Innrás og landhernaður er „eina leiðin“

Eina leiðin til afvopna her Norður-Kóreu, og koma í veg fyrir möguleikann á notkun kjarnorkuvopna, er að beita landhernaði, segja yfirmenn í Bandaríkjaher.

h_53623992.jpg
Auglýsing

Yfir­maður í Banda­ríkja­her, aðdmírál­l­inn Mich­ael Dumont, segir í bréfi til þing­manns Demókrata, Ted Lieu, að eina leiðin til að afvopna her Norð­ur­-Kóreu, og koma í veg fyrir mögu­leik­ann á því að kjarn­orku­vopnum sé beitt gegn Banda­ríkj­unum og banda­lags­þjóð­um, sé inn­rás og land­hern­að­ur. 

Í umfjöllun breska rík­is­út­varps­ins BBC segir Dumont telji erfitt að meta hver yrðu áhrifin á fyrstu stigum inn­rás­ar, en að hættan á kjarn­orku­árás Norð­ur­-Kóreu séu umtals­verð, og þá sé einnig erfitt að meta hvernig hvernig myndi takast að gera neð­an­jarð­ar­virki Norð­ur­-Kóreu óvirkt, en það er umfangs­mikið og mik­il­vægur hluti af vörnum hers­ins.

Auglýsing


Í bréf­inu fer Dumont ekki leynt með það, að hann styðji efna­hags­legar og póli­tískar þving­anir gagn­vart Norð­ur­-Kóreu, áður en gripið er til hern­að­ar­að­gerða. Greini­legt er að mikil óvissa er um hvernig stríð gæti þró­ast komi til þess að barist verði í land­hern­aði á Kóreu­skaga. Hinn óút­reikn­an­legi leið­togi Norð­ur­-Kóreu, Kim Jong Un, er einnig tal­inn lík­legur til að bregð­ast hratt við árás á landið og þá með fífldirfsku og jafn­vel kjarn­orku­árás.

Í yfir­lýs­ingu frá Lieu segir að hann að þessar upp­lýs­ingar frá yfir­manni í hernum séu veru­lega var­huga­verðar og að þær sýni að gríð­ar­legt mann­tjón geti orðið á örfáum dög­um, og þar geti mörg hund­ruð þús­und eða jafn­vel millj­ónir manna farist. 

Þá segir hann það líka liggja fyr­ir, að hern­að­ar­í­hlutun á Kóreu­skaga sé ekki góð lausn, og gagn­rýnir hann Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta fyrir að grafa undan frið­sælum lausnum á spenn­unni á Kóreu­skaga, og auka hætt­una á því að stríð brjót­ist út með skelfi­legum afleið­ing­um.

Íbúar í Norð­ur­-Kóreu eru 25 millj­ónir en í Suð­ur­-Kóreu 51 millj­ón. Á Kóreu­skaga eru því um 76 millj­ónir íbúa. Höf­uð­borg Suð­ur­-Kóreu, Seúl, er aðeins í 35 kíló­metra fjar­lægð frá landa­mæru Norð­ur­-Kóreu, en þar er þéttasta og fjöl­menn­asta borg­ar­sam­fé­lagið á Kóreu­skaga, með 10 millj­ónir íbúa.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent