Paradísarskjölin skekja heim hinna ríku

Nýr gagnaleki hefur nú átt sér stað en 13.4 milljónum skjala hefur verið lekið og 96 fréttamiðlar í 67 löndum fjalla nú um þau. Englandsdrottning er meðal þeirra sem eru í skjölunum.

h_52764694.jpg Elísabet II Englandsdrotting
Auglýsing

Millj­ónir punda úr einka­búi Eng­lands­drottn­ingar hafa verið settar á reikn­ing á Cayman-eyjum sem er hluti af aflandseigna­safni sem aldrei hefur verið greint frá fyrr, sam­kvæmt skjölum sem litu dags­ins ljós í rann­sókn á skattaparadísum utan við land­stein­ana. 

Þetta kemur fram í frétt The Guar­dian

Auglýsing

Skrár úr umfangs­miklum leka sýna í fyrsta sinn hvernig drottn­ing­in, fyrir milli­göngu her­toga­dæm­is­ins af Lancaster, hefur átt og á enn fjár­fest­ingar í gegnum sjóði sem hafa sett fé í ýmiss konar fyr­ir­tæki, þar á meðal keðj­una Thres­hers og sölu­fyr­ir­tækið Bright­Hou­se, sem hefur verið gagn­rýnt fyrir að færa sér í nyt neyð þús­unda fátækra fjöl­skyldna og ber­skjald­aðs fólks. 

Her­toga­dæmið við­ur­kenndi að hafa ekki haft neina hug­mynd um 12 ára langa fjár­fest­ingu sína í Bright­House þar til blaðið The Guar­dian kom að máli við það ásamt öðrum sam­starfs­að­ilum í alþjóð­legu verk­efni sem nefn­ist Para­dís­ar-skjöl­in.

Ísland smátt í Para­dís­ar­skjölum

Reykja­vik Media fjallar um lek­ann og segir í frétt mið­ils­ins að nöfn nokk­urra tuga íslend­inga sé að finna í þeim 13.4 millj­ónum skjala sem 96 frétta­miðlar í 67 löndum byrja að fjalla um í kvöld. Para­dís­ar­skjölin eins og þau eru kölluð veiti inn­sýn í skattaparadísir víða um heim um það hvernig efnað fólk og alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki nýta sér glufur í kerf­inu til borga minni skatta eða fela eignir sín­ar. „Skjölin koma innan úr lög­fræði­stof­unni App­leby á Bermúda eyjum og innan úr Asi­aciti sjóðnum í Singapúr.  Í skjöl­unum eru einnig upp­lýs­ingar úr 19 fyr­ir­tækja­skrám á þekktum lág­skatta­svæðum eins og Möltu, Bermúda og Cayman eyj­um. Það var þýska blaðið Südd­eutsche Zeit­ung sem komst yfir gögnin og deildi með alþjóð­legum sam­tökum rann­sókn­ar­blaða­manna, ICIJ, Reykja­vik Media og 96 fjöl­miðlum í 67 lönd­um,“ segir í frétt RM.

Einnig segir að ólíkt Panama­skjöl­unum sé Ísland smátt í þessum gagna­leka. Nöfn Íslend­inga sé að finna í gögn­unum frá App­leby og einnig í fyr­ir­tækja­skrá Möltu. Ekki hafi fund­ist nöfn íslenskra stjórn­mála­manna í gögn­unum en þar sé hins­vegar að finna nöfn 126 stjórn­mála­manna frá 47 lönd­um. 

Af norð­ur­lönd­unum sé Ísland með fæstu nöfnin í gögn­unum en Norð­menn flest eða um eitt þús­und.  Frétta­skýr­inga­þátt­ur­inn Kveikur á RÚV mun fjalla um nokkur íslensk nöfn sem fund­ust í gögn­unum næst­kom­andi þriðju­dag.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn leggst ekki gegn skipun rannsóknarnefndar um fjárfestingarleiðina
Í umsögn sem nýr seðlabankastjóri skrifar undir leggst Seðlabanki Íslands ekki sérstaklega gegn því að fram fari rannsókn á fjárfestingarleiðinni sem bankinn hélt úti milli 2011 og 2015. Alls voru 206 milljarðar króna ferjaðir inn í landið í gegnum hana.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Stefán Eiríksson tekur við starfi útvarpsstjóra 1. mars næstkomandi.
Stjórnmálamenn verði að senda skilaboð um hvað ætti að skera niður hjá RÚV
Verðandi útvarpsstjóri segir að ef það eigi að setja takmarkanir á getu RÚV til að afla sér auglýsingatekna, sem eru yfir tveir milljarðar króna á ári, þá þurfi stjórnmálamenn að segja hvað eigi að láta undan í rekstrinum í staðinn.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent