Paradísarskjölin skekja heim hinna ríku

Nýr gagnaleki hefur nú átt sér stað en 13.4 milljónum skjala hefur verið lekið og 96 fréttamiðlar í 67 löndum fjalla nú um þau. Englandsdrottning er meðal þeirra sem eru í skjölunum.

h_52764694.jpg Elísabet II Englandsdrotting
Auglýsing

Millj­ónir punda úr einka­búi Eng­lands­drottn­ingar hafa verið settar á reikn­ing á Cayman-eyjum sem er hluti af aflandseigna­safni sem aldrei hefur verið greint frá fyrr, sam­kvæmt skjölum sem litu dags­ins ljós í rann­sókn á skattaparadísum utan við land­stein­ana. 

Þetta kemur fram í frétt The Guar­dian

Auglýsing

Skrár úr umfangs­miklum leka sýna í fyrsta sinn hvernig drottn­ing­in, fyrir milli­göngu her­toga­dæm­is­ins af Lancaster, hefur átt og á enn fjár­fest­ingar í gegnum sjóði sem hafa sett fé í ýmiss konar fyr­ir­tæki, þar á meðal keðj­una Thres­hers og sölu­fyr­ir­tækið Bright­Hou­se, sem hefur verið gagn­rýnt fyrir að færa sér í nyt neyð þús­unda fátækra fjöl­skyldna og ber­skjald­aðs fólks. 

Her­toga­dæmið við­ur­kenndi að hafa ekki haft neina hug­mynd um 12 ára langa fjár­fest­ingu sína í Bright­House þar til blaðið The Guar­dian kom að máli við það ásamt öðrum sam­starfs­að­ilum í alþjóð­legu verk­efni sem nefn­ist Para­dís­ar-skjöl­in.

Ísland smátt í Para­dís­ar­skjölum

Reykja­vik Media fjallar um lek­ann og segir í frétt mið­ils­ins að nöfn nokk­urra tuga íslend­inga sé að finna í þeim 13.4 millj­ónum skjala sem 96 frétta­miðlar í 67 löndum byrja að fjalla um í kvöld. Para­dís­ar­skjölin eins og þau eru kölluð veiti inn­sýn í skattaparadísir víða um heim um það hvernig efnað fólk og alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki nýta sér glufur í kerf­inu til borga minni skatta eða fela eignir sín­ar. „Skjölin koma innan úr lög­fræði­stof­unni App­leby á Bermúda eyjum og innan úr Asi­aciti sjóðnum í Singapúr.  Í skjöl­unum eru einnig upp­lýs­ingar úr 19 fyr­ir­tækja­skrám á þekktum lág­skatta­svæðum eins og Möltu, Bermúda og Cayman eyj­um. Það var þýska blaðið Südd­eutsche Zeit­ung sem komst yfir gögnin og deildi með alþjóð­legum sam­tökum rann­sókn­ar­blaða­manna, ICIJ, Reykja­vik Media og 96 fjöl­miðlum í 67 lönd­um,“ segir í frétt RM.

Einnig segir að ólíkt Panama­skjöl­unum sé Ísland smátt í þessum gagna­leka. Nöfn Íslend­inga sé að finna í gögn­unum frá App­leby og einnig í fyr­ir­tækja­skrá Möltu. Ekki hafi fund­ist nöfn íslenskra stjórn­mála­manna í gögn­unum en þar sé hins­vegar að finna nöfn 126 stjórn­mála­manna frá 47 lönd­um. 

Af norð­ur­lönd­unum sé Ísland með fæstu nöfnin í gögn­unum en Norð­menn flest eða um eitt þús­und.  Frétta­skýr­inga­þátt­ur­inn Kveikur á RÚV mun fjalla um nokkur íslensk nöfn sem fund­ust í gögn­unum næst­kom­andi þriðju­dag.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hvítir karlar fóru „á veiðar“ og skutu svartan pilt
„Það er svartur maður að hlaupa niður götuna,“ segir móður og másandi maður við neyðarlínuna. Nokkrum mínútum síðar liggur ungur karlmaður í blóði sínu á götunni. Hann hafði verið skotinn þrisvar.
Kjarninn 27. maí 2020
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.
Sláandi niðurstöður könnunar kalli á afgerandi viðbrögð af hálfu forseta Alþingis
Þingflokksformaður Viðreisnar segir að sú staða sem uppi er á Alþingi sé ekki eingöngu óboðleg þeim einstaklingum sem um ræðir, heldur sverti ímynd Alþingis og hafi hamlandi áhrif á getu og vilja fólks til þess að starfa á vettvangi stjórnmálanna.
Kjarninn 27. maí 2020
Úlfar Þormóðsson
Hvurs er hvað?
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Ríkissjóður fær 76 milljarða króna lánaða á 0,625 prósent vöxtum
Nálægt sjöföld umframeftirspurn var eftir því að kaupa skuldabréfaútgáfu íslenska ríkisins. Af þeim mikla áhuga leiddi til þess að hægt var að fá enn lægri vexti en stefnt hafði verið að.
Kjarninn 27. maí 2020
Úr Hæstarétti Íslands.
Benedikt Bogason nýr varaforseti Hæstaréttar
Hæstaréttardómarar kusu sér nýjan varaforseta á fundi sem haldinn var í dag.
Kjarninn 27. maí 2020
Margrét Pála Valdimarsdóttir kann því vel að vinna heima.
Aukin afköst í fjarvinnu og meiri frítími
Að þurfa ekki að keyra til vinnu og að getað tekið æfingu í stofunni eru meðal þeirra kosta sem Margrét Pála Valdimarsdóttir, ráðgjafi hjá Íslandsbanka, sér við fjarvinnu. Starfsfólks bankans mun héðan í frá að jafnaði vinna heima einn dag í viku.
Kjarninn 27. maí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Langfæstir ánægðir með Kristján Þór
Mest ánægja er með störf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en minnst með störf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um opinber fjármál.
Óvíst að efnahagsleg óvissa verði minni í haust en nú
Frumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að endurskoðuð fjármálastefna og uppfærð fjármálaáætlun verði lögð fram á sama tíma og fjárlög 1. október. Fjármálaráð gerir athugasemd við að stefnumörkunin færist öll á einn tímapunkt.
Kjarninn 27. maí 2020
Meira úr sama flokkiErlent