#Metoo-konur manneskja ársins á Rás 2

Valin hefur verið manneskja ársins á Rás 2 en hlustendur kusu #metoo-konur í þetta sinn.

Metoo
Auglýsing

Hlust­endur Rásar 2 hafa valið #metoo-­konur mann­eskju árs­ins í tuttug­asta og níunda sinn. Þetta var til­kynnt í þætt­inum Á síð­ustu stundu á Rás 2 í dag. 

Fimmtu­dag­inn 21. des­em­ber var byrjað að taka við til­nefn­ingum á ruv.­is. Þátta­stjórn­endur Rásar 2 opn­uðu einnig reglu­lega fyrir sím­ann og tóku við til­nefn­ing­um.

Á milli jóla og nýárs voru kynntir listar með nöfnum þeirra tíu sem fengu flestar til­nefn­ingar hlust­enda. Þá tók við síma- og net­kosn­ing, þar sem hægt var að kjósa sína mann­eskju á ruv.is, sam­hliða síma­kosn­ingu á Rás 2. Þeirri kosn­ingu lauk 30. des­em­ber.

Auglýsing

Byrj­aði með Wein­stein

Í byrjun októ­ber síð­ast­lið­ins birt­ist umfjöllun um kvik­mynda­fram­leið­and­ann Har­vey Wein­stein en í henni greindu leikkonur frá reynslu sinni af ofbeldi af hans hálf­u. Hann var ásak­aður um að áreita fjölda kvenna en margar leikkonur stigu fram. Har­vey Wein­stein er annar stofn­enda Miramax fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­is­ins en hann hefur fram­leitt stór­myndir á borð við Pulp Fict­ion, Clerks, The Crying Game og Sex, Lies and Vid­eota­pe. Hann hefur ásamt bróður sín­um, Bob Wein­stein, rekið fram­leiðslu­fyr­ir­tækið The Wein­stein Company frá árinu 2005. 

Í The New York Times kom fram að Wein­stein hafi á þrjá­tíu ára ferli greitt skaða­bætur í að minnsta kosti átta aðskildum málum vegna marg­vís­legra brota tengdum kyn­ferð­is­áreitni.

Fjöldi brota­þola er gríð­ar­legur en lík­legt þykir að tugir kvenna hafi orðið fyrir barð­inu á hon­um. Meðal þeirra kvenna eru leikkon­urnar Ashley Judd og Rose Mac­Gowan, ítölsk fyr­ir­sæta að nafni Ambra Batti­l­ana og tvær aðstoð­ar­konur Wein­stein.

Leik­konan Alyssa Mila­no, sem er fræg fyrir leik sinn í þátt­unum Mel­rose Place, Whos the Boss og Charmed, var áhrifa­valdur þess að #metoo náði slíkri útbreiðslu sem raun ber vitni eftir að hún hvatti á Twitter þann 15. októ­ber síð­ast­lið­inn konur að stíga fram og segja frá reynslu sinn­i.  

Myllu­merkið á upp­runa sinn í gras­rót­ar­sam­tökum árið 2006 þegar aðgerðasinn­inn Tar­ana Burke bjó það til á sam­fé­lags­miðl­inum MySpace. Hug­myndin var sú að tengja saman svartar konur sem orðið höfðu fyrir kyn­ferð­is­of­beldi og að nota sam­kennd til að styrkja konur og efla þær. 

Rúm­lega 4.700 hafa skrifað undir áskorun

Eftir að umræðan um #metoo komst í hámæli fóru konur á Íslandi að segja sögur sínar opin­ber­lega, þó flestar nafn­laus­ar. Konur í stjórn­málum riðu á vaðið og sendu frá sér áskorun þann 24. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Síðan þá hefur fjöldi starfs­stétta gefið út yfir­lýs­ingar þar sem kyn­ferð­is­legu áreiti, ofbeldi og mis­munun er mót­mælt. 

Krafan er skýr: Konur vilja breyt­ing­ar. Þær vilja að sam­fé­lagið við­ur­kenni vand­ann og þær hafna núver­andi ástandi. Þær krefj­ast þess að sam­verka­menn þeirra taki ábyrgð á gjörðum sínum og að verk­ferlum verði komið í gagnið og við­bragðs­á­ætl­anir gang­sett­ar.

Nú hafa rúm­lega 4.700 kon­ur úr ýmsum starfs­stétt­u­m ­skrifað undir áskorun þar sem þær setja fram kröfur sínar og deilt með þjóð­inni 543 sög­um. Hver og ein saga lýsir reynslu konu sem þurft hefur að takast á við áreiti, ofbeldi eða mis­munun vegna kyns síns. 

#Metoo-þátt­tak­endur einnig valdir af TIME mag­azine

Kon­­urnar sem greindu frá reynslu sinni og rufu þagn­­ar­múr­­inn voru einnig valdar per­­sóna árs­ins hjá tíma­­rit­inu TIME í byrjun des­em­ber en það segir okkur að loks­ins er farið að hlusta.

Í til­­kynn­ingu TIME segir að fólk sem brotið hefur þagn­­ar­múr­­inn varð­andi kyn­­ferð­is­­legt ofbeldi og áreitni sé af öllum kyn­þátt­um, úr öllum stétt­um, sinni ýmiss konar störfum og búi víðs ­vegar í heim­in­­um. Sam­eig­in­­leg reiði þeirra hafi haft í för með sér gríð­­ar­­lega miklar og átak­an­­legar afleið­ing­­ar. Vegna áhrifa þessa fólks á árinu 2017 hafi það því hlotið tit­il­inn mann­eskja árs­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent