Ríkasti maður heims er Jeff Bezos, stofnandi og forstjóri Amazon, en virði eigna hans, við lokun markaða í gær, nam 105 milljörðum Bandaríkjadala, eða sem nemur tæplega 11 þúsund milljörðum króna.
Markaðsvirði Amazon fór yfir 600 milljarða Bandaríkjadala í gær, eða sem nemur 62 þúsund milljörðum króna.
Eignir Bezos eru að mestu leyti bundnar í hlutabréfum í Amazon, en hann á ennþá um 17 prósent hlut í Amazon, sem hann stofnaði árið 1994.
Wishing best of luck tonight to THE MARVELOUS MRS MAISEL, Rachel Brosnahan, Kevin Bacon, and to the whole cast and crew of THE POST too! #GoldenGlobes pic.twitter.com/UIJriZzmN6
— Jeff Bezos (@JeffBezos) January 8, 2018
Virði hluta hans í Amazon er um 102 milljarðar Bandaríkjadala, og því eru um þrír milljarðar Bandaríkjadala, jafnvirði ríflega 300 milljarða króna, í öðrum eignum en hlutabréfum í Amazon. Eru þeir meðal annars í öllum hlutabréfum í Washington Post og geimflaugaframleiðandanum Blue Orcid.
Til samanburðar þá nemur virði eigna Bezos um þrettánföldu virði íslenska hlutabréfamarkaðarins, það er allra skráðra félaga á aðallista íslenska hlutabréfamarkaðarins. Virði þeirra er um 800 milljarðar.
Næstur á eftir Bezos er nágranni hans við Lake Washington vatn, í útjaðri Seattle, Bill Gates, sem stofnaði Microsoft ásamt Paul Allen.
Virði eigna hans nemur meira en 90 milljörðum Bandaríkjadala, eða sem nemur yfir 90 þúsund milljörðum króna.