Það er á ábyrgð vinnuveitanda að uppræta áreitni á vinnustað

Samtök atvinnulífsins segja að vinnuveitendur verði að taka ábyrga afstöðu og láta brotaþola alltaf njóta vafans.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA
Auglýsing

Sam­tök atvinnu­lífs­ins segja að vinnu­veit­endur verði að taka á áreitni og ofbeldi af kyn­ferð­is­legum toga. Þeir beri ábyrgð á því að bregð­ast við og þar sér grund­vall­ar­at­riði að láta brota­þola njóta vafans. 

#Metoo átakið hefur opnað upp á gátt umræðu um kyn­ferð­is­lega áreitni og ofbeldi gagn­vart kon­um, en konur í flugi og fjöl­miðlum, bætt­ust í gær í hóp stétta þar sem konur hafa deilt sögum þar sem þær hafa verið beittar ofbeldi og ósæmi­legri hegð­un. 

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri SA, sagði í við­tali við RÚV í gær að það ætti að vera for­gangs­mál hjá öllum vinnu­stöðum að tryggja öryggi starfs­manna, og hluti af því snýr að því að konur séu ekki áreittar eða beittar öðru ofbeld­i. 

Auglýsing

Í til­kynn­ingu frá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins er áréttað að sú bylgja sem hefur komið fram að und­an­förnu sýni að vand­inn sé stærri nú en áður var talið. „Áreitni og ofbeldi af kyn­ferð­is­legum toga hefur lengi verið dulið vanda­mál á fjöl­mörgum vinnu­stöð­um. Þolendur hafa átt erfitt með að greina frá brotum sem þeir hafa orðið fyrir enda oft í erf­iðri stöðu gagn­vart yfir­mönnum og sam­starfs­fólki. Bylgja vitn­is­burða und­an­farið um kyn­ferð­is­áreitni og ofbeldi hefur leitt í ljós að vand­inn er stærri og brota­hegð­unin algeng­ari en áður var talið. Það er frum­skylda atvinnu­rek­enda að senda skýr skila­boð til starfs­manna sinna um að ein­elti, áreitni og ofbeldi verði ekki lið­ið,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Sam­tökin segja að vinnu­staðir verði að skoða vinnu­staða­menn­ing­una á hverjum stað, og meta hvernig sé best að bregð­ast við. „Þá er mik­il­vægt að stjórn­endur skoði vinnu­staða­menn­ingu á sínum vinnu­stöðum og hvernig er hægt að bæta hana, draga úr hættu á sær­andi fram­komu og að mál­efni þolenda verði í for­gangi þegar brot koma upp. Ein meg­in­skylda vinnu­veit­anda er að tryggja starfs­mönnum öruggt og heilsu­sam­legt vinnu­um­hverfi. Fyr­ir­tækjum ber að gera áhættu­mat til að greina þá áhættu sem getur verið fyrir hendi. Í mat­inu skal koma fram til hvaða aðgerða fyr­ir­tækið hyggst grípa til komi fram kvörtun, ábend­ing eða rök­studdur grunur um brot,“ segir í til­kynn­ing­unni.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Friðarsamkomulag í sjónmáli?
Vonir hafa vaknað um það á mörkuðum, að tollastríð Bandaríkjanna og Kína sé möguleika að komast á endastöð, með samkomulagi í sjónmáli. Óvissa er þó enn um það.
Kjarninn 13. desember 2019
Hér má sjá áhrif eins vetrarstorms á minjar sem reynt var að verja með sandpokum. Sandpokarnir eru á víð og dreif.
Rauð viðvörun! Fornminjar á Íslandi í voða
Kjarninn 13. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent