Evrópusambandið er sagt ætla að rannsaka skattamál fyrirtækisins Ikea í Hollandi, en samkvæmt frétt Financial Times sem birtist í gær, mun Margrethe Vestager, framkvæmdastjóri samkeppnismála hjá Evrópusambandinu, sjá um rannsóknina.
Fyrirtækið á að hafa komist hjá því að borga skatt upp á einn milljarð evra á árunum 2009 til 2014 um alla Evrópu. Þetta kom fram í skýrslu sem var gefin út árið 2016 á vegum The Greens hjá Evrópuþinginu.
Ónefndur hollenskur embættismaður segir í Wall Street Journal að hollensk yfirvöld hafi verið látin vita af þessari væntanlegri rannsókn.
Ikea sem starfrækir 242 búðir í Evrópu var stofnað í Svíþjóð en er nú í eigu Stichting Ingka Foundation sem er með aðsetur í Hollandi.
Fleiri stórfyrirtæki hafa verið rannsökuð á síðustu misserum hjá Evrópusambandinu á borð við Apple, Starbucks og Amazon.