Apple boðar 36 þúsund milljarða fjárfestingar í Bandaríkjunum

Apple ætlar að byggja nýja starfsstöð og skapa í það minnsta 20 þúsund ný störf í Bandaríkjunum.

apple tim cook
Auglýsing

Verð­mætasta hluta­fé­lag í heimi, App­le, ætlar sér að fjár­festa fyrir 350 millj­arða Banda­ríkja­dala í Banda­ríkj­unum á næstu fimm árum, eða sem nemur um 36 þús­und millj­örðum króna. Það er upp­hæð sem nemur meira en fjör­tíu­földu virði íslenska hluta­bréfa­mark­að­ar­ins í heild sinni.

Félagið mun greiða hátt í 28 millj­arða Banda­ríkja­dala í skatta vegna þessa, eða sem nemur um 3 þús­und millj­örðum króna.

Um þetta til­kynnti fyr­ir­tækið gær, en á und­an­förnum árum hefur félagið safnað upp miklu lausu fé frá rekstri. Um ára­mótin nam það um 260 millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 27 þús­und millj­örðum króna. 

AuglýsingMegnið af þessu fé var geymt utan Banda­ríkj­anna. Einn af áhrifa­þátt­unum í því, að færa féð til Banda­ríkj­anna, eru skatt­kerf­is­breyt­ing­arnar sem nýlega fóru í gegnum banda­ríska þing­ið. Í þeim var skattur á fyr­ir­tæki lækk­aður úr 35 pró­sent í 21 pró­sent.

Sam­kvæmt breska rík­is­út­varp­inu BBC hyggst Apple skapa um 20 þús­und ný störf á næstu árum, og fjár­festa meðal ann­ars í gagna­verum og nýjum starfs­stöðvum vítt og breitt um Banda­rík­in.

Við lokun mark­aða í gær var virði Apple 919 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 96 þús­und millj­örðum króna.

Hundruðir sækja um íbúðir Bjargs
Gríðarlegur áhugi er meðal félagsmanna aðildarfélaga BSRB og Alþýðusambands Íslands á íbúðum sem Bjarg íbúðafélag mun leigja tekjulágu fólki á vinnumarkaði. Afhending íbúða til leigutaka gæti hafist 1. júlí á næsta ári.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Guðjón Sigurbjartsson
Landsbyggðin, útlendingar og við
Kjarninn 21. ágúst 2018
Framlag Kjarnans á árinu 2014
Kjarninn er fimm ára í vikunni. Af því tilefni verður rifjað upp það helsta sem hann hafði til málanna að leggja á hverju því starfsári sem hann hefur verið til, á hverjum degi í þessari viku. Í dag er farið yfir árið 2014.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Svanur Kristjánsson
Endurreisn íslenska lýðveldisins?
Kjarninn 21. ágúst 2018
155 milljónir söfnuðust í Reykjavíkurmaraþoni
Yfir 155 milljónir hafa safnast í hlaupastyrk í Reykjavíkurmaraþoninu sem fór fram síðustu helgi. Þetta er töluverð aukning frá fyrra ári þegar söfnuðust 118 milljónir.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Hlutabréf í Skeljungi hækka
Hlutabréf í Skeljungi hækkuðu um rúm 9 prósent í rúmlega 400 milljóna króna viðskiptum í morgun.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Áfallasaga kvenna á Íslandi
Kjarninn 21. ágúst 2018
Útflutningsverðmæti sjávarafurða minnka milli ára
Útflutningsverðmæti sjávarafurða minnka um 15,2% milli áranna 2016 og 2017. Flutt voru út tæplega 610 þúsund tonn árið 2017 sem er 30 þúsund tonnum meira en árið áður.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Meira úr sama flokkiErlent