Kína fer fram úr Bandaríkjunum fyrr en áætlað var

Allt bendir til þess að hagkerfi Kína muni fara fram úr því bandaríska fyrr en áætlað var. Eftir rúmlega áratug verður kínverska hagkerfið orðið stærra, miðað við algengar spár.

Kína
Auglýsing

Kínverska hagkerfið fer fram úr því bandaríska, sem það stærsta í heimi, árið 2028 verði hagvöxtur með svipuðum hætti og hann er nú, það er að bandaríska hagkerfið vaxi um tvö prósent á ári en það kínverska um 6,5 prósent. 

Í umfjöllun Bloomberg kemur fram að forseti Kína Xi Jinping velja forðast viðskiptaleg átök (Trade War) við aðrar þjóðir, þar á meðal Bandaríkin, en að stefna hans til langs tíma sé sú að Kín verði alþjóðlegur leiðtogi í efnahagslífi heimsins árið 2050. Ekki aðeins með stærsta hagkerfið heldur einnig alþjóðlegur leiðtogi á öðrum sviðum, þar með talið umhverfismálum.

Sé mið tekið af stöðu mála eins og hún var í lok síðasta árs, þá telst hlutur Bandaríkjanna um 24,7 prósent af heildarhagkerfi heimsins en Kína tæplega 15 prósent. Þetta er að breytast hratt, eins og áður segir, og munar mest um gríðarlegan vöxt í Kína, Indlandi og nágrannaríkjum í Asíu.

Auglýsing

Stórt skref var stigið í gær, þegar tilkynnt var um rýmri heimildir fyrir erlenda fjárfestingu í fjármálakerfinu í Kína.

Stjórn­völd í Kína hafa ákveðið að rýmka heim­ildir fyrir erlend fjár­mála­fyr­ir­tæki og eigna­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki til að starfa í Kína og munu þau geta átt allt að 51 pró­sent hlut í kín­verskum fyr­ir­tækjum sem sinna þess­ari þjón­ust­u. 

Um stórt og mikið skref er að ræða í þá átt að mark­aðsvæða kín­verskt fjár­mála­kerfi og mark­að­inn í heild, en kín­verska ríkið heldur um flesta þræða í kín­verska hag­kerf­inu og hefur tak­markað mikið umsvif erlendra fyr­ir­tækja í land­in­u. 

Til­kynn­ingin um þessa rýmkun virð­ist vera að koma mörgum á mark­aði á óvart, en sam­kvæmt umfjöllun Bloomberg er þetta álitið vera stórt skref í að styrkja við­skipta­sam­band Banda­ríkj­anna og Kína, þar sem banda­rísk stór­fyr­ir­tæki, ekki síst bankar á Wall Street, hafa kvartað sáran undan því að geta ekki þjón­u­stað við­skipti nema með tak­mörk­uðu hætti, innan Kína. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent