Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kallað saman

Eldflaugaskot Norður-Kóreu kallaði fram fordæmingu alþjóðasamfélagsins. Forseti Bandaríkjanna sagði á blaðamannafundi að stjórnvöld í Bandaríkjunum „myndu sjá um þetta.“.

h_53623992.jpg
Auglýsing

Örygg­is­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna kemur saman í dag til að ræða eld­flauga­skot hers Norð­ur­-Kóreu­manna, en flaug­in, sem skotið var á loft í til­rauna­skyni, lenti í haf­inu innan jap­anskrar lög­sög­u. 

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá stjórn­völdum í Norð­ur­-Kóreu - með leið­tog­ann Kim Jong Un í broddi fylk­ingar - ræður Norð­ur­-Kórea nú yfir flaugum sem ná yfir öll Banda­rík­in, líka yfir á aust­ur­strönd­ina.

Stjórn­völd í Banda­ríkj­un­um, Japan og Suður Kóreu höfðu áður kallað eftir neyð­ar­fundi, nán­ast um leið og til­rauna­skotið fór fram. 

Auglýsing

Her Suð­ur­-Kóreu, sem er dyggi­lega studdur Banda­ríkja­her og Japön­um, hóf fljót­lega eld­flauga­skota­æf­ingu eftir þetta, sem stóð yfir í ríf­lega þrjár klukku­stund­ir. 

Spennan á Kóreu­skaga er nán­ast áþreif­an­leg þessi miss­erin en mest er hún á landa­mærum Norð­ur- og Suð­ur­-Kóreu.Fyrir rúm­lega tveimur mán­uðum skaut her Norð­ur­-Kóreu upp eld­flaug sem flaug inn í loft­helgi Jap­ans, og fóru við­vör­un­arflautur í gang og neyð­ar­á­ætl­anir fyrir íbúa voru settar af stað. Eld­flaugin end­aði svo í sjón­um. 

Flug­leið flaug­ar­innar nú var um eitt þús­und kíló­metra löng og var hún tæp­lega 50 mín­útur á lofti. Aldrei hefur eld­flaug frá Norð­ur­-Kóreu farið jafn hátt á loft í til­rauna­skot­um, sam­kvæmt umfjöllun BBC, en talið er að flaugin hafi farið 4,8 kíló­metra upp í loft­ið. 

Banda­ríkja­for­seti, Don­ald J. Trump, sagði á blaða­manna­fundi að banda­rísk stjórn­völd „myndu sjá um þetta“ en sagði ekki hvað þau ætl­uðu sér að ger­a. 

Búist er við því að örygg­is­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna muni álykta harð­lega gegn eld­flauga­til­raunum Norð­ur­-Kóreu og krefj­ast enn harð­ari efna­hags­þving­ana af hálfu Kín­verja. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Frumvarp um Þjóðarsjóð lagt aftur fram – Yrði stofnaður um áramót
Frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs, sem á að taka við arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, hefur verið lagt aftur fram. Ekki hefur verið einhugur um hvort að um sé að ræða góða nýtingu á fjármagninu, sem getur hlaupið á hundruð milljörðum á fáum árum.
Kjarninn 16. október 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir - Þjóðbúningamafían
Kjarninn 16. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ofurstéttin sem er að eignast Ísland
Kjarninn 16. október 2019
Samningar sagðir vera að nást milli Breta og Evrópusambandsins
Fundað hefur verið stíft í Brussel og einnig í London, síðustu daga. Reynt er til þrautar að ná samningi um forsendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 16. október 2019
Flokkar Bjarna Benediktssonar og Loga Einarssonar mælast nánast jafn stórir í nýrri könnun Zenter.
Samfylkingin mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkur
Frjálslyndu miðjuflokkarnir þrír í stjórnarandstöðu mælast með meira samanlagt fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir þrír í nýrri könnun. Fylgisaukning Miðflokksins, sem mældist í könnun MMR í síðustu viku, er hvergi sjáanleg.
Kjarninn 16. október 2019
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiErlent