Skarphéðinn Berg Steinarsson skipaður ferðamálastjóri

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur skipað Skarphéðinn Berg Steinarsson í embætti ferðamálastjóra.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Auglýsing

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ráð­herra ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar, hefur skipað Skarp­héð­inn Berg Stein­ars­son í emb­ætti ferða­mála­stjóra til fimm ára frá 1. jan­úar næst­kom­and­i. 

Frá þessu er greint í frétta­til­kynn­ingu frá­ at­vinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­in­u. 

Skarp­héð­inn Berg útskrif­að­ist með Cand. oecon. próf í við­skipta­fræði frá Háskóla Íslands árið 1987 og lauk MBA námi frá Uni­versity of Minnesota árið 1990. 

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni segir að hann hafi víð­tæka stjórn­un­ar- og rekstr­ar­reynslu bæði úr atvinnu­líf­inu og úr stjórn­sýsl­unni, m.a. sem skrif­stofu­stjóri í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu og deild­ar­stjóri í fjár­mála­ráðu­neyt­inu. Í fyrri störfum sínum hafi hann m.a. komið að fjár­mála­stjórn­un, áætl­ana­gerð og fjár­laga­gerð ásamt því að hafa góða reynslu af stjórnun breyt­inga. 

Segir jafn­framt að Skarp­héð­inn hafi góða þekk­ingu á ferða­þjón­ustu meðal ann­ars í gegnum störf sín sem for­stjóri Iceland Express, for­stjóri Ferða­skrif­stofu Íslands og fram­kvæmda­stjóri Íshesta. 

Staðan var aug­lýst í lok októ­ber og bár­ust 23 umsóknir en hæfn­is­nefndin mat þrjá umsækj­endur best til þess fallna að gegna emb­ætti ferða­mála­stjóra.  Einn þeirra var odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, Hall­dór Hall­dórs­son. Þetta kom fram í frétt Túrista á dög­un­um. 

Í síð­ustu viku átti ráð­herra ferða­mála, Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, fundi með þeim þremur sem koma til greina í starfið og í kjöl­farið var búist við að skipað yrði í emb­ætt­ið, sagði í frétt­inni.

Þau þrjú sem hæfn­is­nefndin mat hæfust voru, sam­kvæmt heim­ildum Túrista, Arn­heiður Jóhanns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Mark­aðs­stofu Norð­ur­lands, Hall­dór Hall­dórs­son, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík og Skarp­héð­inn Berg Stein­ars­son sem hefur meðal ann­ars verið fram­kvæmda­stjóri Íshesta, Ferða­skrif­stofu Íslands og Iceland Express.

Meira úr sama flokkiInnlent