Innrás og landhernaður er „eina leiðin“

Eina leiðin til afvopna her Norður-Kóreu, og koma í veg fyrir möguleikann á notkun kjarnorkuvopna, er að beita landhernaði, segja yfirmenn í Bandaríkjaher.

h_53623992.jpg
Auglýsing

Yfir­maður í Banda­ríkja­her, aðdmírál­l­inn Mich­ael Dumont, segir í bréfi til þing­manns Demókrata, Ted Lieu, að eina leiðin til að afvopna her Norð­ur­-Kóreu, og koma í veg fyrir mögu­leik­ann á því að kjarn­orku­vopnum sé beitt gegn Banda­ríkj­unum og banda­lags­þjóð­um, sé inn­rás og land­hern­að­ur. 

Í umfjöllun breska rík­is­út­varps­ins BBC segir Dumont telji erfitt að meta hver yrðu áhrifin á fyrstu stigum inn­rás­ar, en að hættan á kjarn­orku­árás Norð­ur­-Kóreu séu umtals­verð, og þá sé einnig erfitt að meta hvernig hvernig myndi takast að gera neð­an­jarð­ar­virki Norð­ur­-Kóreu óvirkt, en það er umfangs­mikið og mik­il­vægur hluti af vörnum hers­ins.

Auglýsing


Í bréf­inu fer Dumont ekki leynt með það, að hann styðji efna­hags­legar og póli­tískar þving­anir gagn­vart Norð­ur­-Kóreu, áður en gripið er til hern­að­ar­að­gerða. Greini­legt er að mikil óvissa er um hvernig stríð gæti þró­ast komi til þess að barist verði í land­hern­aði á Kóreu­skaga. Hinn óút­reikn­an­legi leið­togi Norð­ur­-Kóreu, Kim Jong Un, er einnig tal­inn lík­legur til að bregð­ast hratt við árás á landið og þá með fífldirfsku og jafn­vel kjarn­orku­árás.

Í yfir­lýs­ingu frá Lieu segir að hann að þessar upp­lýs­ingar frá yfir­manni í hernum séu veru­lega var­huga­verðar og að þær sýni að gríð­ar­legt mann­tjón geti orðið á örfáum dög­um, og þar geti mörg hund­ruð þús­und eða jafn­vel millj­ónir manna farist. 

Þá segir hann það líka liggja fyr­ir, að hern­að­ar­í­hlutun á Kóreu­skaga sé ekki góð lausn, og gagn­rýnir hann Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta fyrir að grafa undan frið­sælum lausnum á spenn­unni á Kóreu­skaga, og auka hætt­una á því að stríð brjót­ist út með skelfi­legum afleið­ing­um.

Íbúar í Norð­ur­-Kóreu eru 25 millj­ónir en í Suð­ur­-Kóreu 51 millj­ón. Á Kóreu­skaga eru því um 76 millj­ónir íbúa. Höf­uð­borg Suð­ur­-Kóreu, Seúl, er aðeins í 35 kíló­metra fjar­lægð frá landa­mæru Norð­ur­-Kóreu, en þar er þéttasta og fjöl­menn­asta borg­ar­sam­fé­lagið á Kóreu­skaga, með 10 millj­ónir íbúa.

Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Skúli segist ekki hafa fengið milljarða greiðslur út úr WOW air
Skúli Mogensen segist aldrei fallast á að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum við uppbyggingu WOW air og neitar því að hafa fengið háar greiðslur út úr félaginu en sjálfur hafi hann tapað átta milljörðum.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Nýtt biðskýli við Kringlumýrarbraut
Stafræn strætóskýli tekin í gagnið
Vinna við að setja LED skjái í 210 biðskýli Strætó er hafin í Reykjavík. Í nýju skýlunum verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætóvagna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári
Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent