Átta skipaðir héraðsdómarar

Settur dómsmálaráðherra fór eftir niðurstöðu nefndar um hæfni umsækjenda um embætti héraðsdómara. Sendi bréf á dómsmálaráðuneytið þar sem hann segist ekki hafa átt annarra kosta völ.

Guðlaugur þór
Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son settur dóms­mála­ráð­herra hefur skipað átta hér­aðs­dóm­ara sem taldir voru hæf­astir sam­kvæmt mati dóm­nefndar sem fjall­aði um hæfi umsækj­enda um dóm­ara­emb­ætti.

Þeir sem hljóta emb­ættin eru Arnar Þór Jóns­son, Ásgerður Ragn­ars­dótt­ir, Ást­ráður Har­alds­son, Berg­þóra Ing­ólfs­dótt­ir, Daði Krist­jáns­son, Helgi Sig­urðs­son, Ingiríður Lúð­víks­son og Pétur Dam Leifs­son.

Að lok­inni skipun í emb­ættin rit­aði ráð­herr­ann bréf og kom með því á fram­færi við dóms­mála­ráð­herra athuga­semdum um verk­lag og reglur um veit­ingu dóm­ara­emb­ætta. Í til­kynn­ingu á vef dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins segir að ráð­herra hafi lýst opin­ber­lega yfir vilja sínum til þess að end­ur­skoða þær reglur og telur það nauð­syn­legt. Bréfið var einnig sent alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd Alþing­is.

Auglýsing

Vill breyta lagaum­hverfi við skipun dóm­ara

Í bréfi ráð­herr­ans kemur fram að hann telji brýnt að lagaum­hverfi við skipun dóm­ara verði breytt þannig að ráð­herra geti sinnt hlut­verki sínu sem skyldi í ferl­inu. Ráð­herra fari með skip­un­ar­valdið þegar kemur að því að skipa dóm­ara og ætli hann að gera til­lögu til Alþingis um að víkja frá umsögn dóm­nefndar þurfi hann að reisa ákvörðun sína á sjálf­stæðri rann­sókn og tryggja að fyrir hendi sé sér­þekk­ing við rann­sókn­ina, sam­bæri­leg þeirri sem dóm­nefnd býr yfir. Hann þarf að lág­marki að gera sam­an­burð á hæfni ann­ars vegar þeirra sem dóm­nefnd hafði metið á meðal hæf­ustu en ráð­herra gerir ekki til­lögu um og hins vegar þeirra sem ráð­herra gerir til­lögu um í stað hinna. Þetta þarf hann allt að gera á innan við tveimur vikum frá því að hann fær umsögn nefnd­ar­innar í hend­ur.

Þar sem ráð­herra fari með skip­un­ar­valdið beri hann stjórn­ar­fars­lega ábyrgð á því að ferlið frá upp­hafi til enda sé í sam­ræmi við. Guð­laugur segir að í bréf­inu að af þessu leiðir að ráð­herra geti ekki tekið rök­studda og mál­efna­lega afstöðu til umsagnar dóm­nefndar ef hann hafi ekki full­nægj­andi upp­lýs­ingar til að leggja mat á for­sendur nefnd­ar­innar eða ef örð­ugt er fyrir hann að ráða af umsögn­inni hvað réði efn­is­legu mati henn­ar.

Ráð­herra fái of skamman tíma

Guð­laugur gerir tíma­lengd vinnu nefnd­ar­innar að umtals­efni í bréf­inu. Aug­lýs­ing fyrir umræddar stöður voru birtar 1. sept­em­ber 2017 og umsókn­ar­frestur rann út 18. sama mán­að­ar. Dóm­nefndin átti að skila umsögn um umsækj­endur innan sex vikna frá þeim tíma, eða 30. októ­ber, en skil­aði henni ekki fyrr en 22. des­em­ber, rúmum þremur mán­uðum eftir að umsókn­ar­frestur rann út og aðeins þremur virkum dögum áður en hinir nýju dóm­arar áttu að taka til starfa.

Ráð­herra segir að í bréfa­skiptum hans og nefnd­ar­innar hafi ýmsar nýjar upp­lýs­ingar komið fram, en þrátt fyrir það hafi nefndin látið hjá líða að svara veiga­miklum athuga­semdum og spurn­ingum ráð­herra. Ráð­herra sé til að mynda engu nær um inn­byrðis vægi þeirra sjón­ar­miða sem lágu til grund­vallar mati nefnd­ar­inn­ar, ásamt öðru sem hann gerir athuga­semdir við að hafa ekki fengið full­nægj­andi svör við.

Í bréf­inu seg­ir: „Settur ráð­herra er því í reynd enn litlu nær um það mat sem fór fram á vett­vangi nefnd­ar­inn­ar, þrátt fyrir að hafa í tvígang óskað eftir skýr­ing­um. Verður að telj­ast væg­ast sagt óeðli­legt ef nefndin svarar ekki spurn­ingum ráð­herra með grein­ar­góðum hætti, enda gerir það ráð­herra erfitt um vik að sinna skyldum sínum sem sá aðili sem fer með skip­un­ar­valdið og laga­lega ábyrgð ber á ferl­in­u“.

Ráð­herra vildi ekki óska eftir nýrri umsögn nefnd­ar­innar en taldi það óæski­legt tím­ans vegna en segir það sjást á við­brögðum dóm­nefnd­ar­innar við bréfi sínu að það hefði heita mátt til­gangs­laust. „Út­koman hefði að lík­indum orðið hin sama, þ.e. Efn­is­lega eins eða öld­ungis sam­bæri­leg umsögn. Þannig hefði ósk um nýja umsögn aðeins skilað því einu að tefja ferl­ið.“

Settur ráð­herra hafi því staðið frammi fyrir tveimur val­kost­um. Ann­ars vegar að skipa þá sem nefndin taldi hæf­asta eða hins vegar að víkja frá umsögn­inni og leggja fram til­lögu til Alþingis um að skipa annan eða aðra sem hefði tekið nokkrar vikur áður en málið væri lagt fyrir Alþingi. Ef farin hefði verið seinni leiðin hefði það sett starf­semi hér­aðs­dóm­stól­anna í tíma­bundið upp­nám, enda áttu dóm­ar­arnir að taka til starfa strax í upp­hafi árs. Honum hafi þannig í reynd verið ómögu­legt að fram­kvæma þá rann­sókn sem honum sé skylt að gera ef hann ætl­aði sér að víkja frá áliti nefnd­ar­inn­ar.

Ráð­herra segir stöð­una hafa verið þrönga vegna tíma­hraks sem dóm­nefndin setti hann í og vegna hinnar ein­streng­ings­legu afstöðu hennar sem birt­ist í svar­bréf­inu hafi hann ekki átt annan kost en að skipa þá sem dóm­nefndin taldi hæf­asta, þó hann hafi í raun ekki haft full­nægj­andi for­sendur til að meta rétt­mæti þeirrar nið­ur­stöðu.

Gerir til­lögur til úrbóta

Guð­laugur beinir því til dóms­mála­ráð­herra að huga að nokkrum atrið­um, þar á meðal að sá tveggja vikna frestur sem ráð­herra er úthlutað til að fram­kvæma sjálf­stæða rann­sókn sé of skamm­ur. Þá þurfi að taka af öll tví­mælu um skyldu nefnd­ar­innar til að upp­lýsa ráð­herra um hvað réði mati hennar og afhenda honum öll vinnu­gögn. Þá telur hann orða­lag lag­anna um að í umsögn dóm­nefndar skuli tekin afstaða til þess „hvaða umsækj­andi sé hæf­astur til að hljóta emb­ættið en heim­ilt er að setja tvo eða fleiri umsækj­endur jafn­a“. Hann segir orða­lagið óheppi­legt og gefa til kynna að meg­in­reglan sé sú að dóm­nefndin eigi að leggja til einn til­tek­inn ein­stak­ling í hvert emb­ætti sem sótt er um. Að nefndin leggi til fleiri en einn sé und­an­tekn­ing frá þeirri meg­in­reglu. Að mati ráð­herr­ans væri ástæða til að kanna hvort ekki væri æski­legt að draga úr vægi þess­arar meg­in­reglu, til dæmis með því að kveða á um það í lög­unum að dóm­nefndin rök­styðji hver eða hverjir séu hæf­astir til þess að hljóta við­kom­andi dóm­ara­emb­ætti og gæti hún í því sam­bandi haft til við­mið­unar flokkun umsækj­enda í „hæf­ur, vel hæfur og mjög vel hæf­ur“. Þá telur ráð­herra vel fara á því ef einn til tveir nefnd­ar­menn væru eins konar full­trúar almenn­ings, það er leik­menn en ekki lög­lærð­ir, sam­bæri­legt því sem ger­ist í Dan­mörku í stað núver­andi fyr­ir­komu­lags þar sem meiri­hluti nefnd­ar­manna er skip­aður sam­kvæmt til­nefn­ingum frá dóm­stól­unum sjálf­um.  Að mati hans gæti slíkt aukið víð­sýni í vinnu nefnd­ar­innar og spornað gegn eins­leitni og dregið úr hættu á klíku­myndun í vali dóm­ara, sem væri til þess fallið að auka traust almenn­ings á nið­ur­stöðum henn­ar.

Ráð­herra hnykkir á því að lokum að ótækt sé að ráð­herra fari að lögum með skip­un­ar­vald­ið, og beri þannig laga­lega ábyrgð á því ferli, en sé í reynd bund­inn af nið­ur­stöðu dóm­nefnd­ar, að því leyti að nán­ast ómögu­legt er fyrir hann að gera breyt­ingar frá nið­ur­stöðu nefnd­ar­inn­ar, jafn­vel þótt nið­ur­staða hennar sé ógegnsæ og við­brögð nefnd­ar­innar við eðli­legum spurn­ingum ráð­herra gagn­rýni­verð. Með þessu fer þannig í reynd ekki saman vald og ábyrgð. „Vand­séð er að slíkt fyr­ir­komu­lag sé í sam­ræmi við grunn­við­mið stjórn­skip­un­ar­inn­ar, sbr. 14. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent