Ekki spurning um stól heldur aðferð

„Meiri hetjan hún Katrín Jakobsdóttir,“ skrifar Svandís Svavarsdóttir á Facebook.

Svandís Svavarsdóttir (lengst til hægri) stendur fast að baki Katrínu Jakobsdóttur (fyrir miðju) í stjórnarmyndunarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn.
Svandís Svavarsdóttir (lengst til hægri) stendur fast að baki Katrínu Jakobsdóttur (fyrir miðju) í stjórnarmyndunarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn.
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, þing­kona Vinstri grænna, hrósar Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­manni flokks­ins, í hástert í færslu á Face­book-­síðu sinni í dag. Hún segir að það yrði stór­kos­legt tæki­færi fyrir þjóð­ina „ef það tekst að ganga frá mál­efnum þannig að hún geti orðið for­sæt­is­ráð­herra lands­ins.“

„Það er ekki spurn­ing um stól heldur aðferð, við­horf og nýja nálg­un. Traustið hrundi fyrir efna­hags­hrunið og hefur ekki tek­ist að end­ur­reisa það. Með nýjum vinnu­brögðum og end­ur­reisn inn­við­anna þá gæti það tekist,“ skrifar Svan­dís enn­frem­ur.

Katrín var við­mæl­andi Gísla Mart­eins Bald­urs­sonar í þætt­inum Vik­unni á RÚV í gær­kvöldi og í Viku­lok­unum á Rás 1 í morg­un. Katrín ræddi þar stöð­una í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins. Í dag er hlé á við­ræð­un­um.

Auglýsing

„Það þarf að gefa henni og VG tæki­færi til að mynda rík­is­stjórn - mál­efnaum­ræðan er ekki komin á enda og það er ekk­ert búið fyrr en allt er búið,“ skrifar Svan­dís sem biðl­aði á dög­unum til sam­flokks­manna sinna að yfir­gefa ekki flokk­inn vegna stjór­ar­mynd­un­ar­við­ræðn­anna fyrr en mál­efna­samn­ingur lægi fyrir og hægt væri að taka efn­is­lega afstöðu til máls­ins.

„En þjóðin sér Katrínu í for­ystu­hlut­verki. Hún hefur bent á að hags­munir þjóð­ar­innar skipti öllu - þröngir flokks­hags­munir mega ekki ráða för. Við kusum hana aftur til for­mennsku í VG fyrir nokkrum vikum og til að hún nái að skila verk­efnum af sér þurfum við að veita henni stuðn­ing. Þannig stöndum við reyndar ekki aðeins með henni heldur líka með sjálfum okkar sem kusum hana í verk­in.“

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent