þingsins fyrir kynferðislegu áreiti árið 2014. Þetta kemur fram í frétt The Indepentent.
Fyrrum forsætisráðherrann hafði reynt að fá alla flokka og talsmann þingsins, John Bercow, til að styðja tillögu sína þess efnis að rannsakendur og starfsfólk öðlist rétt til þess að sækjast eftir gerðardómsúrskurði. Tilraun þessi gekk ekki upp vegna andstöðu frá eldri þingmönnunum.
Graham Brady, þingmaður Íhaldsflokksins, viðurkennir í viðtali við blaðið að íhaldsami armur þingsins hafi verið á móti því að skrifa upp á siðareglur. Að hans mati varðaði þetta alla flokka en ekki einungis þann íhaldsama.
Ástæða þess að þetta kemur upp á yfirborðið núna er að núverandi forsætisráðherrann, Theresa May, er að reyna að koma á svipuðum reglum. Um allan heim hafa konur risið upp og sagt frá reynslu sinni af kynferðislegri áreitni. Frá slíkum málum hefur jafnvel verið greint á þingum víðsvegar um heim, þar á meðal í Bretlandi.
Hún telur að verklagið á þingingu varðandi ásakanir um kynferðislega áreitni sé óviðunandi og bitlaust. Hún segist ekki trúa því að þetta ástand geti verið umborið lengur. Það væri einfaldlega ósanngjart gagnvart starfsfólki þingsins, sérstaklega þar sem margir þar eru ungir að árum og í fyrsta starfi sínu eftir nám.