Manafort í stofufangelsi og 10 milljónir dala í tryggingu

Alríkisdómstóll í Washington úrskurðaði um stofufangelsið eftir að Manafort gaf sig fram við FBI vegna ákæru á hendur honum.

Paul Manafort
Auglýsing

Paul Mana­fort, fyrr­ver­andi kosn­inga­stjóri Don­alds Trumps,  hefur verið úrskurð­aður í stofu­fang­elsi. Alrík­is­dóm­ari í Was­hington komst að þessu, en eins og greint var frá í gær þá hefur Mana­fort verið ákærður fyrir sam­særi gegn banda­rískum stjórn­völdum og pen­inga­þvætti.

Trygg­inga­jaldið fyrir Mana­fort, eða lausn­ar­gjald, var ákveðið tíu millj­ónir Banda­ríkja­dala. Rick Gates, við­skipta­fé­lagi Mana­forts, var líka úrskurð­aður í stofu­fang­elsi og trygg­ing­ar­gjald hans ákveðið fimm millj­ónir Banda­ríkja­dala.

Þetta eru fyrstu ákærur Roberts Muell­ers, síðan hann tók við rann­sókn á tengslum Rússa við fram­boð Trumps, og einnig hvort rúss­nesk yfir­völd hafi verið að skipta sér af kosn­ing­unum í Banda­ríkj­unum með ein­hverjum hætti.

AuglýsingÞeir voru ákærðir fyrir sam­særi gegn Banda­ríkj­unum og pen­inga­þvætti. Meðal ann­ars snúa ákær­urnar að því að að Mana­fort hafi nýtt aflands­fé­lög og leyni­lega reikn­inga til að kaupa þjón­ustu og lifa hátt.

Meðal ann­ars er þeim Mana­fort og Gates gefið að sök að hafa þegið greiðslur frá Viktor Janúkovit­sj, fyrr­ver­andi for­seta Úkra­ínu, en hann var þá í góðu póli­tísku sam­bandi við Rúss­land og yfir­völd í Kreml. 

Geor­ge Papa­dopolous, ráð­gjafi Trumps í utan­rík­is­málum í kosn­inga­bar­átt­unni, við­ur­kenndi fyrir rann­sókn­ar­mönnum Muell­ers að hafa sagt ósatt við yfir­heyrslur hjá FBI, um sam­skipti sín við breskan pró­fessor sem hann taldi hafa tengsl við rúss­nesk yfir­völd. Enn fremur ját­aði hann að hafa reynt að koma á sam­skiptum við rúss­nesk yfir­völd.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiErlent