Angela Merkel, kanslari Þýskalands og leiðtogi Kristilegra demókrata, vill frekar að kosið verði að nýju en að minnihlutastjórn verði mynduð í Þýskaland.
Frjálslyndi flokkurinn sleit stjórnarviðræðunum í um helgina, og bar því við að algjör trúnaðarbrestur hefði verið á milli Græningja og kristilegra demókrata. Ekki hefði verið hægt að fara lengra með viðræðurnar.
Samtals voru flokkarnir þrír með 393 þingmenn af 709 á þýska þinginu og því nokkuð sterkan meirihluta. Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýsklands, reynir nú að miðla málum og hefur biðlað til stjórnmálaleiðtoga um að sýna sveigjanleika í viðræðunum til að koma á stöðugu stjórnarfari og ríkisstjórn sem ferst, að því er fram kemur í umfjöllun BBC.
Flokkur Merkel fékk 33 prósent atkvæða í síðustu kosningum, sem þótti varnarsigur í ljósi mikils uppgang þjóðernissinna í landinu.
Flokkurinn AFD, sem boðaði aðgerðir gegn straumi flóttafólks til landsins og vilda fækka útlendingum í Þýskalandi, fékk um 13 prósent fylgi í kosningunum 94 þingmenn.
Merkel stendur nú frammi fyrir sinni stærstu hindrun, á tólf ára valdatíma sem kanslari.