Innrás og landhernaður er „eina leiðin“

Eina leiðin til afvopna her Norður-Kóreu, og koma í veg fyrir möguleikann á notkun kjarnorkuvopna, er að beita landhernaði, segja yfirmenn í Bandaríkjaher.

h_53623992.jpg
Auglýsing

Yfir­maður í Banda­ríkja­her, aðdmírál­l­inn Mich­ael Dumont, segir í bréfi til þing­manns Demókrata, Ted Lieu, að eina leiðin til að afvopna her Norð­ur­-Kóreu, og koma í veg fyrir mögu­leik­ann á því að kjarn­orku­vopnum sé beitt gegn Banda­ríkj­unum og banda­lags­þjóð­um, sé inn­rás og land­hern­að­ur. 

Í umfjöllun breska rík­is­út­varps­ins BBC segir Dumont telji erfitt að meta hver yrðu áhrifin á fyrstu stigum inn­rás­ar, en að hættan á kjarn­orku­árás Norð­ur­-Kóreu séu umtals­verð, og þá sé einnig erfitt að meta hvernig hvernig myndi takast að gera neð­an­jarð­ar­virki Norð­ur­-Kóreu óvirkt, en það er umfangs­mikið og mik­il­vægur hluti af vörnum hers­ins.

Auglýsing


Í bréf­inu fer Dumont ekki leynt með það, að hann styðji efna­hags­legar og póli­tískar þving­anir gagn­vart Norð­ur­-Kóreu, áður en gripið er til hern­að­ar­að­gerða. Greini­legt er að mikil óvissa er um hvernig stríð gæti þró­ast komi til þess að barist verði í land­hern­aði á Kóreu­skaga. Hinn óút­reikn­an­legi leið­togi Norð­ur­-Kóreu, Kim Jong Un, er einnig tal­inn lík­legur til að bregð­ast hratt við árás á landið og þá með fífldirfsku og jafn­vel kjarn­orku­árás.

Í yfir­lýs­ingu frá Lieu segir að hann að þessar upp­lýs­ingar frá yfir­manni í hernum séu veru­lega var­huga­verðar og að þær sýni að gríð­ar­legt mann­tjón geti orðið á örfáum dög­um, og þar geti mörg hund­ruð þús­und eða jafn­vel millj­ónir manna farist. 

Þá segir hann það líka liggja fyr­ir, að hern­að­ar­í­hlutun á Kóreu­skaga sé ekki góð lausn, og gagn­rýnir hann Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta fyrir að grafa undan frið­sælum lausnum á spenn­unni á Kóreu­skaga, og auka hætt­una á því að stríð brjót­ist út með skelfi­legum afleið­ing­um.

Íbúar í Norð­ur­-Kóreu eru 25 millj­ónir en í Suð­ur­-Kóreu 51 millj­ón. Á Kóreu­skaga eru því um 76 millj­ónir íbúa. Höf­uð­borg Suð­ur­-Kóreu, Seúl, er aðeins í 35 kíló­metra fjar­lægð frá landa­mæru Norð­ur­-Kóreu, en þar er þéttasta og fjöl­menn­asta borg­ar­sam­fé­lagið á Kóreu­skaga, með 10 millj­ónir íbúa.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca kærir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur kært Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiErlent