Þrátt fyrir að Facebook sé sífellt stækkandi veldi og efnahagur fyrirtækisins hafi verið að styrkjast á árinu, þá hefur árið 2017 verið slæmt fyrir Facebook. En næsta ár verður verra.
Þetta segir Leonid Bershidsky, blaðamaður Bloomberg, en markaðsvirði félagsins nemur nú 523 milljörðum Bandaríkjadala, eða sem nemur 55 þúsund milljörðum króna.
Á einu ári hefur virði Facebook hækkað um meira en 60 prósent. En það sem Bershidsky hefur áhyggjur af, er að Facebook verði miðpunkturinn í miklum breytingum á regluverki sem komi til með að þrengja að möguleikum Facebook til að verða efnahagslegt stórveldi. Þetta á meðal annars við um lög og reglur ríkja um hvernig fara eigi með persónulegar upplýsingar.
2017 Was Bad for Facebook. 2018 Will Be Worse. - Bloomberg https://t.co/k24WX0mStw
— Bill Mitchell (@mitchellvii) December 14, 2017
Facebook hefur verið mikið í umræðunni á undanförnum árum ekki síst vegna þeirra áhrifa sem samfélagsmiðillinn hefur haft á samfélagslega umræðu og stjórnmál.
Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur sagt að fyrirtækið sé meðviðtað um samfélagslegt mikilvægi sitt og hvað það hefur mikil áhrif á fjölmiðla og stjórnmál, en notendur eru nú áætlaðir meira en tveir milljarðar, eða tæplega 30 prósent af öllum íbúum jarðar.
Jafnt og þétt hefur fyrirtækið verið auka umsvif á auglýsingamarkaði og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun.