Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kallað saman

Eldflaugaskot Norður-Kóreu kallaði fram fordæmingu alþjóðasamfélagsins. Forseti Bandaríkjanna sagði á blaðamannafundi að stjórnvöld í Bandaríkjunum „myndu sjá um þetta.“.

h_53623992.jpg
Auglýsing

Örygg­is­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna kemur saman í dag til að ræða eld­flauga­skot hers Norð­ur­-Kóreu­manna, en flaug­in, sem skotið var á loft í til­rauna­skyni, lenti í haf­inu innan jap­anskrar lög­sög­u. 

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá stjórn­völdum í Norð­ur­-Kóreu - með leið­tog­ann Kim Jong Un í broddi fylk­ingar - ræður Norð­ur­-Kórea nú yfir flaugum sem ná yfir öll Banda­rík­in, líka yfir á aust­ur­strönd­ina.

Stjórn­völd í Banda­ríkj­un­um, Japan og Suður Kóreu höfðu áður kallað eftir neyð­ar­fundi, nán­ast um leið og til­rauna­skotið fór fram. 

Auglýsing

Her Suð­ur­-Kóreu, sem er dyggi­lega studdur Banda­ríkja­her og Japön­um, hóf fljót­lega eld­flauga­skota­æf­ingu eftir þetta, sem stóð yfir í ríf­lega þrjár klukku­stund­ir. 

Spennan á Kóreu­skaga er nán­ast áþreif­an­leg þessi miss­erin en mest er hún á landa­mærum Norð­ur- og Suð­ur­-Kóreu.Fyrir rúm­lega tveimur mán­uðum skaut her Norð­ur­-Kóreu upp eld­flaug sem flaug inn í loft­helgi Jap­ans, og fóru við­vör­un­arflautur í gang og neyð­ar­á­ætl­anir fyrir íbúa voru settar af stað. Eld­flaugin end­aði svo í sjón­um. 

Flug­leið flaug­ar­innar nú var um eitt þús­und kíló­metra löng og var hún tæp­lega 50 mín­útur á lofti. Aldrei hefur eld­flaug frá Norð­ur­-Kóreu farið jafn hátt á loft í til­rauna­skot­um, sam­kvæmt umfjöllun BBC, en talið er að flaugin hafi farið 4,8 kíló­metra upp í loft­ið. 

Banda­ríkja­for­seti, Don­ald J. Trump, sagði á blaða­manna­fundi að banda­rísk stjórn­völd „myndu sjá um þetta“ en sagði ekki hvað þau ætl­uðu sér að ger­a. 

Búist er við því að örygg­is­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna muni álykta harð­lega gegn eld­flauga­til­raunum Norð­ur­-Kóreu og krefj­ast enn harð­ari efna­hags­þving­ana af hálfu Kín­verja. 

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent