„Við skulum ekki alveg gefa þetta upp á bátinn,“ segir Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, viðMorgunblaðið, í dag en rætt varð við hann ná tíunda tímanum í gærkvöldi.
Samningafundi flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk um það leyti án niðurstöðu, en verkfall hefst á morgun ef ekki tekst að semja. Fram hefur komið að flugvirkjar vilji um 20 prósent launahækkun, en kröfurnar hafa þó ekki verið staðfestar af flugvirkjum eða Samtökum atvinnulífsins.
Fyrir liggur að verkfall flugvirkja getur haft mikil áhrif á flugsamgöngur. Á hverjum degi getur það haft áhrif á um 10 þúsund farþega. Í yfirlýsingu Samtaka ferðaþjónustunnar kemur fram að verkfallshótun flugvirkja hefur valdið miklum óróa meðal fyrirtækja í ferðaþjónustu.
Í yfirlýsingunni kemur fram að nú þegar hafi verkfallshótunin haft töluverð áhrif á mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu. Fyrirsjáanlegt sé að verkfallið geti haft gífurlega mikil áhrif á samgöngur til landsins, og þar með grafið undan ferðaþjónustunni.