Kína fer fram úr Bandaríkjunum fyrr en áætlað var

Allt bendir til þess að hagkerfi Kína muni fara fram úr því bandaríska fyrr en áætlað var. Eftir rúmlega áratug verður kínverska hagkerfið orðið stærra, miðað við algengar spár.

Kína
Auglýsing

Kínverska hagkerfið fer fram úr því bandaríska, sem það stærsta í heimi, árið 2028 verði hagvöxtur með svipuðum hætti og hann er nú, það er að bandaríska hagkerfið vaxi um tvö prósent á ári en það kínverska um 6,5 prósent. 

Í umfjöllun Bloomberg kemur fram að forseti Kína Xi Jinping velja forðast viðskiptaleg átök (Trade War) við aðrar þjóðir, þar á meðal Bandaríkin, en að stefna hans til langs tíma sé sú að Kín verði alþjóðlegur leiðtogi í efnahagslífi heimsins árið 2050. Ekki aðeins með stærsta hagkerfið heldur einnig alþjóðlegur leiðtogi á öðrum sviðum, þar með talið umhverfismálum.

Sé mið tekið af stöðu mála eins og hún var í lok síðasta árs, þá telst hlutur Bandaríkjanna um 24,7 prósent af heildarhagkerfi heimsins en Kína tæplega 15 prósent. Þetta er að breytast hratt, eins og áður segir, og munar mest um gríðarlegan vöxt í Kína, Indlandi og nágrannaríkjum í Asíu.

Auglýsing

Stórt skref var stigið í gær, þegar tilkynnt var um rýmri heimildir fyrir erlenda fjárfestingu í fjármálakerfinu í Kína.

Stjórn­völd í Kína hafa ákveðið að rýmka heim­ildir fyrir erlend fjár­mála­fyr­ir­tæki og eigna­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki til að starfa í Kína og munu þau geta átt allt að 51 pró­sent hlut í kín­verskum fyr­ir­tækjum sem sinna þess­ari þjón­ust­u. 

Um stórt og mikið skref er að ræða í þá átt að mark­aðsvæða kín­verskt fjár­mála­kerfi og mark­að­inn í heild, en kín­verska ríkið heldur um flesta þræða í kín­verska hag­kerf­inu og hefur tak­markað mikið umsvif erlendra fyr­ir­tækja í land­in­u. 

Til­kynn­ingin um þessa rýmkun virð­ist vera að koma mörgum á mark­aði á óvart, en sam­kvæmt umfjöllun Bloomberg er þetta álitið vera stórt skref í að styrkja við­skipta­sam­band Banda­ríkj­anna og Kína, þar sem banda­rísk stór­fyr­ir­tæki, ekki síst bankar á Wall Street, hafa kvartað sáran undan því að geta ekki þjón­u­stað við­skipti nema með tak­mörk­uðu hætti, innan Kína. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Loðfílar hafa veirð útdauðir í um tíu þúsund ár.
Ætla sér að koma loðfílum á legg innan sex ára
Fyrirtækið Colossal segir loðfíla geta reynst vel í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og ætla sér að búa þá til með því að blanda erfðaefni þeirra við frumur Asíufíls. Aðrir vísindamenn efast um ágæti verkefnisins.
Kjarninn 18. september 2021
Árni Jensson
Viðhorfskönnun Gallup – Trúmál
Kjarninn 18. september 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Land tækifæranna
Kjarninn 18. september 2021
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent