Skarphéðinn Berg Steinarsson skipaður ferðamálastjóri

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur skipað Skarphéðinn Berg Steinarsson í embætti ferðamálastjóra.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Auglýsing

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ráð­herra ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar, hefur skipað Skarp­héð­inn Berg Stein­ars­son í emb­ætti ferða­mála­stjóra til fimm ára frá 1. jan­úar næst­kom­and­i. 

Frá þessu er greint í frétta­til­kynn­ingu frá­ at­vinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­in­u. 

Skarp­héð­inn Berg útskrif­að­ist með Cand. oecon. próf í við­skipta­fræði frá Háskóla Íslands árið 1987 og lauk MBA námi frá Uni­versity of Minnesota árið 1990. 

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni segir að hann hafi víð­tæka stjórn­un­ar- og rekstr­ar­reynslu bæði úr atvinnu­líf­inu og úr stjórn­sýsl­unni, m.a. sem skrif­stofu­stjóri í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu og deild­ar­stjóri í fjár­mála­ráðu­neyt­inu. Í fyrri störfum sínum hafi hann m.a. komið að fjár­mála­stjórn­un, áætl­ana­gerð og fjár­laga­gerð ásamt því að hafa góða reynslu af stjórnun breyt­inga. 

Segir jafn­framt að Skarp­héð­inn hafi góða þekk­ingu á ferða­þjón­ustu meðal ann­ars í gegnum störf sín sem for­stjóri Iceland Express, for­stjóri Ferða­skrif­stofu Íslands og fram­kvæmda­stjóri Íshesta. 

Staðan var aug­lýst í lok októ­ber og bár­ust 23 umsóknir en hæfn­is­nefndin mat þrjá umsækj­endur best til þess fallna að gegna emb­ætti ferða­mála­stjóra.  Einn þeirra var odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, Hall­dór Hall­dórs­son. Þetta kom fram í frétt Túrista á dög­un­um. 

Í síð­ustu viku átti ráð­herra ferða­mála, Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, fundi með þeim þremur sem koma til greina í starfið og í kjöl­farið var búist við að skipað yrði í emb­ætt­ið, sagði í frétt­inni.

Þau þrjú sem hæfn­is­nefndin mat hæfust voru, sam­kvæmt heim­ildum Túrista, Arn­heiður Jóhanns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Mark­aðs­stofu Norð­ur­lands, Hall­dór Hall­dórs­son, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík og Skarp­héð­inn Berg Stein­ars­son sem hefur meðal ann­ars verið fram­kvæmda­stjóri Íshesta, Ferða­skrif­stofu Íslands og Iceland Express.

Bára Halldórsdóttir
Kröfu Miðflokksmanna í Klaustursmáli hafnað
Bára Halldórsdóttir hafði betur í Landsrétti eins og í hún hafði í héraði, þegar krafa um gagnaöflunarvitnaleiðslur var umfjöllunar.
Kjarninn 16. janúar 2019
Vilhelm Már Þorsteinsson nýr forstjóri Eimskips
Formaður stjórnar er Baldvin Þorsteinsson, en hann er náfrændi nýja forstjórans. Eimskip er skráð á aðallista kauphallar Íslands, en Samherji er stærsti eigandi félagsins.
Kjarninn 16. janúar 2019
Magnús Halldórsson
Að gera hlutina vel
Kjarninn 16. janúar 2019
Vísitala leiguverðs lækkar milli mánaða
Leiguverð lækkaði milli mánaða, samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár.
Kjarninn 16. janúar 2019
May telur allur líkur á að ríkisstjórn hennar standi af sér vantrauststillöguna
Í kvöld munu bresk­ir þing­menn greiða at­kvæði um van­traust á rík­is­stjórn Th­eresu May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, aðeins sól­ar­hring eft­ir að þingið hafnaði Brex­it-samn­ingi stjórn­ar­inn­ar og Evr­ópu­sam­bands­ins.
Kjarninn 16. janúar 2019
Auður Jónsdóttir, Steinunn Stefánsdóttir og Bára Huld Beck samankomnar þegar Þjáningarfrelsið var tilnefnt til verðlaunanna.
Bók um fjölmiðla hlýtur Fjöruverðlaunin
Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlauna kvenna 2019 voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða í dag klukkan 15.
Kjarninn 16. janúar 2019
Helga Vala Helgadóttir stýrði fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
Hefur verið rætt óformlega að skipa rannsóknarnefnd vegna sendiherramálsins
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segist telja að það verði að skoða hvort að skipa þurfi rannsóknarnefnd um sendiherramálið svokallaða, sem snýst um meint pólitísk hrossakaup um sendiherrastöður. Þetta kemur fram í sjónvarpsþættinum 21 á Hring
Kjarninn 16. janúar 2019
Leikskólagjöld lægst í Reykjavík
Mikill munur er á leikskólagjöldum á milli sveitarfélaga, munurinn á almennu leikskólagjaldi er mest 53 prósent á milli sveitarfélaga eða rúm 150 þúsund á ári. Leikskólagjöld hækka hja 80 prósent sveitarfélaga á þessu ári.
Kjarninn 16. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent