Guðni: Stöndum saman um samfélag sem hafnar ráðríki hinna freku

Forseti Íslands fjallaði um þá sem féllu fyrir annarra hendi á nýliðnu ári, baráttuna gegn kynferðislegu ofbeldi og áreitni, virkjunarmál og fátækt í nýársávarpi sínu. Þá vitnaði hann í tíu ára rappara og Halldór Laxness.

Guðni Th Jóhannesson
Auglýsing

Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, sagði í nýársávarpi sínu í dag að nýlið­ins árs yrði kannski einkum minnst fyrir þau tíma­mót að konur hafi fylkt liði gegn kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi, sögðu hingað og ekki lengra og karlar tóku und­ir. „Við eigum að standa saman um sam­fé­lag sem hafnar ráð­ríki hinna freku, áfergju þeirra sem þykj­ast geta kom­ist upp með hvað sem er. Í þessum efnum sem öðrum má þó var­ast alhæf­ing­ar, hvik­sögur og hald­lausar ásak­an­ir; þær spilla góðum mál­stað.“

Guðni sagði að nú væri uppi mikið hag­vaxt­ar­skeið hér­lend­is. Góð­æri sem sumir líki við árið 2007. „Laust fyrir jól mátti lesa í einum fjöl­miðli að þessi gósentíð sæist meðal ann­ars í eld­húsum lands­manna „sem virð­ast verða flott­ari og dýr­ari með hverjum deg­in­um“. Ann­ars staðar var frá því greint að end­ur­vinnslu­stöðvar hefðu vart undan að taka við varn­ingi fólks, oftar en ekki í góðu lagi en utan tísku­strauma og þyrfti því að farga. Er þetta alveg sjálf­sag­t?“

For­set­inn sagði að á sama tíma og sumir lifi við þetta góð­æri berj­ist margir við að ná endum saman og búi jafn­vel við sára fátækt. Efn­is­leg verð­mæti tryggi þó ekki endi­lega ham­ingju og lífs­gæði og að það væri áhyggju­efni hversu illa Íslandi hefði gengið að safna í sjóð þegar vel áraði. „Er þetta eitt­hvað í þjóð­arsál­inni? Í rapp­lag­inu „Græða pen­ing­inn“ syngur tíu ári snáði, Úlfur Emilio Machado Tinnu­son, um þá list sem geri honum kleift að kaupa ís og bland í poka. „Sóaði öllum pen­ing­unum en ég bara græði á morg­un,“ segir svo áfram í lag­inu. Bragð er að þá barnið finn­ur! Hér má horfa öfund­ar­augum til Norð­manna sem báru gæfu til að setja olíu­auð sinn í þjóð­ar­sjóð. Við búum líka yfir sam­eig­in­legum auð­lind­um. Þau lofa því góðu, áform stjórn­valda um þjóð­ar­sjóð Íslands sem tryggi að arður auð­lind­anna renni til nýsköp­unar og nauð­syn­legra end­ur­bóta í heil­brigð­is­kerf­inu, auk ann­arra þjóð­þrifa­mála.“

Auglýsing

Guðni sagði að Íslend­ingar búi í sam­fé­lagi og eigi að hugsa vel hverjir um aðra. „Ég vona að við getum verið sam­mála um þann grund­völl þjóð­skipu­lags­ins að jafn­rétti ríki á öllum svið­um, að allir fái grunn­menntun og geti reitt sig á öfl­ugt vel­ferð­ar- og heil­brigð­is­kerfi, óháð efna­hag eða búsetu, að allir megi njóta eigin atorku en greiði sann­gjarna skatta og skyldur til sam­eig­in­legra þarfa, og allir njóti arðs af sam­eig­in­legum auð­lindum okk­ar.“

Hægt er að lesa ávarp for­set­ans í heild sinni hér.Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson.
Segir eina leið til að þakka Jóhannesi að gefa í baukinn hjá sjóðnum sem styður hann
Óskað eftir fjárhagslegum stuðningi almennings við uppljóstrara eins og Jóhannes Stefánsson. Hann hafi þegar orðið fyrir „heiftarlegum persónuárásum og níði“ og kostnaður við lögfræðikostnað hans sé þegar byrjaður að hrannast upp.
Kjarninn 27. janúar 2020
Fallinn risi mætir örlögum sínum
„Verst geymda leyndarmál Hollywood“ var afhjúpað haustið 2017 og hrinti af byltingu kenndri við metoo. Reynsla yfir hundrað kvenna er sú sama: Harvey Weinstein nýtti sér yfirburðastöðu sína til að áreita þær og beita ofbeldi. Réttarhöldin eru nú hafin.
Kjarninn 27. janúar 2020
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent