Fjölmiðlamenn boðaðir til skýrslutöku

Embætti Héraðssaksóknara rannsakar nú gagnaleka úr Glitni á grundvelli tveggja kæra sem Fjármálaeftirlitið hefur lagt fram. Starfsmenn Ríkisútvarpsins, Stundarinnar og 365 miðla hafa verið boðaðir til skýrslutöku hjá embættinu.

LRG_DSC01753.JPEG
Auglýsing

Tólf starfs­menn þriggja fjöl­miðla hafa verið boð­aðir til skýrslu­töku hjá Hér­aðs­sak­sókn­ara vegna rann­sóknar emb­ætt­is­ins á gagna­leka úr Glitni. Þetta eru starfs­menn Rík­is­út­varps­ins, Stund­ar­innar og 365 miðla. Þetta kemur fram í frétt RÚV

Í frétt­inni kemur fram að emb­ætti Hér­aðs­sak­sókn­ara rann­saki gagna­leka úr Glitni á grund­velli tveggja kæra sem Fjár­mála­eft­ir­litið hefur lagt fram. Fyrri kæran sé frá því í febr­úar og til­komin vegna umfjöll­unar Kast­ljóss og fjöl­miðla 365 um við­skipti og hluta­bréfa­eign hæsta­rétt­ar­dóm­ara fyrir hrun. Seinni kæruna lagði FME fram eftir að Stundin og RÚV fóru að fjalla um við­skipti for­sæt­is­ráð­herra og fólks sem hann tengd­ist sem áttu sér stað fyrir hrun. Hér­aðs­sak­sókn­ari sagði í sam­tali við RÚV í síð­asta mán­uði að málin yrðu að öllum lík­indum sam­ein­uð. 

Kjarn­inn hefur fjallað um svokölluð Glitn­is­gögn en í gær barst Kjarn­anum bréf frá Ólafi Eiríks­syni, lög­manni hjá LOGOS lög­manns­stofu, fyrir hönd Glitn­is HoldCo, eign­ar­halds­fé­lags utan um eft­ir­stand­andi eignir Glitnis banka. Í bréf­inu er því haldið fram að óheim­ilt sé að birta gögn eða upp­lýs­ingar úr gögnum sem Kjarn­inn byggði á í frétta­skýr­ingu sem birt var í fyrra­dag, með fyr­ir­sögn­inni „Að vera eða vera ekki inn­herj­i“. Ólafur segir í bréf­inu að umbjóð­andi hans telji birt­ingu frétta­skýr­ing­ar­innar vera ólög­mæta og brjóta í bága við þagn­ar­skyldu­á­kvæði laga um fjár­mála­fyr­ir­tæki.

Auglýsing

Frétta­stofa RÚV fékk sams­konar bréf í síð­asta mán­uði eftir umfjöllun sína um við­skipti for­sæt­is­ráð­herra fyrir hrun. Í báðum bréfum segir að Glitnir HoldCo áskilji sér rétt til að grípa til aðgerða vegna birt­inga sem byggi á gögnum úr Glitni.

Hér­aðs­sak­sókn­ari seg­ist, í sam­tali við RÚV, ekki geta tjáð sig um rann­sókn­ina að öðru leyti en því að hún er í gangi. Frétta­stofan hefur þó upp­lýs­ingar um að alla­vega tólf fjöl­miðla­menn hafa verið boð­aðir til skýrslu­töku hjá emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara. Sumir eru búnir í skýrslu­tökum en aðrir hafa verið boð­aðir til skýrslu­töku á næst­unni. Þetta eru fjórir starfs­menn frétta­stofu RÚV, fimm starfs­menn fjöl­miðla 365 og þrír starfs­menn Stund­ar­inn­ar.

Glitnir HoldCo, þrotabú Glitn­is, fékk í síð­asta mán­uði sam­þykkt lög­bann á frétta­flutn­ing Stund­ar­innar sem byggir á gögnum úr Glitni. Stað­fest­ing­ar­mál Glitnis gegn Stund­inni vegna lög­banns­ins var þing­fest í vik­unn­i. Alþingi
Leggja til að launatekjur undir 300 þúsund verði skattfrjálsar
Flokkur fólksins og Miðflokkurinn leggja fram þingsályktunartillögu um 54 milljarða tilfærslu á skattbyrði, af láglaunafólki og yfir á annars vegar hærri launaða og eignafólk og hins vegar ríkið.
Kjarninn 25. september 2018
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Kostnaðaráætlun hátíðarfundarins á Þingvöllum sagður misskilningur
Skrifstofa Alþingis hefur sent Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis bréf, vegna umræðu í fjölmiðlum síðustu daga um undirbúning og kostnað við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum 18. júlí.
Kjarninn 25. september 2018
Leiguverð hæst í Reykjavík borið saman við hin Norðurlöndin
Hvergi á Norðurlöndunum er að finna jafn hátt leiguverð í höfuðborginni og hér á landi.
Kjarninn 25. september 2018
Alvarleg gagnrýni sett fram á Samgöngustofu
Starfshópur sem fjallaði um starfsemi Samgöngustofu fann ýmislegt að því hvernig unnið var að málum þar.
Kjarninn 25. september 2018
Olíuverðið hækkar og hækkar
Olíuverð hefur hækkað mikið að undanförnu. Það eru ekki góð tíðindi fyrir íslenska hagkerfið.
Kjarninn 25. september 2018
Rosenstein og Trump funda á fimmtudaginn
Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna er sagður valtur í sessi.
Kjarninn 24. september 2018
Icelandair heldur áfram að lækka í verði
Markaðsvirði Icelandair hefur hríðfallið að undanförnu. Það er erfitt rekstrarumhverfi flugfélaga þessi misserin.
Kjarninn 24. september 2018
1. maí kröfuganga 2018.
Mótmæla harðlega aðgerðum Icelandair gegn flugfreyjum og flugþjónum
Forystumenn stærstu stéttarfélaga landsins mótmæla harðlega þeim aðgerðum sem stjórn Icelandair hyggst ráðast í gegn flugfreyjum og flugþjónum sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 24. september 2018
Meira úr sama flokkiInnlent