Guðni: Stöndum saman um samfélag sem hafnar ráðríki hinna freku

Forseti Íslands fjallaði um þá sem féllu fyrir annarra hendi á nýliðnu ári, baráttuna gegn kynferðislegu ofbeldi og áreitni, virkjunarmál og fátækt í nýársávarpi sínu. Þá vitnaði hann í tíu ára rappara og Halldór Laxness.

Guðni Th Jóhannesson
Auglýsing

Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, sagði í nýársávarpi sínu í dag að nýlið­ins árs yrði kannski einkum minnst fyrir þau tíma­mót að konur hafi fylkt liði gegn kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi, sögðu hingað og ekki lengra og karlar tóku und­ir. „Við eigum að standa saman um sam­fé­lag sem hafnar ráð­ríki hinna freku, áfergju þeirra sem þykj­ast geta kom­ist upp með hvað sem er. Í þessum efnum sem öðrum má þó var­ast alhæf­ing­ar, hvik­sögur og hald­lausar ásak­an­ir; þær spilla góðum mál­stað.“

Guðni sagði að nú væri uppi mikið hag­vaxt­ar­skeið hér­lend­is. Góð­æri sem sumir líki við árið 2007. „Laust fyrir jól mátti lesa í einum fjöl­miðli að þessi gósentíð sæist meðal ann­ars í eld­húsum lands­manna „sem virð­ast verða flott­ari og dýr­ari með hverjum deg­in­um“. Ann­ars staðar var frá því greint að end­ur­vinnslu­stöðvar hefðu vart undan að taka við varn­ingi fólks, oftar en ekki í góðu lagi en utan tísku­strauma og þyrfti því að farga. Er þetta alveg sjálf­sag­t?“

For­set­inn sagði að á sama tíma og sumir lifi við þetta góð­æri berj­ist margir við að ná endum saman og búi jafn­vel við sára fátækt. Efn­is­leg verð­mæti tryggi þó ekki endi­lega ham­ingju og lífs­gæði og að það væri áhyggju­efni hversu illa Íslandi hefði gengið að safna í sjóð þegar vel áraði. „Er þetta eitt­hvað í þjóð­arsál­inni? Í rapp­lag­inu „Græða pen­ing­inn“ syngur tíu ári snáði, Úlfur Emilio Machado Tinnu­son, um þá list sem geri honum kleift að kaupa ís og bland í poka. „Sóaði öllum pen­ing­unum en ég bara græði á morg­un,“ segir svo áfram í lag­inu. Bragð er að þá barnið finn­ur! Hér má horfa öfund­ar­augum til Norð­manna sem báru gæfu til að setja olíu­auð sinn í þjóð­ar­sjóð. Við búum líka yfir sam­eig­in­legum auð­lind­um. Þau lofa því góðu, áform stjórn­valda um þjóð­ar­sjóð Íslands sem tryggi að arður auð­lind­anna renni til nýsköp­unar og nauð­syn­legra end­ur­bóta í heil­brigð­is­kerf­inu, auk ann­arra þjóð­þrifa­mála.“

Auglýsing

Guðni sagði að Íslend­ingar búi í sam­fé­lagi og eigi að hugsa vel hverjir um aðra. „Ég vona að við getum verið sam­mála um þann grund­völl þjóð­skipu­lags­ins að jafn­rétti ríki á öllum svið­um, að allir fái grunn­menntun og geti reitt sig á öfl­ugt vel­ferð­ar- og heil­brigð­is­kerfi, óháð efna­hag eða búsetu, að allir megi njóta eigin atorku en greiði sann­gjarna skatta og skyldur til sam­eig­in­legra þarfa, og allir njóti arðs af sam­eig­in­legum auð­lindum okk­ar.“

Hægt er að lesa ávarp for­set­ans í heild sinni hér.Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent