Fjölmiðlamenn boðaðir til skýrslutöku

Embætti Héraðssaksóknara rannsakar nú gagnaleka úr Glitni á grundvelli tveggja kæra sem Fjármálaeftirlitið hefur lagt fram. Starfsmenn Ríkisútvarpsins, Stundarinnar og 365 miðla hafa verið boðaðir til skýrslutöku hjá embættinu.

LRG_DSC01753.JPEG
Auglýsing

Tólf starfs­menn þriggja fjöl­miðla hafa verið boð­aðir til skýrslu­töku hjá Hér­aðs­sak­sókn­ara vegna rann­sóknar emb­ætt­is­ins á gagna­leka úr Glitni. Þetta eru starfs­menn Rík­is­út­varps­ins, Stund­ar­innar og 365 miðla. Þetta kemur fram í frétt RÚV

Í frétt­inni kemur fram að emb­ætti Hér­aðs­sak­sókn­ara rann­saki gagna­leka úr Glitni á grund­velli tveggja kæra sem Fjár­mála­eft­ir­litið hefur lagt fram. Fyrri kæran sé frá því í febr­úar og til­komin vegna umfjöll­unar Kast­ljóss og fjöl­miðla 365 um við­skipti og hluta­bréfa­eign hæsta­rétt­ar­dóm­ara fyrir hrun. Seinni kæruna lagði FME fram eftir að Stundin og RÚV fóru að fjalla um við­skipti for­sæt­is­ráð­herra og fólks sem hann tengd­ist sem áttu sér stað fyrir hrun. Hér­aðs­sak­sókn­ari sagði í sam­tali við RÚV í síð­asta mán­uði að málin yrðu að öllum lík­indum sam­ein­uð. 

Kjarn­inn hefur fjallað um svokölluð Glitn­is­gögn en í gær barst Kjarn­anum bréf frá Ólafi Eiríks­syni, lög­manni hjá LOGOS lög­manns­stofu, fyrir hönd Glitn­is HoldCo, eign­ar­halds­fé­lags utan um eft­ir­stand­andi eignir Glitnis banka. Í bréf­inu er því haldið fram að óheim­ilt sé að birta gögn eða upp­lýs­ingar úr gögnum sem Kjarn­inn byggði á í frétta­skýr­ingu sem birt var í fyrra­dag, með fyr­ir­sögn­inni „Að vera eða vera ekki inn­herj­i“. Ólafur segir í bréf­inu að umbjóð­andi hans telji birt­ingu frétta­skýr­ing­ar­innar vera ólög­mæta og brjóta í bága við þagn­ar­skyldu­á­kvæði laga um fjár­mála­fyr­ir­tæki.

Auglýsing

Frétta­stofa RÚV fékk sams­konar bréf í síð­asta mán­uði eftir umfjöllun sína um við­skipti for­sæt­is­ráð­herra fyrir hrun. Í báðum bréfum segir að Glitnir HoldCo áskilji sér rétt til að grípa til aðgerða vegna birt­inga sem byggi á gögnum úr Glitni.

Hér­aðs­sak­sókn­ari seg­ist, í sam­tali við RÚV, ekki geta tjáð sig um rann­sókn­ina að öðru leyti en því að hún er í gangi. Frétta­stofan hefur þó upp­lýs­ingar um að alla­vega tólf fjöl­miðla­menn hafa verið boð­aðir til skýrslu­töku hjá emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara. Sumir eru búnir í skýrslu­tökum en aðrir hafa verið boð­aðir til skýrslu­töku á næst­unni. Þetta eru fjórir starfs­menn frétta­stofu RÚV, fimm starfs­menn fjöl­miðla 365 og þrír starfs­menn Stund­ar­inn­ar.

Glitnir HoldCo, þrotabú Glitn­is, fékk í síð­asta mán­uði sam­þykkt lög­bann á frétta­flutn­ing Stund­ar­innar sem byggir á gögnum úr Glitni. Stað­fest­ing­ar­mál Glitnis gegn Stund­inni vegna lög­banns­ins var þing­fest í vik­unn­i. Meira úr sama flokkiInnlent