Breyttir tímar kalla á breytt jafnréttislög

Skipaður hefur verið starfshópur sem samanstendur af fulltrúum frá velferðarráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu og Jafnréttisstofu til að hefja undirbúning að heildarendurskoðun laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Konur og karlar 1/9
Auglýsing

Skipaður hefur verið starfshópur sem samanstendur af fulltrúum frá velferðarráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu og Jafnréttisstofu til að hefja undirbúning að heildarendurskoðun laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Jafnframt kemur starfshópurinn til með að funda með öðrum sérfræðingum eftir þörfum, þar með talið frá aðilum á vinnumarkaði, frjálsum félagasamtökum og fleirum. 

Þetta kemur fram í frétt velferðarráðuneytisins sem birtist í vikunni. 

„Nú eru tíu ár frá síðustu heildarendurskoðun jafnréttislaga. Jafnrétti kynjanna hefur verið mikið í deiglunni á þessum árum með breyttum viðhorfum og breyttum kröfum sem varða ekki einungis jafnrétti kynjanna heldur mannréttindi og vernd gegn mismunun í enn víðara samhengi,“ segir Ásmundar Einar Daðasonar félags- og jafnréttismálaráðherra í svari við fyrirspurn Kjarnans um ástæður endurskoðunarinnar.   

Auglýsing

Hann segir enn fremur að ýmsir hafi kallað eftir þessari heildarendurskoðun löggjafarinnar, meðal annars með vísan til þess að endurskoða þurfi stjórnsýslu málaflokksins í ljósi nýrra tíma og breyttra aðstæðna samanber hlutverk Jafnréttisstofu, Jafnréttisráðs og kærunefnd jafnréttismála. 

„Fyrirfram ætla ég ekki að gefa mér neitt um niðurstöður endurskoðunarinnar annað en það að endurskoðunin leiði í ljós hvaða breytingar eru nauðsynlegar og æskilegar til að styrkja jafnrétti kynjannan og stöðu mannréttindamála almennt í íslensku samfélagi. Þótt staða Íslands í jafnréttismálum sé góð í alþjóðlegum samanburði er svigrúm til bóta og keppikefli að halda stöðu Íslands sem þjóðar í fremstu röð,“ segir Ásmundur. 

Vegna heildarendurskoðunar á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er óskað eftir umsögnum og tillögum að breytingum á gildandi löggjöf frá þeim sem láta sig efni laganna varða og telja þörf fyrir breytingar.

Félags- og jafnréttismálaráðherra kemur auk þess til með að skipa þverpólitíska nefnd sem mun hafa það hlutverk að skila til ráðherra drögum að lagafrumvarpi sem ætlað er að stuðla frekar að jafnrétti kynjanna með aukinni skilvirkni og eflingu úrræða auk tillögu að framtíðarskipan stjórnsýslu jafnréttismála. Gert er ráð fyrir að félags- og jafnréttismálaráðherra leggi frumvarp um breytingu á lögum fyrir 148. löggjafarþing, haustið 2018.

Starfshópurinn hefur ákveðið að undirbúa störf sín með því að óska eftir umsögnum við gildandi löggjöf og tillögum að breytingum með umfjöllun um mikilvægi þeirra. Allir sem láta sig málið varða eru hvattir til að senda inn ábendingar og athugasemdir, segir í frétt ráðuneytisins. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent