Eldsneytisnotkun í sjávarútvegi farið minnkandi síðan 1997

Eldsneytisnotkun í sjávarútvegi hefur í heild minnkað um tæplega 43 prósent frá árinu 1990 til ársins 2016 og áætlað er að sjávarútvegur dragi úr eldsneytisnotkun um 134 þúsund tonn á tímabilinu 1990 til 2030.

Áætlað er að sjávarútvegur dragi úr eldsneytisnotkun um 134 þúsund tonn á tímabilinu 1990 til 2030.
Áætlað er að sjávarútvegur dragi úr eldsneytisnotkun um 134 þúsund tonn á tímabilinu 1990 til 2030.
Auglýsing

Frá árinu 1997 hefur elds­neyt­is­notkun í sjáv­ar­út­vegi minnkað að með­al­tali um rúm 4 pró­sent ári og var árs­notkun elds­neytis í sjáv­ar­út­vegi árið 2016 sú lægsta frá árinu 1990, bæði frá fiski­skipum og fiski­mjöls­verk­smiðj­um.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi sem birt­ist í morg­un. 

Sam­kvæmt skýrslu­höf­undum hefur útstreymi gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá sjáv­ar­út­vegi minnk­að ­mik­ið. „Með ein­földun má segja að sjáv­ar­út­veg­ur­inn hafi, fyrir sitt leyti, náð mark­miði Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins. Að sjálf­sögðu er sjáv­ar­út­vegur ekki ein­angruð stærð í lofts­lags­mál­um. Heim­ur­inn er einn að þessu leyti. Hvað sem því líður er greini­legt að sjáv­ar­út­vegur á Íslandi hefur náð mjög góðum árangri á liðnum árum,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Auglýsing

Jafn­framt kemur fram að tækninýj­ungar af ýmsu tagi og aðrir orku­gjafar muni hjálpa til við að draga enn frekar úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í íslenskum sjáv­ar­út­vegi á kom­andi árum.

Áætlað er að sjáv­ar­út­vegur dragi úr elds­neyt­is­notkun um 134 þús­und tonn á tíma­bil­inu 1990 til 2030, segir í nið­ur­stöðukafla skýrsl­unn­ar. Einnig kemur fram að sterkir fiski­stofn­ar, fram­farir í veiðum og betra skipu­lag veiða hafi leitt til veru­lega minni olíu­notk­un­ar í sjáv­ar­út­vegi og þar með losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Eld­neyt­is­notkun heldur áfram að drag­ast saman

Elds­neyt­is­notkun í sjáv­ar­út­vegi hefur í heild minnkað um tæp­lega 43 pró­sent frá árinu 1990 til árs­ins 2016 og áætlað er að sjáv­ar­út­vegur dragi úr elds­neyt­is­notkun um 134 þús­und tonn á tíma­bil­inu 1990 til 2030. Þá verði fiski­bræðsla nær ein­göngu knúin með raf­magni og raf­orku­fram­leiðsla um borð í fiski­skipum með ljósa­vél sem liggja í höfn heyri til und­an­tekn­inga. Gangi þetta eftir mun elds­neyt­is­notkun í sjáv­ar­út­vegi hafa dreg­ist saman um 54 pró­sent á tíma­bil­inu, segir enn fremur í skýrsl­unn­i. 

Fram til árs­ins 2030 er reiknað með að olíu­notkun í sjáv­ar­út­vegi drag­ist saman um 19 pró­sent. 

Losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá sjáv­ar­út­vegi hefur farið minnk­andi ár frá ári síðan 1990 en þá var hlut­fallið 19,5 pró­sent af heild­ar­losun Íslands. Árið 2007 var hlut­fallið komið niður í 13 pró­sent og árið 2014 í 9,7 pró­sent.

Að mati skýrslu­höf­unda hefur sjáv­ar­út­vegur á Íslandi þegar náð mark­miði Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins vegna fisk­mjöls og lýs­is­fram­leiðslu og er kom­inn vel á veg með að ná þessu mark­mið­i ­vegna veiða.

Fjár­fest­ing­ar­þörf í fiski­skipum fram til árs­ins 2030 er metin um 180 millj­arðar króna. Nýrri og tækni­vædd­ari skip munu draga enn frekar úr umhverf­is­á­hrifum sjáv­ar­út­vegs.

Hag­kvæmn­is­út­reikn­ingar sýna að hag­stæð­ara er að nota raf­magn úr landi þegar skip eru í höfn, frekar en að keyra ljósa­vélar sem ganga fyrir olíu.

Frá árinu 2006 til árs­ins 2016 hafa Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi sent á eigin vegum eða haft milli­göng­u um end­ur­vinnslu á 8.400 tonnum af veið­ar­færa­úr­gangi.

Miklar breyt­ingar í sjáv­ar­út­vegi und­an­farna ára­tugi

Fiski­skipa­floti lands­manna hefur breyst mikið und­an­farna ára­tugi, segir í skýrsl­unni. Jafn­framt segir að fram yfir alda­mót hafi heild­ar­vél­ar­afl fiski­skipa auk­ist en dregið hafi úr því á liðnum árum. Afli á Íslands­miðum hafi auk­ist mikið á síð­ustu öld en jafn­framt hafi verið veru­legar sveiflur í veið­inni. Miklar fram­farir hafi orðið í skipa­smíðum og veiði­tækni sem hafa áhrif á elds­neyt­is­notk­un. Ný og öfl­ugri skip hafi leyst eldri loðnu­báta og minni tog­skip af hólmi.

Elds­neyt­is­notkun sjáv­ar­út­vegs­ins var mest á árunum 1996 og 1997 þegar mikil sókn var á fjar­læg mið, eins og til dæmis í Smug­una, segir í skýrsl­unn­i. 

Elds­neyt­is­notkun í sjáv­ar­út­vegi í heild þannig hefur minnkað um 43 pró­sent frá árinu 1990. Þar af hefur elds­neyt­is­notkun fiski­skipa minnkað um rúm 35 pró­sent og fiski­mjöls­verk­smiðja um tæp 84 pró­sent. Sigl­ingar íslenskra fiski­skipa með afla á erlenda mark­aði eru nú fátíð­ar. Íslensk skip sigla í meiri­háttar við­hald og end­ur­bætur erlendis og nota þá gjarnan tæki­færið til að fylla elds­neytistank­ana.

„Þessi erlenda elds­neytistaka er ekki með í tölum um elds­neyt­is­notkun fiski­skipa­flot­ans. Hún er hins vegar mjög lít­ill hluti af heild­ar­notk­un­inni. Ástæður sam­dráttar í elds­neyt­is­notkun sjáv­ar­út­vegs á tíma­bil­inu frá 1990 til 2016 eru einkum hátt olíu­verð, minni afli, tækni­fram­farir sem auka afla á sókn­ar­ein­ingu og sam­þjöppun í grein­inn­i. 

Ísland er aðili að Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu og hefur kynnt lands­mark­mið um að taka þátt í sam­eig­in­legu mark­miði Evr­ópu­ríkja um að minnka losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda um 40 pró­sent til árs­ins 2030 miðað við árið 1990. Þannig er lagt á sjáv­ar­út­veg að minnka notkun jarð­efna­elds­neytis á 40 árum um 40 pró­sent. Sjáv­ar­út­vegur á Íslandi hefur þegar náð þessu mark­miði við fram­leiðslu á fiski­mjöli og lýsi og er kom­inn vel á veg með að ná því vegna veiða,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Borgarstjóri með um sexfalt hærri laun en fólkið á lægstu laununum
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins veltir því fyrir sér hvernig maður, sem er með um tvær milljónir í laun á mánuði, hafi meiri áhyggjur af verkföllum en velferð starfsfólks sem heyri beint undir hann.
Kjarninn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent