Átta skipaðir héraðsdómarar

Settur dómsmálaráðherra fór eftir niðurstöðu nefndar um hæfni umsækjenda um embætti héraðsdómara. Sendi bréf á dómsmálaráðuneytið þar sem hann segist ekki hafa átt annarra kosta völ.

Guðlaugur þór
Auglýsing

Guðlaugur Þór Þórðarson settur dómsmálaráðherra hefur skipað átta héraðsdómara sem taldir voru hæfastir samkvæmt mati dómnefndar sem fjallaði um hæfi umsækjenda um dómaraembætti.

Þeir sem hljóta embættin eru Arnar Þór Jónsson, Ásgerður Ragnarsdóttir, Ástráður Haraldsson, Bergþóra Ingólfsdóttir, Daði Kristjánsson, Helgi Sigurðsson, Ingiríður Lúðvíksson og Pétur Dam Leifsson.

Að lokinni skipun í embættin ritaði ráðherrann bréf og kom með því á framfæri við dómsmálaráðherra athugasemdum um verklag og reglur um veitingu dómaraembætta. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins segir að ráðherra hafi lýst opinberlega yfir vilja sínum til þess að endurskoða þær reglur og telur það nauðsynlegt. Bréfið var einnig sent allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

Auglýsing

Vill breyta lagaumhverfi við skipun dómara

Í bréfi ráðherrans kemur fram að hann telji brýnt að lagaumhverfi við skipun dómara verði breytt þannig að ráðherra geti sinnt hlutverki sínu sem skyldi í ferlinu. Ráðherra fari með skipunarvaldið þegar kemur að því að skipa dómara og ætli hann að gera tillögu til Alþingis um að víkja frá umsögn dómnefndar þurfi hann að reisa ákvörðun sína á sjálfstæðri rannsókn og tryggja að fyrir hendi sé sérþekking við rannsóknina, sambærileg þeirri sem dómnefnd býr yfir. Hann þarf að lágmarki að gera samanburð á hæfni annars vegar þeirra sem dómnefnd hafði metið á meðal hæfustu en ráðherra gerir ekki tillögu um og hins vegar þeirra sem ráðherra gerir tillögu um í stað hinna. Þetta þarf hann allt að gera á innan við tveimur vikum frá því að hann fær umsögn nefndarinnar í hendur.

Þar sem ráðherra fari með skipunarvaldið beri hann stjórnarfarslega ábyrgð á því að ferlið frá upphafi til enda sé í samræmi við. Guðlaugur segir að í bréfinu að af þessu leiðir að ráðherra geti ekki tekið rökstudda og málefnalega afstöðu til umsagnar dómnefndar ef hann hafi ekki fullnægjandi upplýsingar til að leggja mat á forsendur nefndarinnar eða ef örðugt er fyrir hann að ráða af umsögninni hvað réði efnislegu mati hennar.

Ráðherra fái of skamman tíma

Guðlaugur gerir tímalengd vinnu nefndarinnar að umtalsefni í bréfinu. Auglýsing fyrir umræddar stöður voru birtar 1. september 2017 og umsóknarfrestur rann út 18. sama mánaðar. Dómnefndin átti að skila umsögn um umsækjendur innan sex vikna frá þeim tíma, eða 30. október, en skilaði henni ekki fyrr en 22. desember, rúmum þremur mánuðum eftir að umsóknarfrestur rann út og aðeins þremur virkum dögum áður en hinir nýju dómarar áttu að taka til starfa.

Ráðherra segir að í bréfaskiptum hans og nefndarinnar hafi ýmsar nýjar upplýsingar komið fram, en þrátt fyrir það hafi nefndin látið hjá líða að svara veigamiklum athugasemdum og spurningum ráðherra. Ráðherra sé til að mynda engu nær um innbyrðis vægi þeirra sjónarmiða sem lágu til grundvallar mati nefndarinnar, ásamt öðru sem hann gerir athugasemdir við að hafa ekki fengið fullnægjandi svör við.

Í bréfinu segir: „Settur ráðherra er því í reynd enn litlu nær um það mat sem fór fram á vettvangi nefndarinnar, þrátt fyrir að hafa í tvígang óskað eftir skýringum. Verður að teljast vægast sagt óeðlilegt ef nefndin svarar ekki spurningum ráðherra með greinargóðum hætti, enda gerir það ráðherra erfitt um vik að sinna skyldum sínum sem sá aðili sem fer með skipunarvaldið og lagalega ábyrgð ber á ferlinu“.

Ráðherra vildi ekki óska eftir nýrri umsögn nefndarinnar en taldi það óæskilegt tímans vegna en segir það sjást á viðbrögðum dómnefndarinnar við bréfi sínu að það hefði heita mátt tilgangslaust. „Útkoman hefði að líkindum orðið hin sama, þ.e. Efnislega eins eða öldungis sambærileg umsögn. Þannig hefði ósk um nýja umsögn aðeins skilað því einu að tefja ferlið.“

Settur ráðherra hafi því staðið frammi fyrir tveimur valkostum. Annars vegar að skipa þá sem nefndin taldi hæfasta eða hins vegar að víkja frá umsögninni og leggja fram tillögu til Alþingis um að skipa annan eða aðra sem hefði tekið nokkrar vikur áður en málið væri lagt fyrir Alþingi. Ef farin hefði verið seinni leiðin hefði það sett starfsemi héraðsdómstólanna í tímabundið uppnám, enda áttu dómararnir að taka til starfa strax í upphafi árs. Honum hafi þannig í reynd verið ómögulegt að framkvæma þá rannsókn sem honum sé skylt að gera ef hann ætlaði sér að víkja frá áliti nefndarinnar.

Ráðherra segir stöðuna hafa verið þrönga vegna tímahraks sem dómnefndin setti hann í og vegna hinnar einstrengingslegu afstöðu hennar sem birtist í svarbréfinu hafi hann ekki átt annan kost en að skipa þá sem dómnefndin taldi hæfasta, þó hann hafi í raun ekki haft fullnægjandi forsendur til að meta réttmæti þeirrar niðurstöðu.

Gerir tillögur til úrbóta

Guðlaugur beinir því til dómsmálaráðherra að huga að nokkrum atriðum, þar á meðal að sá tveggja vikna frestur sem ráðherra er úthlutað til að framkvæma sjálfstæða rannsókn sé of skammur. Þá þurfi að taka af öll tvímælu um skyldu nefndarinnar til að upplýsa ráðherra um hvað réði mati hennar og afhenda honum öll vinnugögn. Þá telur hann orðalag laganna um að í umsögn dómnefndar skuli tekin afstaða til þess „hvaða umsækjandi sé hæfastur til að hljóta embættið en heimilt er að setja tvo eða fleiri umsækjendur jafna“. Hann segir orðalagið óheppilegt og gefa til kynna að meginreglan sé sú að dómnefndin eigi að leggja til einn tiltekinn einstakling í hvert embætti sem sótt er um. Að nefndin leggi til fleiri en einn sé undantekning frá þeirri meginreglu. Að mati ráðherrans væri ástæða til að kanna hvort ekki væri æskilegt að draga úr vægi þessarar meginreglu, til dæmis með því að kveða á um það í lögunum að dómnefndin rökstyðji hver eða hverjir séu hæfastir til þess að hljóta viðkomandi dómaraembætti og gæti hún í því sambandi haft til viðmiðunar flokkun umsækjenda í „hæfur, vel hæfur og mjög vel hæfur“. Þá telur ráðherra vel fara á því ef einn til tveir nefndarmenn væru eins konar fulltrúar almennings, það er leikmenn en ekki löglærðir, sambærilegt því sem gerist í Danmörku í stað núverandi fyrirkomulags þar sem meirihluti nefndarmanna er skipaður samkvæmt tilnefningum frá dómstólunum sjálfum.  Að mati hans gæti slíkt aukið víðsýni í vinnu nefndarinnar og spornað gegn einsleitni og dregið úr hættu á klíkumyndun í vali dómara, sem væri til þess fallið að auka traust almennings á niðurstöðum hennar.

Ráðherra hnykkir á því að lokum að ótækt sé að ráðherra fari að lögum með skipunarvaldið, og beri þannig lagalega ábyrgð á því ferli, en sé í reynd bundinn af niðurstöðu dómnefndar, að því leyti að nánast ómögulegt er fyrir hann að gera breytingar frá niðurstöðu nefndarinnar, jafnvel þótt niðurstaða hennar sé ógegnsæ og viðbrögð nefndarinnar við eðlilegum spurningum ráðherra gagnrýniverð. Með þessu fer þannig í reynd ekki saman vald og ábyrgð. „Vandséð er að slíkt fyrirkomulag sé í samræmi við grunnviðmið stjórnskipunarinnar, sbr. 14. gr. stjórnarskrárinnar.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent