Paradísarskjölin skekja heim hinna ríku

Nýr gagnaleki hefur nú átt sér stað en 13.4 milljónum skjala hefur verið lekið og 96 fréttamiðlar í 67 löndum fjalla nú um þau. Englandsdrottning er meðal þeirra sem eru í skjölunum.

h_52764694.jpg Elísabet II Englandsdrotting
Auglýsing

Millj­ónir punda úr einka­búi Eng­lands­drottn­ingar hafa verið settar á reikn­ing á Cayman-eyjum sem er hluti af aflandseigna­safni sem aldrei hefur verið greint frá fyrr, sam­kvæmt skjölum sem litu dags­ins ljós í rann­sókn á skattaparadísum utan við land­stein­ana. 

Þetta kemur fram í frétt The Guar­dian

Auglýsing

Skrár úr umfangs­miklum leka sýna í fyrsta sinn hvernig drottn­ing­in, fyrir milli­göngu her­toga­dæm­is­ins af Lancaster, hefur átt og á enn fjár­fest­ingar í gegnum sjóði sem hafa sett fé í ýmiss konar fyr­ir­tæki, þar á meðal keðj­una Thres­hers og sölu­fyr­ir­tækið Bright­Hou­se, sem hefur verið gagn­rýnt fyrir að færa sér í nyt neyð þús­unda fátækra fjöl­skyldna og ber­skjald­aðs fólks. 

Her­toga­dæmið við­ur­kenndi að hafa ekki haft neina hug­mynd um 12 ára langa fjár­fest­ingu sína í Bright­House þar til blaðið The Guar­dian kom að máli við það ásamt öðrum sam­starfs­að­ilum í alþjóð­legu verk­efni sem nefn­ist Para­dís­ar-skjöl­in.

Ísland smátt í Para­dís­ar­skjölum

Reykja­vik Media fjallar um lek­ann og segir í frétt mið­ils­ins að nöfn nokk­urra tuga íslend­inga sé að finna í þeim 13.4 millj­ónum skjala sem 96 frétta­miðlar í 67 löndum byrja að fjalla um í kvöld. Para­dís­ar­skjölin eins og þau eru kölluð veiti inn­sýn í skattaparadísir víða um heim um það hvernig efnað fólk og alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki nýta sér glufur í kerf­inu til borga minni skatta eða fela eignir sín­ar. „Skjölin koma innan úr lög­fræði­stof­unni App­leby á Bermúda eyjum og innan úr Asi­aciti sjóðnum í Singapúr.  Í skjöl­unum eru einnig upp­lýs­ingar úr 19 fyr­ir­tækja­skrám á þekktum lág­skatta­svæðum eins og Möltu, Bermúda og Cayman eyj­um. Það var þýska blaðið Südd­eutsche Zeit­ung sem komst yfir gögnin og deildi með alþjóð­legum sam­tökum rann­sókn­ar­blaða­manna, ICIJ, Reykja­vik Media og 96 fjöl­miðlum í 67 lönd­um,“ segir í frétt RM.

Einnig segir að ólíkt Panama­skjöl­unum sé Ísland smátt í þessum gagna­leka. Nöfn Íslend­inga sé að finna í gögn­unum frá App­leby og einnig í fyr­ir­tækja­skrá Möltu. Ekki hafi fund­ist nöfn íslenskra stjórn­mála­manna í gögn­unum en þar sé hins­vegar að finna nöfn 126 stjórn­mála­manna frá 47 lönd­um. 

Af norð­ur­lönd­unum sé Ísland með fæstu nöfnin í gögn­unum en Norð­menn flest eða um eitt þús­und.  Frétta­skýr­inga­þátt­ur­inn Kveikur á RÚV mun fjalla um nokkur íslensk nöfn sem fund­ust í gögn­unum næst­kom­andi þriðju­dag.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent