Launþegum fjölgar milli ára í byggingariðnaði og ferðaþjónustu, en ekki eins hratt og áður. Launþegum fækkar í sjávarútvegi, að því er kemur fram í umfjöllun Hagstofu Íslands. Í október 2017 voru 2.660 launagreiðendur og um 12.900 launþegar í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og hafði launþegum fjölgað um 1.500 (14%) samanborið við október 2016. Í október voru 1.783 launagreiðendur og um 26.800 launþegar í einkennandi greinum ferðaþjónustu og hafði launþegum fjölgað um 1.700 (7%) á einu ári. Á sama tímabili hefur launþegum í heild fjölgað um 6.500 (4%),“ segir í frétt Hagstofu Íslands.
Innan sjávarútvegs voru 8.900 starfandi í október, en innan þess sem Hagstofan skilgreinir sem skapandi greinar, voru um 9.200 starfandi. Nánari lýsingar á skiptingu starfa eftir greinum má sjá hér.