Formaður dómnefndar gerir athugasemd við aðfinnslu ráðherra

Formaður dómnefndar sem mat hæfi umsækjenda um héraðsdómaraembætti segir að nefndin hafi ekki verið fullskipuð fyrr en 13. október. Því hafi sex vikna frestur hennar runnið út síðar en ráðherra haldi fram. Þá hafi fjöldi umsækjenda verið meiri en áður.

Auglýsing
Jakob R. Möller, fomaður dómnefndarinnar.
Jakob R. Möller, fomaður dómnefndarinnar.

Jakob R. Möll­er, for­maður dóm­nefndar sem fjall­aði um hæfi umsækj­enda um hér­aðs­dóm­ara­emb­ætti, segir að frestur nefnd­ar­innar til að skila umsögn sinni hafi ekki byrjað fyrr en 13. októ­ber 2017, þegar nefndin var full­skip­uð. Því hafi sex vikna frestur hennar til að skila umsögn ekki verið lið­inn fyrr en 24. nóv­em­ber 2017. Auk þess sé gert ráð fyrir því í reglum um starf­semi dóm­nefnd­ar­innar að frestur hennar til að skila umsögn geti orðið lengri ef sér­stakar aðstæður valda því, svo sem mik­ill fjöldi umsækj­enda. Í þessu til­felli hafi umsækj­endur verið 41, eða veru­lega mun fleiri en áður þegar emb­ætti dóm­ara hafa verið aug­lýst til umsókn­ar.

­Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, settur dóms­mála­ráð­herra, skip­aði í dag þá átta sem dóm­nefndin hafði talið hæf­asta í emb­ætti hér­aðs­dóm­ara í átta dóm­ara­emb­ætti.

Að lok­inni skipun sendi hann bréf til Sig­ríðar Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra þar sem hann kom á fram­færi athuga­­semdum um verk­lag og reglur um veit­ingu dóm­­ara­emb­ætta. Í bréf­inu segir meðal ann­ars: „Aug­lýs­ing fyrir umræddar stöður var birt 1. sept­em­ber 2017 og rann umsókn­ar­frestur út 18. sama mán­að­ar. Sam­kvæmt 9. gr. reglna nr. 620/2010 átti dóm­nefndin að skila um sögn um umsækj­endur innan sex vikna frá þeim tíma, eða 30. októ­ber  sama ár. Nefndin skil­aði hins vegar ekki umsögn sinni fyrr en 22. des­em­ber 2017,  eða rúmum þremur mán­uðum eftir að umsókn­ar­frestur rann út.“

Auglýsing
Jakob gerir athuga­semd við þessa aðfinnslu og bendir á að í umræddri 9. grein þeirra reglna sem vísað sé til sé til­tekið að dóm­nefndin skuli skila umsögn umsækj­endur innan sex vikna frá því að umsókn­irnar bár­ust henni. Auk þess standi þar að sá frestur geti „ orðið lengri ef sér­stakar ástæður valda því svo sem mik­ill fjöldi umsækj­enda o.þ.h.“

Að sögn Jak­obs var dóm­nefndin ekki full­skipuð fyrr en 13. októ­ber og því voru sex vikur ekki liðnar frá því að henni bár­ust umsókn­irnar fyrr en 24. nóv­em­ber. „Um­sækj­endur voru nú 41, eða til veru­legra muna fleiri en fyrr og skýrir það að mestu töf á afgreiðslu umsagn­ar. Fleira kom þó til, sem settur dóms­mála­ráð­herra getur ekki um, sjálf­sagt af skilj­an­legum ástæð­u­m,“ segir Jak­ob.Magnús Halldórsson
Svindlararnir mega ekki vinna
17. janúar 2018
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur og Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ.
Lægstu leikskólagjöldin í borginni en mest óánægja
Reykvíkingar greiða lægstu leikskólagjöldin en eru óánægðastir með þjónustuna. Í Garðabæ eru gjöldin hæst en íbúarnir ánægðastir allra með leikskólaþjónustu.
17. janúar 2018
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins gagnrýna Bjarna fyrir að vilja ekki lækka skatta
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það „dapurlegt“ að Bjarni Benediktsson telji skattalækkanir ekki brýnar. Bjarni sagði á opnum fundi í gær að skattalækkanir væru ekki í kortunum.
17. janúar 2018
Skúli vill þriðja sætið hjá Samfylkingunni
Skúli Helgason sækist eftir þriðja sæti á framboðslista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem fram fara í maí. Hjálmar Sveinsson sat í því sæti listans árið 2014.
17. janúar 2018
Akureyri
Fólki af erlendum uppruna fjölgar mikið á Akureyri
Fólki með erlent ríkisfang á Akureyri fjölgaði um 23 prósent frá þriðja ársfjórðungi 2016 til þriðja ársfjórðungs 2017 eða úr 600 í 740 manns.
17. janúar 2018
Vilja selja lífeyrissjóðum í Arion innan mánaðar – bónusar greiddir út í apríl
Ráðgjafar Kaupþings reyna nú að fá íslenska lífeyrissjóði til að kaupa hlut í Arion banka. Reynt verður að skrá bankann á markað í vor. Starfsmenn Kaupþings fá á næstu mánuðum háa bónusa greidda fyrir hámörkun á virði eigna félagsins.
17. janúar 2018
Aðförin
Aðförin
Aðförin – AB mjólk og hrossaskítur
17. janúar 2018
Reykjavík neðst í þjónustukönnun Gallup
Reykjavíkurborg mælist langneðst í þjónustukönnun Gallup í samanburði við önnur sveitarfélög þegar kemur að þjónustu bæði leikskóla og grunnskóla, þjónustu við eldri borgara og þjónustu við fatlaða.
17. janúar 2018
Meira úr sama flokkiInnlent