Paradísarskjölin skekja heim hinna ríku

Nýr gagnaleki hefur nú átt sér stað en 13.4 milljónum skjala hefur verið lekið og 96 fréttamiðlar í 67 löndum fjalla nú um þau. Englandsdrottning er meðal þeirra sem eru í skjölunum.

h_52764694.jpg Elísabet II Englandsdrotting
Auglýsing

Millj­ónir punda úr einka­búi Eng­lands­drottn­ingar hafa verið settar á reikn­ing á Cayman-eyjum sem er hluti af aflandseigna­safni sem aldrei hefur verið greint frá fyrr, sam­kvæmt skjölum sem litu dags­ins ljós í rann­sókn á skattaparadísum utan við land­stein­ana. 

Þetta kemur fram í frétt The Guar­dian

Auglýsing

Skrár úr umfangs­miklum leka sýna í fyrsta sinn hvernig drottn­ing­in, fyrir milli­göngu her­toga­dæm­is­ins af Lancaster, hefur átt og á enn fjár­fest­ingar í gegnum sjóði sem hafa sett fé í ýmiss konar fyr­ir­tæki, þar á meðal keðj­una Thres­hers og sölu­fyr­ir­tækið Bright­Hou­se, sem hefur verið gagn­rýnt fyrir að færa sér í nyt neyð þús­unda fátækra fjöl­skyldna og ber­skjald­aðs fólks. 

Her­toga­dæmið við­ur­kenndi að hafa ekki haft neina hug­mynd um 12 ára langa fjár­fest­ingu sína í Bright­House þar til blaðið The Guar­dian kom að máli við það ásamt öðrum sam­starfs­að­ilum í alþjóð­legu verk­efni sem nefn­ist Para­dís­ar-skjöl­in.

Ísland smátt í Para­dís­ar­skjölum

Reykja­vik Media fjallar um lek­ann og segir í frétt mið­ils­ins að nöfn nokk­urra tuga íslend­inga sé að finna í þeim 13.4 millj­ónum skjala sem 96 frétta­miðlar í 67 löndum byrja að fjalla um í kvöld. Para­dís­ar­skjölin eins og þau eru kölluð veiti inn­sýn í skattaparadísir víða um heim um það hvernig efnað fólk og alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki nýta sér glufur í kerf­inu til borga minni skatta eða fela eignir sín­ar. „Skjölin koma innan úr lög­fræði­stof­unni App­leby á Bermúda eyjum og innan úr Asi­aciti sjóðnum í Singapúr.  Í skjöl­unum eru einnig upp­lýs­ingar úr 19 fyr­ir­tækja­skrám á þekktum lág­skatta­svæðum eins og Möltu, Bermúda og Cayman eyj­um. Það var þýska blaðið Südd­eutsche Zeit­ung sem komst yfir gögnin og deildi með alþjóð­legum sam­tökum rann­sókn­ar­blaða­manna, ICIJ, Reykja­vik Media og 96 fjöl­miðlum í 67 lönd­um,“ segir í frétt RM.

Einnig segir að ólíkt Panama­skjöl­unum sé Ísland smátt í þessum gagna­leka. Nöfn Íslend­inga sé að finna í gögn­unum frá App­leby og einnig í fyr­ir­tækja­skrá Möltu. Ekki hafi fund­ist nöfn íslenskra stjórn­mála­manna í gögn­unum en þar sé hins­vegar að finna nöfn 126 stjórn­mála­manna frá 47 lönd­um. 

Af norð­ur­lönd­unum sé Ísland með fæstu nöfnin í gögn­unum en Norð­menn flest eða um eitt þús­und.  Frétta­skýr­inga­þátt­ur­inn Kveikur á RÚV mun fjalla um nokkur íslensk nöfn sem fund­ust í gögn­unum næst­kom­andi þriðju­dag.

Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Jafnframt vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða alls 18 prósent landsmanna.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent